Fara í efni

Vinnuskólinn tekur til starfa

05.06.2024
Fréttir

Vinnuskólinn hefst fimmtudaginn 6. júni 2024, mæting við Þjónustumiðstöðina að Nesvegi 7, kl. 8:00 stundvíslega.

Sumarið er gengið í garð og grasið grænkar. Ungmenni í vinnuskólanum hefja störf fimmtudaginn 6. júní og hefjast þá handa við að fegra bæinn og halda snyrtilegum yfir sumarmánuðina.

Sveitarfélagið festi á dögunum kaup á nýjum Avant liðlétting fyrir sumarið. Avantinn er fjölhæft vinnutæki sem nýtist í fjölmörg stór og minni verkefni allan ársins hring. Hægt er að kaupa eða leiga mikið úrval aukabúnaðar á tækið fyrir ýmsa jarðvinnu, garðslátt, skórækt, snjómokstur og ótal fleiri verkefni. Á myndinni hér að neðan má sjá Jan, starfsmann í Áhaldahúsi, slá Hólmgarðinn á nýja tækinu.

Vinnuskólinn í Stykkishólmi
Getum við bætt efni síðunnar?