Fara í efni

Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 115. fundur - 18.10.2021

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022 en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5. fundur - 18.10.2021

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022 en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við gjaldskránna.

Bæjarráð - 632. fundur - 21.10.2021

Lögð fram drög að gjaldskrám Stykkishólmsbæjar 2022 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2022-2025 sem samþykkt var á síðasta bæjarráðsfundi og bæjarstjórn samþykkti í kjölfar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár 2022 fyrir Stykkishólmsbæ og Stykkishólmshöfn og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Jafnframt vísar bæjarráð gjaldskrám (deildum) til umsagnar í viðkomandi fastanefndum.

Bæjarstjórn - 403. fundur - 28.10.2021

Lögð fram drög að gjaldskrám Stykkishólmsbæjar 2022 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2022-2025 sem samþykkt var á bæjarráðsfundi nr. 631 og bæjarstjórn samþykkti í kjölfar.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, gjaldskrár 2022 fyrir Stykkishólmsbæ og Stykkishólmshöfn og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gjaldskrár hækka um 4,0% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,52%
Fasteignaskattsprósenta verði, (A 0,42%, B 1,32% og C 1,57%)
Lóðarleiguprósenta verði (A 0,97%, C 2,00% og 6% á ræktunarland)
Sorphirðugjöld hækki í 55.900 kr. úr 53.200 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði 0,17% á íbúðahúsnæði og er 0,20% á atvinnuhúsnæði.

Gjaldskrá sorphirðu Stykkishólmsbæjar árið 2022 samþykkt.

Gjaldskrár fráveitu Stykkishólmsbæjar árið 2022 samþykkt.

Gjaldskrá slökkviliðs Stykkishólmsbæjar árið 2022 samþykkt.

Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022 í heild sinni samþykkt.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkir að vísa gjaldskrám Stykkishólmsbæjar 2022 til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ungmennaráð - 18. fundur - 03.11.2021

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs, eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri fór yfir gjaldskrá og komu engar athugasemdir. Spurt var út í gjald fyri að kaupa sig inn í búseturéttaríbúðir um 6 milljónir og greiðslu fyrir leigu. Velt upp hversvegna fólk væri látið greiða innborgun og leigu. Bæjarstjóri gerði grein fyrir ástæðu. Umræða varð um möguleika á öðrum útfærslum um greiðslu að íbúðum fyrir eldri borgara. Spurt var fyrir um hátt gjald á stökum tíma að sundlaug. Bæjarstjór fór yfir ástæðu og fyrirkomulag gjaldskrá sundlaugar. Engar athugasemdir voru gerðar við gjaldskrá.

Skipulags- og bygginganefnd - 255. fundur - 08.11.2021

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, Í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs þann 21. október sl., eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þann 28. október sl, þar sem þeim var vÍsað til sÍðari umræðu Í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

Skóla- og fræðslunefnd - 187. fundur - 10.11.2021

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022 en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar.
Nefndin samþykkir gjaldskrárnar hvað varðar skólastarfsemi fyrir sitt leyti.

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Lagðar eru fram gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrám til frekari vinnslu í bæjarráði.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs þann 21. október sl., eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þann 28. október sl, þar sem þeim var vísað til síðari umræðu Í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrár.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lagðar eru fram gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

Á 633. fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa gjaldskrám til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 og vísar þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Æskulýðs- og íþróttanefnd - 82. fundur - 06.12.2021

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs þann 21. október sl., eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þann 28. október sl, þar sem þeim var vísað til síðari umræðu Í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.

Hafnarstjórn - 91. fundur - 06.12.2021

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs þann 21. október sl., eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þann 28. október sl, þar sem þeim var vísað til síðari umræðu Í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lagðar eru fram gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

Á 633. fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa gjaldskrám til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti, á 634. fundi sínum, gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fyrir bæjarstjórn eru lagðar fram til síðari umræðu gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, en gjaldskrár hafa verið til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins undanfarnar vikur.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvar verði 14,52% á árinu 2022.

Tillaga samþykkt samhljóða.


Forseti bæjarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu um fasteignaskatta, lóðarleigu, holræsagjald og sorphirðugjöld:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,42%. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%. Fasteignaskattur C-flokkur 1,57%. Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,97%. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 2,00%. Lóðarleiga ræktunarland 6,00%. Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,17%. Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,20%. Sorphirðu - og/eða sorpeyðingargjöld pr. íbúð 55.900 kr.

Gjaldagi fasteignagjalda verði 9 frá 1.febrúar til og með 1. október.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fasteignagjöld og aðrar álögur.


Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu að afslátt vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem eflur í sér að elli- og örorkulífeyrisþegar fá lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Afslátturinn fer eftir tekjuhæð og gildir vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í.

Bæjarstjórn samþykkir samhlóða tillögu um afslátt vegna afsláttar af fasteignaskatti.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slátt árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slátt árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slökkvilið fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slökkvilið árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir fráveitu fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir sorphirðu fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá fyrir sorphirðu árið 2022.


Forseti bæjarstjórnar ber aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022.

Til máls tóku:HH og JBJ
Getum við bætt efni síðunnar?