Fara í efni

Hafa staðið brennuvakina til fjölda ára

02.01.2020
Fréttir

Áramótabrennan var vel sótt eins og vant er orðið. Brennan fór vel fram enda í öruggum höndum bræðranna Boga Th. Bragasonar og Tómasar Magna Bragasonar sem staðið hafa brennuvaktina saman í hartnær 20 ár.  Á þrettándanum, 6. janúar  kl. 20:00 kveikja þeir bræður svo í þrettándabrennu við Vatnsás í landi Stykkishólms.Við brennuna verða ýmis fyrirbæri á sveimi ásamt álfadrottningu og álfakóngi sem færa munu börnum blys. Fólk er hvatt til þess að mæta með grímur og hatta og rifja upp gömlu góðu þrettándalögin.Björgunarsveitin Berserkir verður með flugeldasýningu.

Við minnum á að starfsmenn Þjónustumiðstöðvar munu hirða jólatré sem lögð verða út við götu dagana 7.-10. janúar.

Getum við bætt efni síðunnar?