Fara í efni

Sameining sveitarfélaga gengin í gegn

31.05.2022
Fréttir

Innviðaráðherra staðfesti þann 4. apríl sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í eitt sveitarfélag. Tilkynning þess efnis hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Sameiningin tók formlega gildi sunnudaginn 29. maí sl. en þá tók jafnframt nýkjörin sveitarstjórn við sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Stykkishólmsbæjar mun gilda fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett ný samþykkt. Heiti hins sameinaða sveitarfélags verður auglýst sérstaklega en hugmyndasöfnun fyrir val á nafni sveitarfélagsins er opin til 1. júní nk.

Sveitarstjórnarkosningar fóru fram þann 14. maí sl. Tveir listar buðu fram í nýsameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. H-listinn hlaut 408 atkvæði (54,7%) og Í-listinn hlaut 338 atkvæði (45,3%). Ný sveitarstjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum.

 Hrafnhildur Hallvarðsdóttir H   Steinunn I. Magnúsdóttir H   Ragnar Ingi Sigurðsson H   Þórhildur Eyþórsdóttir H   Haukur Garðarsson Í   Ragnheiður H. Sveinsdóttir Í   Ragnar Már Ragnarsson Í 
 
Getum við bætt efni síðunnar?