Fara í efni

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022-2025, ásamt minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2022-2025.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, forsendur fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022-2025 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Bæjarstjórn samþykktir forsendur fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022-2025.

Til máls tóku: HH,JBJ,LÁH og HG

Safna- og menningarmálanefnd - 115. fundur - 18.10.2021

Fyrir Safna- og menningarmálanefnd er lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.
Safna- og menningarmálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5. fundur - 18.10.2021

Fyrir Velferðar- og jafnréttisnefnd er lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

Bæjarráð - 632. fundur - 21.10.2021

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Jafnframt vísar bæjarráð fjárhagsáætlun (deildum) til umsagnar í viðkomandi fastanefndum.

Bæjarstjórn - 403. fundur - 28.10.2021

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2022 auk þriggja ára fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2023-2025.

Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, hafði framsögu um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2022 og gerði grein fyrir helstu lykiltölum í áætluninni.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ungmennaráð - 18. fundur - 03.11.2021

Lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs, eins og hún var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem henni var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar.
Jakob Björgvin, bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlanir. Ungmennaráðið gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun. Fundurinn óskaði þó eftir lengri frest til að kynna sér fjárhagsáætlunina nánar og fyrirvara um að fá frest fram að síðari umræðu að koma með athugasemdir komi þær upp við nánari skoðun fundarmanna. Ráðið bendir þó á að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni til rekstur ungmennahúss þrátt fyrir óskir um það frá síðasta ungmennaráði. Ráðið hvetur bæjarstjórn til þess að endurskoða það og tryggja fast fjármagn til starfsins þannig að ráðið vita hverju það getur ráðstafað til opnunar á ungmennahúsinu Eyjunni.

Skipulags- og bygginganefnd - 255. fundur - 08.11.2021

28. október sl, þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

Skóla- og fræðslunefnd - 187. fundur - 10.11.2021

Fyrir Skóla- og fræðslunefnd er lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.
Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun hvað varðar skólastarfsemi fyrir sitt leyti.

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 til frekari vinnslu í bæjarrráði.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lögð fram til umsagnar fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi Stykkishólmsbæjar kom inn á fundinn og gerði grein fyrir sviðsmyndum og svaraði spurningum.
Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Á 633. fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 til frekari vinnslu í bæjarrráði.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Haraldur vék af fundinum.

Æskulýðs- og íþróttanefnd - 82. fundur - 06.12.2021

Lögð fram til umsagnar fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Hafnarstjórn - 91. fundur - 06.12.2021

Lögð fram til umsagnar fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Á 633. fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti, á 634. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í fjárhagsáætluninni.

Greinargerð með fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 síðari umræða.

Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í fjárhagsáætluninni.
Stykkishólmsbær stóð frammi fyrir áskorunum á árunum 2020 og 2021 vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Það kom í ljós að útsvarstekjur og tekjur úr jöfnunarsjóði drógust saman á árinu 2020 vegna COVID-19. Jafnframt urðu umtalsverðar launahækkanir á árunum 2020 og 2021. Til að bregðast við þessu hefur Stykkishólmsbær sýnt mikið aðhald í rekstri stofnanna bæjarins.

Verkefni bæjarstjórnar á árinu 2021 hefur verið að vinna að því að nýta það svigrúm sem til staðar er sem best til þess að minnka sem mest langvinnan skaða vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á efnahagslíf og búskap hins opinbera, fara í vel valdar og arðbærar fjárfestingar og skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu.

Fjárhagsáætlun ársins 2022-2025 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér í september/október sl. og hefur þeim, með áorðnum breytingum, verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áherla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 108,9 milljónir króna á árinu 2022 og að áætlað veltufé frá rekstri aukist um 12,3 milljónir króna úr 135,3 milljónum 2021 í 147,6 milljónir árið 2022.

Markmið fjárhagsáætlunar 2022-2025 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þe að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði um 16%, að veltufjárhlutfall nálgist 0,6 sem fyrst, handbært fé verði á bilinu 90-100 millj. í árslok 2022 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána. Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins nemi 512,5 millj. kr., lántaka nemi 660 millj. kr. og afborganir nemi 844,5 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 117,4% strax í lok árs 2022 og 108,4% í árslok 2025.

Í forsendum er gert ráð fyrir 3,3% verðbólgu yfir árið 2022, 2,6% árið 2023 og 2,5% 2024 -2025, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalvextir lána verði um 3,1% á árunum 2022-2025. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár Stykkishólmsbæjar muni almennt hækka um 4% árið 2022, en 3,0% á hverju ári á tímabilinu 2023-2025.

Helstu breytingar á álagningu íbúa eru þær að álagningarstuðull fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði lækkar hjá Stykkishólmsbæ á árinu 2022 úr 0,43% í 0,42% og lækka álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 1,04% í 0,97% ásamt lækkun á álagningarprósenta holræsagjalds húseigna í A-flokki verði 0,17% og holræsagjald atvinnuhúsnæðis verði 0,20%. Þannig er komið til móts við íbúa til þess að tryggja að heildarfasteignagjöld hækki ekki óhóflega vegna hækkunar á fasteignamati. Álagningarhlutfall úrsvars verður óbreytt milli ára.

Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 512,5 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2022 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa og í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022 ber hæst hlutdeild Stykkishólmsbæjar við uppbyggingu hjúkrunaarrýma sem mun ljúka á árinu 2022. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum en gert er ráð fyrir 660 milljónum kr. í lántökum á árunum 2022 til 2025. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 147,6 til 251 milljónum veltufé frá rekstri á árun 2022-2025 og handbæru eigin fé Stykkishólmsbæjar, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir með sölu eigna.

Helstu fjárfestingar á árinu 2022 eru:
- Lokið verður við flutning hjúkrunarrýma frá Dvalarheimili Stykkishólms yfir á nýtt Hjúkrunarheimili að Austurgötu 7 og mun Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sjá um reksturinn frá og með 1. júní 2022.
- Hafist verður handa við gatnagerð í Víkurhverfi.
- Byrjað verður á uppbyggingu félagslegra íbúða. Staðsetning er ekki ákveðin, en Víkurhverfi eða við Leyni koma til greina.
- Við flutning hjúkrunarrýma á HVE losnar rými við Skólastíg 14 og verður þá hafist handa við umbreytingar á húsnæðinu. Annars vegar verður um að ræða íbúðir og hins vegar þjónusturými fyrir íbúa Stykkishólms.
- Haldið verður áfram í stígagerð og umhverfisverkefni.
- Lokið verður við fyrsta áfanga í fráveituframkvæmdum í Maðkavík.

Önnur framkvæmdarverkefni 2022
- Lokið verður við byggingu nýrrar deildar við Leikskóla Stykkishólms.
- Sett verður upp gjaldtökutæki fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu.
- Haldið verður áfram að bæta aðstaðu í Íþróttamiðstöðinni
- Sett verður nýtt þak á Tónlistaskólanum.
- Sett verður iðnaðarhurð Flugstöðinni, þannig að hægt sé að nýta sem geymslu og gera endurbætur.
- Öryggismyndavélar verða settar upp: Ráðhúsið, Grunnskóla, Tónlisarskóla og Leikskóla ásamt á hafnarsvæðinu.
- Haldið verður áfram að laga götur og gangstéttir.
-Stykkishólmsbær tók við ljósastaurum af Rarik á árinu 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum löppum og LED lappar settir í staðinn. Þessu verður haldið áfram á árinu 2022. Þetta sparar rekstarkosnað á götulýsingu í Stykkishólmi.
- Haldið verður áfram uppbyggingu á Súgandisey.

Helstu lykiltölur Fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022-2025 eru eftirtaldar:

Fjárhagsáæltun aðalsjóðs Stykkishólmsbæjar A-hluti 2022:
Tekjur alls: 1.584.566.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.452.946.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, neikvæð: 66.676.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 88.410.000 kr.
Afborganir langtímalána: 181.352.000 kr.
Handbært fé í árslok: 89.360.000 kr.

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Stykkishólmsbæjar 2022:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 17.459.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 18.866.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 146.813.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Dvalarheimils: -16.520.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Þjónustuíbúða: -72.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 59.187.000 kr.
Afborganir langtímalána: 21.904.000 kr.

Fjárhagsáætlun samstæðu Stykkishólmsbæjar A B hluti 2022:
Tekjur alls: 2.018.229.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.685.191.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls:136.380.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 108.872.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 147.597.000 kr.
Afborganir langtímalána: 203.256.000 kr.
Handbært fé í árslok: 90.334.000 kr.


Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu um að framkvæmdir og fjárfestingar verði 175 milljónir á árinu 2022, 160,5 milljónir á árinu 2023, 86 milljónir á árinu 2024 og 91 milljónir á árinu 2025, og að lántökur verði 295 milljónir á árinu 2022 og samtals 365 milljónir á árinu 2023-2025 í samræmi við fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun.

Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista, fulltrúar O-lista og L-lista sátu hjá.


Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 upp til atkvæða.

Fjárhagsáætlun fyrir 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir 2023-2025 samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista, fulltrúar O-lista og L-lista sátu hjá.

Til máls tóku: HH,JBJ,HG,SIM og LÁH

Tekið var fundarhlé Kl:19:40-20:05


Bókun Okkar Stykkishólms:
Undirrituð eru sammála mörgum þeirra verkefna sem lögð eru til grundvallar fjárhagsáætlun 2022-2025 og telja að æskilegt væri að leysa þau sem fyrst. Í áætluninni er þó að finna nokkur verkefni sem enn á eftir að þarfagreina, útfæra og ræða í bæjarráði og bæjarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Húsnæðismál grunn- og tónlistarskóla skipa ekki stóran sess í fyrirliggjandi áætlun.

Draga má þá ályktun að efling atvinnulífs og stækkun leikskóla mun leiða til fjölgunar barna í grunn- og tónlistarskóla sem nú þegar glíma við aðstöðuskort.

Undirrituð telja brýnt að forgangsraða fjármálum bæjarins þannig að ráð sé gert fyrir því að á næstu árum verði fjármagni veitt í að leysa húsnæðisvanda skólanna. Bætt aðstaða skólanna ætti að vera mál málanna næstu árin. Undirrituð ítreka að ákvörðun um Fjöreggið í Súgandisey ætti að vera tekin á grundvelli íbúakosningar. Enn fremur telja undirrituð að forgangsraða ætti verkefnum í Súgandisey þannig að áhersla sé lögð á stíga og öryggismál áður en fjármagn er nýtt í aðrar framkvæmdir. Á næsta ári er stefnt að því að auka lóðaframboð í Stykkishólmi. Óskað hefur verið eftir samanburði á hagkvæmni við gatnagerð í Víkurhverfi og Vatnsási. Sá samanburður liggur enn ekki fyrir.

Auknar tekjur eru áætlaðar á næstu tveimur árum. Annars vegar á þriðja hundrað milljónir vegna sölu eigna og hins vegar tekjur vegna gatnagerðargjalda. Enn er óljóst hvort eða hvenær af sölu eigna geti orðið auk þess sem óvíst er hvort spá um gatnagerðargjöld rætist. Það þarf að liggja skýrt fyrir frá hvaða framkvæmdum verður fallið skili áætlaðar tekjur sér ekki til bæjarins. Lántökur á næsta ári eru áætlaðar 295 milljón króna. Er það töluverð viðbót við ríflegar lántökur síðustu ára og að því er virðist um 120 milljónir umfram fjárfestingaþörf.

Undirrituð gera ráð fyrir að umfram lántökur séu að mestu ætlaðar til afborgana langtímalána, sem áætlaðar eru 203 milljónir árið 2022. Ekki liggur fyrir hvernig lántökum verður háttað og hvaða áhrif þær hafa á afborganir lána næstu ára. Einnig þurfa að liggja fyrir afskriftir næstu ára miðað við fyrirliggjandi fjárfestingar. Hækkun langtímalána frá upphafi árs 2018 til loka 2022 verður um 350 milljónir króna.

Endurskoðandi bæjarins hefur á undanförnum árum brýnt fyrir bæjarstjórn að tryggja að veltufé frá rekstri standi undir afborgunum lána og helst hluta framkvæmda. Undanfarið hefur fjögurra ára áætlun oftast náð því marki á síðasta ári áætlunarinnar. Á hverju ári hefur þó verið aukið við fjárfestingar næsta árs og markmið um sjálfbæran rekstur fært aftur um eitt ár. Það er einmitt staðan núna. Vonandi ber bæjarstjórn gæfu til þess að fylgja þessum áætlunum eftir.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdótti


Bókun L-lista
Undirritaður tekur að hluta til undir bókun O-lista. Líkt og komið hefur fram í mínu máli undanfarin ár hefur skuldaaukningin verið mikil og tímabært að lækka skuldir. Fjármagnskostnaður 2021 er áætlaður yfir 150 milljónir. Sala eigna er óljós og ekki föst í hendi.

Ég sit því hjá við afgreiðslu áætlunarinnar

Lárus Ástmar Hannesson
Bæjarfulltrúi L-lista


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:

Í fyrirliggjandi áætlun er ekki verið að gangast undir skuldbindingar sem raska forsendum í rekstri og afkomu til lengri tíma.

Stefnt er að því að fara í vel valdar og arðbærar fjárfestingar sem sátt er um meðal allra bæjarfulltrúa og skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu. Ber þar að nefna uppbygginu hjúkrunarheimilisins, opnun á lóðum í Víkurhverfinu, viðbyggingu við Leikskólann og uppbyggingu á Skólastíg 14. Með þessu teljum við okkur vera að vinna í beinu framhaldi að þeim skuldbindingum sem við þegar höfum ákveðið, m.a. af færslu hjúkrunarheimilisins, stækkun leikskólans, vinnu við stígagerð og önnur umhverfisverkefni og því þjónustustigi sem við höfun stefnt að fyrir íbúa bæjarins.

Bæjarfulltrúar H-listans stefna að viðbyggingu við Grunnskólann í Stykkishólmi um leið og svigrúm gefst til þess í rekstri bæjarins, en til þess þarf að skapa svigrúm.

Bæjarfulltrúar H-listans vísa að öðru leyti til fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar, greinargerðar bæjarstjóra með henni og samantekt fjárfestingaráætlunar 2022-2025.

H-listinn lýsir vonbrigðum með að verið sé að leika pólitíska leiki varðandi fjárhagsáætlun í aðdraganda kosninga, með því að varpa fram óábyrgum fullyrðinum um fjárfestingar og lántökur á sama tíma og þeir sömu bæjarfulltrúar eru með varnarorð um þá hluti.

Bæjarfulltar H-listans benda á að leitað hefur verið leiða til að vinna að sem víðtækastri sátt allra lista sem kemur m.a. fram í því að áætlunin var samþykkt samhljóða í bæjarráði og að engar tillögur hafi verið lagðar fram, hvorki fyrir bæjarráði eða bæjarstjórn, um breytingar á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Gunnlaugur Smárason
Steinunn I. Magnúsdóttir
Ásmundur S. Guðmundsson
Getum við bætt efni síðunnar?