Íslenskunámskeið í Stykkishólmi
Íslenskunámskeið fer fram í Stykkishólmi á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Námskeiðið hefst 27. mars og er ætlað fullorðum einstaklingum sem eru að byrja að læra íslensku sem annað tungumál.
Námskeiðið er 20 klst og kennt þrjú kvöld í viku, mán, þri og fim kl 18:00 til 20:15 í Grunnskólanum í Stykkishólmi.
Farið er yfir grunnatriði í íslensku og áhersla lögð á fjölbreyttar æfingar og talað mál.
Kennari er Sigríður Ólöf Sigurðardóttir
Verð- 25.000kr