Fara í efni

Ungmennaráð

7. fundur 16. janúar 2025 kl. 18:00 - 19:02 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir aðalmaður
  • Um-Ayush Khash-Erdene varamaður
  • Katrín Mjöll Magnúsdóttir aðalmaður
  • Bæring Nói Dagsson aðalmaður
  • Bryn Thorlacius aðalmaður
  • Stefán Kjartansson varamaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bryn Thorlacius ritari
Dagskrá

1.Ályktun um áfengissölu á íþróttaviðburðum

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs-og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
Ungmennaráðið er sammála um að áfengissala eigi ekki að fara fram á íþróttaleikjum.

Ungmennaráðið tekur undir ályktun FÍÆT gegn áfengissölu á Íþróttaviðburðum og að íþróttahúsin eru griðastaður fyrir börn þar sem þau m.a. fylgjast með fyrirmyndum sínum bæði inn á vellinum sem og í stúkunni.

Á þeim viðburðum sem áfengi er leyft í húsinu verður að banna aðgang ungmenna.

2.Íþróttastefna Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 24. fundi sínum skipun starfshóps um mótun stefnu í íþróttamálum í Stykkishólmi með áherslu á mögulega uppbyggingu íþróttatengdra mannvirkja í framtíðinni og forgangsröðun þeirra.



Lagt er fram erindisbréf starfshópsins. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi greinir frá starfshópi sem hefur verið skipaður og kynnir þau verkefni sem fyrir honum liggja.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir vinnu starfshóps og stöðu mála.

Ráðið ræddi hvort þörf væri á aðstöðu fyrir fullan fótbolta/íþróttavöll þar sem völlurinn hefur ekki verið nýttur undanfarin ár nema til æfinga og góð aðstaða sé í Ólafsvík. Ef plássið nýttist undir annað eins og fjölnota hús sem hentaði betur t.d. fyrir frálsar.
Ungmennaráð lýsti yfir ánægju sinni með þessa vinnu og mikilvægi þess að ungmenni verði höfð með í ráðum.

3.Viðburðir og menningardagskrá

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Formaður sótti á dögunum fund Félags atvinnulífs í Stykkishólmi um viðburðarhald á komandi ári. Formaður gerir grein fyrir fyrirhuguðum viðburðum.
Formaður, Heiðrún Edda, kynnti niðurstöður fundar FAS er varðaði viðburði og eftirfarandi kom fram í hennar kynningu.

Hræðileg Helgi í Hólminum - Þá mun félagsmiðstöðin Xið setja upp og sjá um draugahús í samstarfi við Norska Húsið. Heiðrún og Halldóra munu sjá um morðingjaleik í Höfðabörg en óska eftir aðstoð ungmennaráðs með viðburðinn.

Danskir dagar verða á tveggja ára fresti, næsta hátíð verður haldin á næsta ári.

4.Fyrirhugaðar framkvæmdir og staða verkefna

Málsnúmer 2404025Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu vekrefnum og framkvæmdum á döfinni hjá sveitarfélaginu.
Frestað til næsta fundar.

5.Bæjarstjórn unga fólksins

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Umræður og undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins. Bæjarstjórn staðfesti, á 31. fundi sínum, þáttöku sína á fyrirhugaðum bæjarstjórnarfundi unga fólksins 7. maí 2025.
Stefnan er tekin á að 7. maí verði bæjarstjórnafundur ungafólksins haldinn.
Beðið er eftir skýrslu SSV með niðurstöðum af ungmennaþingi vesturlands sem haldið var í Ölver í haust. Hugmyndin að nýta frá niðurstöðum þingsins fyrir bæjarstjórnafundinn.

Fundi slitið - kl. 19:02.

Getum við bætt efni síðunnar?