Fara í efni

Hræðileg helgi í Hólminum 15.-17. febrúar

29.01.2024
Fréttir

Glæpa- og draugahátíðin Hræðileg helgi í Hólminum verður haldin í annað sinn dagana 15.-17. febrúar næstkomandi. Hólmarar eru búnir að búa til spennandi morðgátu sem þarf að leysa. Hver er fórnarlambið og hver morðinginn? Komdu í Hólminn og leystu morðgátuna!

Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir hátíðinni en dagskráin er langt komin þó enn eigi eitthvað eftir að bætast við. Dagskráin er fjölbreytt og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrána má sjá hér að neðan:

FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið
Hræðilegur ratleikur fyrir börn (einnig í boði 16. febrúar).

Kl. 20:00 Norska húsið
Opnun á ljósmyndasýningunni Andaðu eftir Jónu Þorvaldsdóttur.

Kl. 21:00 Narfeyrarstofa
Upphitun - kvöldvaka. Sagnaseiður á Snæfellsnesi, Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja segir hræðilegar sögur af Snæfellsnesi.

FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið
Hræðilegur ratleikur fyrir börn.

Kl. 16:00-23:00 Fosshótel
Hræðilegur atburðir yfirvofandi á Fosshótel. Fyrstu vísbendingu í morðgátunni finnið þið þar, nú getið þið hafist handa við að leysa gátuna.

Kl. 18:00-20:00 Narfeyrarstofa
Tilboð á barnum.

Kl. 18:00-21:00 Fosshótel
Hræðilegur sérréttur helgarinnar. Dirty ribs & beer eða Bloody Mary.

Kl. 20:30 Fosshótel
Sigursteinn Másson - Sönn íslensk sakamál, mannshvörf, spurt og svarað.

LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR

Kl. 12:00-14:00 Narfeyrarstofa
Veitingastaðurinn opinn.

Kl. 13:00 Norska húsið
Draugahús fyrir börn.

Kl. 14:00 Vatnasafn
Mannát, Áslaug Ólafsdóttir fjallar um bókina Hold og blóð, saga mannáts, eftir Ray Tanhill, sem nýverið kom út í þýðungu hennar.

Kl. 14:00 - 16:00 Sjávarpakkhúsið
Dagdrykkja og smáréttir. Bókaspjall kl. 15:00 - Bragi Páll fjallar um bók sína Kjöt og Bergþóra Snæbjörnsdóttir fjallar um bókina Svínshöfuð sem meðal annars gerist í Stykkishólmi.

Kl. 16:00 Norska húsið
Draugahús í Norska húsinu fyrir fullorðna.

Kl. 17:00 Norska húsið
„... og svo bara andsettist hún“ Umfjöllun um andaglas á Íslandi í umsjón Dagrúnar Jónsdóttur þjóðfræðings.

Kl. 18:00-20:00 Narfeyrarstofa
Tilboð á barnum.

Kl. 18:00-21:00 Fosshótel
Hræðilegur sérréttur helgarinnar. Dirty ribs & beer eða Bloody Mary.

Kl. 18:00 Frjáls tími, nú eru síðustu forvöð að finna út hver er morðinginn. Minnum á að panta borð á veitingastöðunum.

Kl. 20:30 Fosshótel
Svör við morðgátunni skilað og verðlaunaafhending í framhaldinu.

Glæpa Kviss, Anna Margrét Pálsdóttir sérleg áhugamanneskja um morð og glæpi, treður upp með glæpsamlegum spurningum.

Kl. 23:00-02:00 Skipper
Morðingja lukkuhjól.

Getum við bætt efni síðunnar?