Fara í efni

HVE tekur við rekstri hjúkrunarrýma Dvalarheimilisins í Stykkishólmi

31.05.2022
Fréttir

Samkvæmt samkomulagi Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins frá 8. febrúar sl. mun Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka við rekstri 15 hjúkrunarrýma dvalarheimilisins þann 1. júní n.k. og annast rekstur þeirra í húsnæðinu að Skólastíg 14a uns flutt verður í endurgert húsnæði HVE að Austurgötu 7.

Skv. upplýsingum frá HVE hefur Kristín Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður dvalarheimilisins þegið starf hjá HVE og mun hún ásamt flestum starfsmönnum dvalarheimilisins verða starfsmaður HVE frá 1. júní nk.

Áhersla er lög á að íbúar við Skólastíg 14a upplifi ekki breytingu á veittri þjónustu frá og með 1. júní. Starfsemin verður óbreytt, bæði gagnvart íbúum í hjúkrunarrýmum og búseturéttaríbúðum.

Vakin er athygli á að opnað verður nýtt símanúmar dvalarheimilisins 1. júní sem er 432-1265. Netfangið breytist einnig og verður dvalarheimili.stykk@hve.is

 
Getum við bætt efni síðunnar?