Gamli Stykkishólmsvegurinn - Opnun vegarins
Málsnúmer 1906008
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022
Gamli Stykkishólmsvegurinn er merktur inn á þéttbýlisuppdrátt í aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 þar sem að lagt er til að gerður verði göngu- reiðstígur sem fylgi honum að mestu leyti, en vegurinn lá í gegnum Byrgisborg, Mattablett og Selskóga (sjá nánar á aðalskipulagi Stykkihólmsbæjar). Vegurinn er að öllum líkindum eldri en 100 ára og fellur því undir þjóðminjalög eins og kemur fram í greinargerð með aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, hefur unnið að því að kortleggja stíginn fyrir Stykkishólmsbæ og liggur nú fyrir niðurstaða hans fyrir. Samkvæmt samningi við Hesteigandafélag Stykkishólms hefur félagið afnot af öllu landi bæjarins ofan Búðanesvegar, þ.m.t. Byrgisborg, en þurfi bærinn á landinu að halda skal því skilað án bóta og skal félagið taka upp girðingar og fjarlægja önnur mannvirki sem félaginu tilheyra. Liggur fyrir að Hesteigandafélag Stykkishólms hefur, á kostnað félagsins, opnað Gamla Stykkishólmsveginn í gegnum Byrgisborg og sett upp girðingu meðfram vegstæðinu. Það snýr að sveitarfélaginu að ganga frá opnum í gegnum Mattablett og Selskóga ef opna eigi veginn í samræmi við aðalskipulag. Opnun á Gamla Stykkishólmsveginum með þessum hætti, í samræmi við aðalskipulag Stykkishólmsbæjar, mun auka á fjölbreytileika til útivistar í sveitarfélaginu og bæta öryggi gangandi vegfarenda sem gætu eftir opnun vegarins gengið á göngustíg, fjarri bílaumferð, frá kirkjugarði og alla leið upp í Vogsbotn.
Í bókun 601. fundar bæjarráðs, dags. 6. júní 2019, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að vinna málið áfram, þ.e. opna á Gamla Stykkishólmsveginn, í samráði við hagaðila á svæðinu á þeim grunni að opnun á Gamla Stykkishólmsvegi muni koma til með að auka á fjölbreytileika til útivistar í Stykkishólmi og bæta öryggi gangandi vegfarenda. Á 377. fundi bæjarstjórnar, dags. 20. júní 2019, var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt.
Umhverfis- og náttúrverndarnefnd lagði á 1. fundi sínum þunga áherslu á að vinna við opnum á Gamla Stykkishólmsveginum verði fullunnin á næsta ári, í samræmi við fyrri afgreiðslur sveitarfélagsins, og að hafist verði handa við að hanna og vinna tillögu að annarri tengingu frá Arnarborg meðfram Vogsbotni að Stykkishólmsvegi sem nýtist til fjölbreyttrar útivistar.
Í bókun 601. fundar bæjarráðs, dags. 6. júní 2019, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að vinna málið áfram, þ.e. opna á Gamla Stykkishólmsveginn, í samráði við hagaðila á svæðinu á þeim grunni að opnun á Gamla Stykkishólmsvegi muni koma til með að auka á fjölbreytileika til útivistar í Stykkishólmi og bæta öryggi gangandi vegfarenda. Á 377. fundi bæjarstjórnar, dags. 20. júní 2019, var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt.
Umhverfis- og náttúrverndarnefnd lagði á 1. fundi sínum þunga áherslu á að vinna við opnum á Gamla Stykkishólmsveginum verði fullunnin á næsta ári, í samræmi við fyrri afgreiðslur sveitarfélagsins, og að hafist verði handa við að hanna og vinna tillögu að annarri tengingu frá Arnarborg meðfram Vogsbotni að Stykkishólmsvegi sem nýtist til fjölbreyttrar útivistar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og náttúrunefndar og leggur til við bæjarstjórna að staðfesta hana.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022
Lögð fram umfjöllun og fyrri afgreiðslur vegna Stykkishólmsvegar. Umhverfis- og náttúrverndarnefnd lagði á 1. fundi sínum þunga áherslu á að vinna við opnum á Gamla Stykkishólmsveginum verði fullunnin á næsta ári, í samræmi við fyrri afgreiðslur sveitarfélagsins, og að hafist verði handa við að hanna og vinna tillögu að annarri tengingu frá Arnarborg meðfram Vogsbotni að Stykkishólmsvegi sem nýtist til fjölbreyttrar útivistar.
Bæjarráð staðfesti, á 6. fundi sínum, afgreiðslu umhverfis- og náttúrunefndar og lagði til við bæjarstjórna að staðfesta hana.
Bæjarráð staðfesti, á 6. fundi sínum, afgreiðslu umhverfis- og náttúrunefndar og lagði til við bæjarstjórna að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR