Fara í efni

Stefnumarkmiðum og afstaða sveitarfélagsins varðandi Hamraenda 4 og Hamraenda 6-8 í kjölfar úrskurðar ÚUA nr. 992022

Málsnúmer 2211037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna nýgengins úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, nr. 99/2022, þar sem felld var úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins um að samþykkja byggingaráform fyrir atvinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu við Skipavík. Niðurstaða nefndarinnar var að útgefið byggingarleyfi á hafnarsvæði Skipavíkur hafi ekki verið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins á grundvelli orðalags og markmiða í kafla 3.3.8 í aðalskipulagi sem fjallar um öll hafnar- og athafnasvæði, þ.e. hafnarsvæðið við Skipavík og Hamraenda. Nefndin taldi að vegna orðalags í aðalskipulagi væri nauðsynlegt að deiliskipuleggja svæðið áður en byggingarleyfisumsókn væri samþykkt. Hefur úrskurðurinn samkvæmt framangreindu mögulegt fordæmisgildi varðandi stöðu lóðarhafa að Hamraendum, þar sem aðalskipulagið fjallar með sama hætti um athafnasvæðið við Hamraenda og hafnarsvæðið við Skipavík. Af hvorugu svæðanna er til deiliskipulag og byggingarleyfisumsókn lóðarhafa að Hamraendum voru/verða grenndarkynntar með sama hætti og í því máli sem úrskurðurinn fjallar um.

Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu óskar bæjarstjóri eftir staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar á þeim stefnumarkmiðum og afstöðu sem fram koma í minnisblaðinu með það að leiðarljósi að reyna að tryggja framgang mála að Hamraendum þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir að visa málinu til næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Ívar Pálsson lögfræðingur kom inn á fundinn í gegnum Teams.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna nýgengins úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, nr. 99/2022, þar sem felld var úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins um að samþykkja byggingaráform fyrir atvinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu við Skipavík. Niðurstaða nefndarinnar var að útgefið byggingarleyfi á hafnarsvæði Skipavíkur hafi ekki verið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins á grundvelli orðalags og markmiða í kafla 3.3.8 í aðalskipulagi sem fjallar um öll hafnar- og athafnasvæði, þ.e. hafnarsvæðið við Skipavík og Hamraenda. Nefndin taldi að vegna orðalags í aðalskipulagi væri nauðsynlegt að deiliskipuleggja svæðið áður en byggingarleyfisumsókn væri samþykkt. Hefur úrskurðurinn samkvæmt framangreindu mögulegt fordæmisgildi varðandi stöðu lóðarhafa að Hamraendum, þar sem aðalskipulagið fjallar með sama hætti um athafnasvæðið við Hamraenda og hafnarsvæðið við Skipavík. Af hvorugu svæðanna er til deiliskipulag og byggingarleyfisumsókn lóðarhafa að Hamraendum voru/verða grenndarkynntar með sama hætti og í því máli sem úrskurðurinn fjallar um.

Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu óskar bæjarstjóri eftir staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar á þeim stefnumarkmiðum og afstöðu sem fram koma í minnisblaðinu með það að leiðarljósi að reyna að tryggja framgang mála að Hamraendum þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Ívar Pálsson, lögmaður, kemur til fundar við bæjarráð vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir, með vísan til minnisblaðs bæjarstjóra, þá málsmeðferð sem þar er gert ráð fyrir vegna lóða að Hamraendum 4 og Hamraendum 6-8. Felur það m.a. í sér að haldið verður áfram með áform lóðarhafa og að tilkynnt verður nærliggjandi lóðarhöfum um leið og byggingarleyfi verður gefið út með leiðbeiningum um kæruleiðir.





Ívar vék af fundi.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna nýgengins úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, nr. 99/2022, þar sem felld var úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins um að samþykkja byggingaráform fyrir atvinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu við Skipavík. Niðurstaða nefndarinnar var að útgefið byggingarleyfi á hafnarsvæði Skipavíkur hafi ekki verið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins á grundvelli orðalags og markmiða í kafla 3.3.8 í aðalskipulagi sem fjallar um öll hafnar- og athafnasvæði, þ.e. hafnarsvæðið við Skipavík og Hamraenda. Nefndin taldi að vegna orðalags í aðalskipulagi væri nauðsynlegt að deiliskipuleggja svæðið áður en byggingarleyfisumsókn væri samþykkt. Hefur úrskurðurinn samkvæmt framangreindu mögulegt fordæmisgildi varðandi stöðu lóðarhafa að Hamraendum, þar sem aðalskipulagið fjallar með sama hætti um athafnasvæðið við Hamraenda og hafnarsvæðið við Skipavík. Af hvorugu svæðanna er til deiliskipulag og byggingarleyfisumsókn lóðarhafa að Hamraendum voru/verða grenndarkynntar með sama hætti og í því máli sem úrskurðurinn fjallar um.

Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu óskar bæjarstjóri eftir staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar á þeim stefnumarkmiðum og afstöðu sem fram koma í minnisblaðinu með það að leiðarljósi að reyna að tryggja framgang mála að Hamraendum þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Ívar Pálsson, lögmaður, kom til fundar við bæjarráð vegna málsins á 6. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkti, með vísan til minnisblaðs bæjarstjóra, þá málsmeðferð sem þar er gert ráð fyrir vegna lóða að Hamraendum 4 og Hamraendum 6-8. Felur það m.a. í sér að haldið verður áfram með áform lóðarhafa og að tilkynnt verður nærliggjandi lóðarhöfum um leið og byggingarleyfi verður gefið út með leiðbeiningum um kæruleiðir.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarsjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,JBSJ,HG og RMR


Bókun Í-lista:
Undirrituð telja að óþarft hafi verið að vinna minnisblaðið með aðkeyptri vinnu lögmanns og fjármunum sveitarfélagsins ekki vel varið í slíka vinnu þegar þessar upplýsingar hefði verið hægt að fá með einu símtali við lögmann Skipulagsstofnunar. Undirrituð geta ekki fallist á texta sem fram kemur í minnisblaðinu og texta sem fylgir afgreiðslu þessa máls eins og "Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu". Undirrituð samþykkja afgreiðslu málsins að öðru leyti, þ.e. að nærliggjandi lóðarhöfum verði tilkynnt um leið og byggingarleyfi verður gefið út með leiðbeiningum um kærufrest og kæruleiðir.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Ragnarsson
Getum við bætt efni síðunnar?