Endurskoðun forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 1812022
Vakta málsnúmerBæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi mætir til fundar til þess að gera grein fyrir vinnu við endurskoðun á forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð felur Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa í samráði við æskulýðs - og íþróttanefnd og bæjarstjóra að vinna áfram í endurskoðun á forvarnarstefnu og leggja þá vinnu fyrir á næsta bæjarráðsfundi.
Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022
Lögð fram endurskoðuð forvarnarstefna Stykkishólmbæjar.
Bæjarráð samþykkir forvarnarstefnu Stykkishólms og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Æskulýðs- og íþróttanefnd - 83. fundur - 13.04.2022
Lögð fram endurskoðuð forvarnarstefna Stykkishólmbæjar.
Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar. Hann leggur til að uppfæra stefnuna á fjögurra ára fresti í staðin fyrir á árs fresti en að gerð verði aðgerðaráætlun og ákveðið verði á hverjum vetri hvað hægt er að leggja áherslu á. Tillaga æskulýðs- og tómstundafulltrúa að setja saman teymi þvert á Snæfellsnesið sem myndi vinna að aðgerðaráætlun.
Æskulýðs- og íþróttanefnd sér fyrir sér þá breytingu að stefnan verði uppfærð á fjögurra ára fresti og að gerð verði aðgerðaráætlun á tveggja ára fresti. Tillaga Æskulýðs- og íþróttanefndar er að nefndin sem mun vinna að aðgerðaráætlun muni skipa a.m.k. einum frá eftirfarandi hópum:
-Félags- og skólaþjónustan
-Leik ? og grunnskóli
-Skólahjúkrunarfræðingur
-UMF Snæfell
Einnig leggur Æskulýðs- og íþróttanefnd til að hægt verði að kalla til einstakling úr öðrum hópum innan forvarnarstefnunar í þau mál sem þörf er á.
Verði tillagan samþykkt leggur Æskulýðs ? og íþróttanefnd til að hafist verði handa í haust.
Æskulýðs- og íþróttanefnd sér fyrir sér þá breytingu að stefnan verði uppfærð á fjögurra ára fresti og að gerð verði aðgerðaráætlun á tveggja ára fresti. Tillaga Æskulýðs- og íþróttanefndar er að nefndin sem mun vinna að aðgerðaráætlun muni skipa a.m.k. einum frá eftirfarandi hópum:
-Félags- og skólaþjónustan
-Leik ? og grunnskóli
-Skólahjúkrunarfræðingur
-UMF Snæfell
Einnig leggur Æskulýðs- og íþróttanefnd til að hægt verði að kalla til einstakling úr öðrum hópum innan forvarnarstefnunar í þau mál sem þörf er á.
Verði tillagan samþykkt leggur Æskulýðs ? og íþróttanefnd til að hafist verði handa í haust.
Bæjarstjórn - 411. fundur - 28.04.2022
Lögð fram endurskoðuð forvarnarstefna Stykkishólmbæjar.
Bæjarráð samþykkti, á 639. fundi sínum, forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarráð samþykkti, á 639. fundi sínum, forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar.