Fara í efni

Ungmennaráð

5. fundur 06. mars 2024 kl. 20:00 - 21:40 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir formaður
  • Bjarni Þormar Pálsson aðalmaður
  • Hera Guðrún Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Petrea Mjöll Elvarsdóttir aðalmaður
  • Oddfreyr Atlason aðalmaður
  • Ágústa Arnþórsdóttir aðalmaður
  • Hjalti Jóhann Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiðrún Edda Pálsdóttir formaður
Dagskrá

1.Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsnúmer 2401010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn sveitarfélagsins vegna áforma um frumvarp til laga um æskulýðs- og frístundastarf.
Lagt fram til kynningar.

2.Íþróttastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnugögn tengd íþróttastefnu sveitarfélagsins. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir gögn varðandi vinnu við íþróttastefnu sveitarfélagsins. Meðal annars var komið með dæmi frá öðrum sveitarfélögum eins og t.d. Mosfellsbæ, Garðabæ og Akureyri og hvernig stefnur þar er unnið með. Stefnan þarf m.a. að vinnast með Snæfell og öðrum félagasamtökum í sveitarfélaginu. Íþrótta- og tómstundafulltrúi heldur ungmennaráði upplýstu um gang vinnunnar við stefnuna.

3.Bæjarstjórn unga fólksins

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Umræður um bæjarstjórn unga fólksins. Ungmennaráð ákvað á 4. fundi sínum að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn miðvikudaginn 8. maí næstkomandi.
Farið var yfir könnun sem var lögð fram fyrir bæjarbúa um hvaða málefni sé hægt að ræða á bæjarstjórnarfundi unga fólksins. Rætt var hvort ætti að taka fyrir húsnæðismál tómstunda, sorpmál og lýsingu ljósastaura í sveitarfélaginu. Einnig var farið yfir bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem fram hafa farið í Vestmannaeyjum og á Akureyri, til að fá tillögur hvernig ungmennaráðið ætti að setja upp fundinn. Ákveðið var að hafa könnunina í gangi lengur í von um að fá fleiri svör og tillögur að málefnum. Næsti fundur verður haldinn 3. apríl kl. 20:00 þar sem ráðið ætlar að semja flutningstillögur fyrir bæjarstjórnarfundinn.
Formaður ráðsins ætlar að leggja tillögurnar undir bæjarstjóra fyrir bæjarstjóra fundinn.

Næsti fundur verður haldinn 3. apríl k.l 20:00 þar sem ráðið ætlar að að semja flutningstillögur fyrir bæjarstjórnarfundinn. Formaður ráðsins ætlar að leggja tillögur undir bæjarstjóra fyrir bæjarstjórnarfundinn.

Fundi slitið - kl. 21:40.

Getum við bætt efni síðunnar?