Ungmennaráð
Dagskrá
1.Ungmennaráð - Erindisbréf
Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir erindisbréfi ungmennaráðs.
Engar athugasemdir voru gerðar og erindisbréfið samþykkt.
2.Kosning varaformanns og ritara
Málsnúmer 2211039Vakta málsnúmer
Samkvæmt erindisbréfi skal ungmennaráð kjósa sér ritara og varaformann á fyrsta fundi auk þess að leggja til formannsefni ráðsins við bæjarstjórn.
Kosning formanns og ritara:
Formaður Heiðrún Edda Pálsdóttir
Varaformaður Oddfreyr Atlason
Ritari Petrea Mjöll Elvarsdóttir
Formaður Heiðrún Edda Pálsdóttir
Varaformaður Oddfreyr Atlason
Ritari Petrea Mjöll Elvarsdóttir
3.Tilnefning áheyrnafulltrúa í nefndir og ráð sveitarfélagsins
Málsnúmer 2011004Vakta málsnúmer
Ungmennaráð tilnefnir áheyrnarfulltrúa í eftirfarandi nefndir:
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Safna- og menningamálanefnd
Skipulagsnefnd
Skóla- og fræðslunefnd
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Velferðar- og jafnréttisnefnd
Æskulýðs- og íþróttanefnd
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Safna- og menningamálanefnd
Skipulagsnefnd
Skóla- og fræðslunefnd
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Velferðar- og jafnréttisnefnd
Æskulýðs- og íþróttanefnd
Tilnefning áheyrnafulltrúa í nefndir og ráð sveitarfélagsins:
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - Bjarni Þormar
Safna- og menningamálanefnd - Ágústa
Skipulagsnefnd - Oddfreyr
Skóla- og fræðslunefnd - Hjalti Jóhann
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - Hera Guðrún
Velferðar- og jafnréttisnefnd - Petrea Mjöll
Æskulýðs- og íþróttanefnd - Heiðrún Edda
Ráðið leggur áherslu á að formaður og fastir áheyrnafulltrúar fái sent fundarboð á fundi hjá nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - Bjarni Þormar
Safna- og menningamálanefnd - Ágústa
Skipulagsnefnd - Oddfreyr
Skóla- og fræðslunefnd - Hjalti Jóhann
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - Hera Guðrún
Velferðar- og jafnréttisnefnd - Petrea Mjöll
Æskulýðs- og íþróttanefnd - Heiðrún Edda
Ráðið leggur áherslu á að formaður og fastir áheyrnafulltrúar fái sent fundarboð á fundi hjá nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
4.Fundaráætlun ungmennaráðs
Málsnúmer 2011003Vakta málsnúmer
Samkvæmt erindisbréfi skal ráðið samþykkja fastákveðin fundartíma.
Ráðið kom sér saman um fastan fundartíma á miðvikudögum kl.20:00. Næsti fundur verður 17. janúar kl.20:00.
5.Gjaldskrár 2024
Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir hækkun á gjaldskrá sveitarfélagsins.
Ráðið ræddi mikið um gjald sundlaugarinnar og sérstaklega gjald fyrir börn. Ráðið gerir athugasemd við að börn frá 7 til 10 ára aldri greiði í sund. Ráðið var sammála um að skoða mætti að gjaldfrjálst verði í sund fyrir 12 ára börn og yngri.
Ráðið gerir ekki að öðru leyti athugasemd.
Ráðið ræddi mikið um gjald sundlaugarinnar og sérstaklega gjald fyrir börn. Ráðið gerir athugasemd við að börn frá 7 til 10 ára aldri greiði í sund. Ráðið var sammála um að skoða mætti að gjaldfrjálst verði í sund fyrir 12 ára börn og yngri.
Ráðið gerir ekki að öðru leyti athugasemd.
6.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027
Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsætlun sveitarfélagsins. Umræða skapaðist um fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins. Töluverður tími vinnuskólans fer orðið í slátt í heimagörðum. Ráðið ræddi þann möguleika að fram færi þjónustumat á þeim sem panta garðslátt.
7.Áætlunargerð ungmennaráðs 2023-2023
Málsnúmer 2311009Vakta málsnúmer
Áætlunargerð ungmennaráðs tekin til umræðu.
Ráðið kom sér saman um verkefni sem þau ætla að einbeita sér að í vetur. Á næsta fundi ætlar áheyrnafulltrúi hverrar fastanefndar að kynna sín nefnd. Ráðið vill boða formann FAS á næsta fund til að fara yfir viðburði næsta árs. Einnig ætlar ráðið að ræða betur bæjarstjórnarfund unga fólksins.
8.Bæjarstjórn unga fólksins
Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri veltir því upp við ungmennaráð hvort vilji og áhugi sé til þess að halda bæjarstjórnarfundi unga fólksins.
Bæjarstjóri kynnir hugmyndina fyrir ráðinu.
Ráðið tók vel í hugmyndina og vill fá að móta hugmyndina.
Ráðið tók vel í hugmyndina og vill fá að móta hugmyndina.
Fundi slitið - kl. 21:45.