Önnur mál velferðar- og jafnréttismálanefndar
Málsnúmer 2110021
Vakta málsnúmerVelferðar- og jafnréttismálanefnd - 5. fundur - 18.10.2021
Velferðar- og jafnréttismálanefnd lýsir þungum áhyggjum yfir mönnun löggæslu í sveitarfélaginu með tilliti til erfiðra félagslegra mála t.d heimilsofbeldi þar sem mikilvægt er að bregðast skjótt við. Nefndinni þykir þannig vegið að nærþjónustu samfélagsins.
Bæjarráð - 632. fundur - 21.10.2021
Lögð fram ályktun 5. fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar þar sem nefndin lýsir þungum áhyggjum yfir mönnun löggæslu í sveitarfélaginu með tilliti til erfiðra félagslegra mála t.d heimilsofbeldi þar sem mikilvægt er að bregðast skjótt við. Nefndinni þykir þannig vegið að nærþjónustu samfélagsins.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur velferðar- og jafnréttismálanefndar og leggur áherslu á að lögreglunni ber að sinna grunnþjónustu samkvæmt 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sem hún getur ekki sinnt sé lögreglumönnum fækkað á svæðinu eða mönnun sé ekki fullnægjandi. Þar ber hæst neyðarútkallsþjónustu og afbrotavarnir. Bæjarráð minnir á fyrirliggjandi markmið lögreglunnar um viðbragðstíma og að tryggja þurfi nærveru lögreglunnar á þeim tíma og stað þar sem þörf er hverju sinni, sér í lagi um helgar. Þá minnir bæjarráð á frumkvæðislöggæslu lögreglunnar í ljósi aukningar ferðamanna að nýju.
Bæjarráð hefur skilning á því ef ekki fást lögreglumenn tímabundið til starfa á meðan að verið sé að auglýsa eftir starfskröftum, en mótmælir harðlega ef til stendur hjá lögreglunni að skerða grunnþjónustu á svæðinu og fer fram á að mönnun og þjónusta lögreglunnar í Stykkishólmi verði ekki skert þannig að lögreglan geti sinnt sinni mikilvægu grunnþjónustu.
Bæjarráð hefur skilning á því ef ekki fást lögreglumenn tímabundið til starfa á meðan að verið sé að auglýsa eftir starfskröftum, en mótmælir harðlega ef til stendur hjá lögreglunni að skerða grunnþjónustu á svæðinu og fer fram á að mönnun og þjónusta lögreglunnar í Stykkishólmi verði ekki skert þannig að lögreglan geti sinnt sinni mikilvægu grunnþjónustu.
Bæjarstjórn - 403. fundur - 28.10.2021
Lögð fram ályktun 5. fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar þar sem nefndin lýsir þungum áhyggjum yfir mönnun löggæslu í sveitarfélaginu með tilliti til erfiðra félagslegra mála t.d heimilsofbeldi þar sem mikilvægt er að bregðast skjótt við. Nefndinni þykir þannig vegið að nærþjónustu samfélagsins.
Bæjarráð tók, á 632. fundi sínum, undir áhyggjur velferðar- og jafnréttismálanefndar og lagði áherslu á að lögreglunni ber að sinna grunnþjónustu samkvæmt 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sem hún getur ekki sinnt sé lögreglumönnum fækkað á svæðinu eða mönnun sé ekki fullnægjandi. Þar ber hæst neyðarútkallsþjónustu og afbrotavarnir. Bæjarráð minnti á fyrirliggjandi markmið lögreglunnar um viðbragðstíma og að tryggja þurfi nærveru lögreglunnar á þeim tíma og stað þar sem þörf er hverju sinni, sér í lagi um helgar. Þá minnti bæjarráð á frumkvæðislöggæslu lögreglunnar í ljósi aukningar ferðamanna að nýju.
Bæjarráð hefur skilning á því ef ekki fást lögreglumenn tímabundið til starfa á meðan að verið sé að auglýsa eftir starfskröftum, en mótmælti harðlega ef til stendur hjá lögreglunni að skerða grunnþjónustu á svæðinu og fer fram á að mönnun og þjónusta lögreglunnar í Stykkishólmi verði ekki skert þannig að lögreglan geti sinnt sinni mikilvægu grunnþjónustu.
Ályktun bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð tók, á 632. fundi sínum, undir áhyggjur velferðar- og jafnréttismálanefndar og lagði áherslu á að lögreglunni ber að sinna grunnþjónustu samkvæmt 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sem hún getur ekki sinnt sé lögreglumönnum fækkað á svæðinu eða mönnun sé ekki fullnægjandi. Þar ber hæst neyðarútkallsþjónustu og afbrotavarnir. Bæjarráð minnti á fyrirliggjandi markmið lögreglunnar um viðbragðstíma og að tryggja þurfi nærveru lögreglunnar á þeim tíma og stað þar sem þörf er hverju sinni, sér í lagi um helgar. Þá minnti bæjarráð á frumkvæðislöggæslu lögreglunnar í ljósi aukningar ferðamanna að nýju.
Bæjarráð hefur skilning á því ef ekki fást lögreglumenn tímabundið til starfa á meðan að verið sé að auglýsa eftir starfskröftum, en mótmælti harðlega ef til stendur hjá lögreglunni að skerða grunnþjónustu á svæðinu og fer fram á að mönnun og þjónusta lögreglunnar í Stykkishólmi verði ekki skert þannig að lögreglan geti sinnt sinni mikilvægu grunnþjónustu.
Ályktun bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og staðfestir ályktunina.