Betri vinnutími leikskólans
Málsnúmer 2211048
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022
Lagðar fram tillögur Leikskólans í Stykkishólmi að betri vinnutíma.
Bæjarráð samþykkir tillögu er varðar lokun í dymbilviku. Bæjarráð samþykkir jafnframt að unnin verði skýrsla um styrkingu leikskólastarfs í sveitarfélaginnu strax á nýju ári til eflingar á starfsemi skólans með bættum starfsskilyrðum, stöðuleika og aðbúnaði starfsfólks að markmiði og þegar skýrslan liggur fyrir verða viðbótartillögur um betri vinnutíma teknar teknar til afgreiðslu samhliða öðrum tillögum.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022
Lagðar fram tillögur Leikskólans í Stykkishólmi að betri vinnutíma.
Bæjarráð samþykkti, á 6. fundi sínum, tillögu er varðar lokun í dymbilviku. Bæjarráð samþykkti jafnframt að unnin verði skýrsla um styrkingu leikskólastarfs í sveitarfélaginnu strax á nýju ári til eflingar á starfsemi skólans með bættum starfsskilyrðum, stöðuleika og aðbúnaði starfsfólks að markmiði og þegar skýrslan liggi fyrir verði viðbótartillögur um betri vinnutíma teknar teknar til afgreiðslu samhliða öðrum tillögum.
Bæjarráð samþykkti, á 6. fundi sínum, tillögu er varðar lokun í dymbilviku. Bæjarráð samþykkti jafnframt að unnin verði skýrsla um styrkingu leikskólastarfs í sveitarfélaginnu strax á nýju ári til eflingar á starfsemi skólans með bættum starfsskilyrðum, stöðuleika og aðbúnaði starfsfólks að markmiði og þegar skýrslan liggi fyrir verði viðbótartillögur um betri vinnutíma teknar teknar til afgreiðslu samhliða öðrum tillögum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Skóla- og fræðslunefnd - 4. fundur - 17.01.2023
Lögð fram samantekt á athugasemdum foreldra vegna lokunar leikskólans í dymbilviku 2023. Einnig er lagt fram fylgiskjal frá foreldri sem lýsir fyrirkomulagi leikskóla í Uppsölum í Svíþjóð þar sem vísað er sérstaklega til bls. 4.
Að svo komnu máli treystir Skóla- og fræðslunefnd sér ekki til þess að styðja tillögur stjórnenda, enda er samfélagið ekki komið á þann stað að svo stöddu. Þessi tillaga myndi bitna of mikið á einstæðum foreldrum og fólki sem ekki hefur stuðningsnet í sveitarfélaginu. Það þarf engu að síður að finna leið til styttingar vinnuvikunnar í leikskólanum en ætti það að vera í styttingarformi en ekki í formi lokunardaga.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023
Lögð fram samantekt á athugasemdum foreldra vegna lokunar leikskólans í dymbilviku 2023. Einnig er lagt fram fylgiskjal frá foreldri sem lýsir fyrirkomulagi leikskóla í Uppsölum í Svíþjóð þar sem vísað er sérstaklega til bls. 4. Þar að auki eru viðbrögð leikskólastjórnenda við athugasemdum lögð fram.
Málið var tekið til umfjöllunar á 4. fundi skóla- og fræðslunefndar og er bókun nefndarinnar jafnframt lögð fram.
Málið var tekið til umfjöllunar á 4. fundi skóla- og fræðslunefndar og er bókun nefndarinnar jafnframt lögð fram.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi gögnum til vinnu við styrkingu leikskólastigsins.
Að öðru leyti eru fyrirliggjandi gögn lögð fram til kynningar.
Að öðru leyti eru fyrirliggjandi gögn lögð fram til kynningar.