Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Skipulagshönnuður kemur til fundar og gerir grein fyrir stöðu máls vegna vinnu við deiliskipulag fyrir Kallhamar og Hamraenda.
Skipulagsnefnd þakkar skipulagsönnuði fyrir kynninguna og telur þær áherslur sem þar koma fram séu í samræmi við áherslur nefndarinnar.
2.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting vestan Borgarbrautar
Málsnúmer 2306038Vakta málsnúmer
Skipulagshönnuður kemur til fundar og gerir grein fyrir hugmyndum að deiliskipulagsbreytingum vestan Borgarbrautar.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna á þeirri vinnu sem fram fór haustið 2021 samhliða öðrum breytingum sem verið var að vinna að á þeim tíma. Vegna áhuga byggingaraðila um samstarf við uppbyggingu á svæðinu til að hraða uppbyggingu er mikilvægt að ákvörðun sveitarfélagsins um slíkt samtarf liggi fyrir áður en vinu við skipulag á svæðinu verði haldið áfram.
3.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi
Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer
Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti, á 4. fundi sínum, yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins.
Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi vinnu og lýsir yfir vilja til þess að fá til skoðunar hugmyndir til umsangar á síðari stígum. Skipulagsnend vill þó leggja áherslu á að leitað verði umsagnar Rarik áður en farið verði í gróðursetningar á svæðum þar sem finna má lagnaleiðir.
4.Hraðhleðslustöðvar
Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer
Bæjarráð veitti HS orku vilirði um aðstöðu/lóð við hlið Atlantsolíu á 23. fundi sínum. Fulltrúar HS orku koma til fundar við skipulagsnefnd til að ræða stöðu máls og frekari staðsetningar sem kunna að koma til greina.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúa Instavolt Iceland ehf. fyrir greinargóða yfirferð yfir áherslur og vilja félagsins til uppbyggingar á hraðhleðslustöðvum í Stykkishólmi. Nefndin vísar málinu til frekari vinnslu hjá skipulagsnefnd.
5.Birkilundur 16 - fyrirspurn um uppskiptingu lóðar
Málsnúmer 2407003Vakta málsnúmer
Lögð fram endurnýjuð umsókn Sigurbjarts Loftssonar vegna Birkilundar 16 og 16a.
Skipulagsnefnd tekur fram að aðal- og deiliskipulag Birkilundarsvæðisins er á lokastigi hjá Skipulagsstofnun og stutt í að það taki gildi. Ef ekkert er því til fyrirstöðu sér nefndin ekki ástæðu til þess að aftra stofnun lóðirinnar á grunni fyrirliggjandi skipulagsuppdráttar.
6.Uppbygging fyrir eldra fólk - Skipulagsvinna við svæði Tónlistarskólans
Málsnúmer 2501007Vakta málsnúmer
Lögð er fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk og framtíðarsýn á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms eru kynntar. Hugmyndir um framtíðarsýn svæðisins og næstu skref eru teknar til umræðu í skipulagsnefnd.
Skiplagsnefnd óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að skoða málið áfram með skipulagsfulltrúa.
7.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga
Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer
Lagðar fram áherslur umhverfis- og náttúruverndarnefndar vegna gönguleiða í Stykkishólmi ásamt drög að greinargerð vegna forgangsröðunn gönguleiða.
Skiplagsnefnd tekur undir forgangsröðun umhverfis- og náttúruverndarnefndar og að hvetur til þess að farið verði í framkvæmdir við stígagerð í sumar.
8.Umferðaröryggi í Stykkishólmi
Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer
Lagðar fram tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum til að auka umferðaröryggi í Stykkishólmi. Tillögurnar byggja m.a. á umferðaröryggisáætlun Stykkishólms sem unnin var af VSÓ árið 2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur og leggur áherslu á mikilvægi þess koma til móts við umferðaröryggi í Stykkishólmi með áherlu á Silfugötu, Nesvesi og Borgarbraut í samræmi við þær tillögur sem lagðar eru fram, ef samkomulag náist við lóðarhafa þar sem við á.
Fundi slitið - kl. 18:45.