Fara í efni

Íbúasamráð um leikvelli

10.01.2020
Fréttir

Líkt og áður hefur verið greint frá var Stykkishólmsbær valin eitt af fjórum sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni sem sett var á legg af Sambandi íslenskra sveitafélaga og Akureyrarbæ. Lesa má meira um forsögu verkefnisins hér.

Verkefni Stykkishólmsbæjar snýr í megindráttum að því að fá íbúa til samráðs um skipulag og útfærslu leikvalla í bænum. Með samráði við íbúa getur na?ðst aukin sátt um stefnumo?tun sem skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Verkefnið gefur íbúum raunveruleg tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum a? framfæri og nýta krafta þeirra til þess að gera breytingar sem henta íbúum bæjarins. Lokaafurð þessa vekefnis er ekki eingöngu góðir leikvellir og breið sátt um þá, heldur einnig aðferðafræði sem nýta má við fleiri ákvarðanir Stykkishólmsbæjar þegar fram líða stundir.

Þeir Magnús Ingi Bæringsson, Gunnlaugur Smárason og Jón Sindri Emilsson mynda vinnuhópinn sem leiðir verkefnið. Vinnuhópurinn hefur nú þegar kynnt verkefnið fyrir bæjarstjórn og myndað stýrihóp sem er ætlaður til að veita verkefninu aðstoð og aðhald.

Í stýrihóp sitja þau Klaudia Gunnarsdóttir, Óðinn Burkni Helgasson, Rihannon Mary, Bergur Hjaltalín, Árni Ásgeirsson, Arna Dögg Hjaltalín og Gunnlaugur Smárason. Fyrsti fundur með stýrihóp fór fram í gær, 9.janúar þar sem farið var yfir forsögu verkefnis, stöðu þess í dag og næstu skref.

Næstu skref

Stefnt er að því að vinnuhópur fundi með kennurum Grunnskólans í næstu viku með það að markmiði að fá álit og hugmyndir grunnskólanema til leikvalla með aðstoð kennara. Í framhaldi af því verða fleiri hagsmunahópar fengnir að borðinu áður en boðað verður til íbúafundar þar sem verkefnið verður kynnt nánar ásamt þeim upplýsingum sem þá hafa safnast. Einnig er stefnt að því að setja á fót könnun til þess að sem flestir geti komið sínum sjónarmiðum til skila.

Hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnisins hér á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.

Ljósmynd: Akureyrarbær, tekin á Akureyri á síðasta vinnuhóp þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í verkefninu.
Getum við bætt efni síðunnar?