Fara í efni

Bæjarstjórn

27. fundur 29. ágúst 2024 kl. 17:00 - 17:44 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
  • Kristján Hildibrandsson (KH) varamaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Forseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins
með afbrigðum:

- [númer málsins] - Forkaupsréttur sveitarfélagsins

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. [númer] á dagskrá fundarins.

1.Skipulagsnefnd - 23

Málsnúmer 2407001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 23. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Safna- og menningarmálanefnd - 4

Málsnúmer 2406002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargeðr 4. fundar safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarráð - 24

Málsnúmer 2408001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 24. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

4.Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn

Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer

Lögð er fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms. Á 24. fundi bæjarráðs var ákveðið að vísa skýrslunni til kynningar og umræðu í bæjarstjórn í samræmi við hvatningu safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: HH og KH

5.Hafnargata 13 - Forkaupsréttur sveitarfélagsins

Málsnúmer 2408049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til forkaupsréttar á Hafnargötu 13, fnr. 211-5864, sbr. kvöð með þinglýsingarnúmeri 414-A-000100/2011, samkvæmt fyrirliggjandi kauptilboði.
Bæjarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

6.Umsókn um framkvæmdaheimild fyrir borun á hitastuðulsholum í landi Vigraholts

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um framkvæmdarheimild frá Vigraholti ehf. fyrir borun á hitastigsholum í landi Vigraholts. Framkvæmdin felst í að bora tvær til þrjár grunnar, 60-80 metra djúpar tilraunarholur/hitastuðulsholur í landi Vigraholts. Með umsókninni fylgdi loftmynd þar sem staðsetning tilraunaborholanna er sýnd og stutt grein gerð fyrir framkvæmdinni.



Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að samþykkja, í samræmi við fyrirliggjandi gögn, að umrædd framkvæmd sé ekki háð framkvæmdaleyfi, sbr. 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með þeim tilmælum að öllu raski sé haldið í lágmarki og öll ummerki eftir framkvæmdina verði afmáð ásamt því að áréttað sé að ef til frekari vinnslu við borholur kemur getur sú framkvæmd verið háðar framkvæmdaleyfi og verði breyting á framkvæmd skal afla samþykkis við breytingunni.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

7.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð eru fram uppfærð drög að vinnslutillögum deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraenda ásamt vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002- 2022 sem tekur til beggja svæðanna, ásamt minnisblaði skipulags- og umhverfisfulltrúa og tillögu að afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn hefur yfirfarið drög að vinnslutillögum deiliskipulagsáætlana fyrir athafnasvæði við Kallhamar og Hamraenda ásamt vinnslutillögu vegna breytingar á aðalskipulagi sem tekur til athafnasvæðanna sem var samþykkt af hálfu bæjarstjórnar til kynningar 26. fundi bæjarstjórnar 27. júní sl. Bæjastjórn felur skipulagsfulltrúa að gera minniháttar uppfærslur á uppdráttum og greinargerðum, ef þurfa þykir, og leggja fyrir skipulagsnefnd til samþykktar fyrir kynningu á vinnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt veitir bæjarstjórn skipulagsnefnd fullnaðarumboð til þess að kynna vinnslutillögurnar án frekari aðkomu bæjarráðs og bæjarstjórnar, þ.m.t. senda vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar til yfirferðar Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist engar efnislegar athugasemdir við vinnslutillögurnar, felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að auglýsa þær í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist efnislegar athugasemdir sem taka þarf afstöðu til, skal leggja þær fram til afgreiðslu í skipulagsnefnd, bæjarráði og bæjarstjórn.

8.Viðauki 2 við Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2408025Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarráð samþykkti, á 24. fundi sínum, viðauka 2 við Fjárhagsáætlun 2024-2027 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir Viðauka 2 við Fjárhagsáætlun 2024-2027. Samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista. Fulltrúar Í-lista sátu hjá.

Til máls tóku:HH,JBSJ og HG

Viðauki: Bókun
Undirritaðir eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðaukinn byggir á.
Undirritaðir sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Kristján Hildibrandsson
Steindór Hjaltalín Þorsteinsson

9.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2408026Vakta málsnúmer

Lagt til, í samræmi við viðauka 2 við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, að sveitarfélagið óski eftir 150 mkr. lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Bæjarráð samþykkti, á 24. fundi sínum, að sækja um 150 milljón kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Lánssamningur nr. 2409_43.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 90.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna gatnaframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Lánssamningur nr. 2409_44.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborgana eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum sem fellurr ekki unddir reglugerð ESB nr. 2139/2021. Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bæjarstjórn samþykkir framangreind afgreiðslu vegna fyrirhugaðrar lántöku með fjórum atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Ragnars Inga Sigurðssonar og Þórhildar Eyþórsdóttur, fulltrúa H-listans, en Haukur Garðarsson, Kristján Hildibrandsson og Steindór H. Þorsteinsson fulltrúar Í-listans, sitja hjá.

Til máls tóku: HH og HG

Bókun Í-lista

Lántaka ársins samkvæmt áætlun var 130 milljónir var hún tekin að fullu í febrúar, þar af 50 milljónir vegna framkvæmda við fráveitu og 80 milljónir vegna gatnagerðar. Fyrir liggur ný lántaka upp á 150 milljónir þar af 60 milljónir til að greiða af lánum og 90 milljónir vegna gatnagerðar. Íbúalistinn hefur varað við meiri lántökum enda er besta fjárfesting sveitarfélagsins í núverandi efnahagsástandi að greiða niður skuldir. Einng töldum við að framkvæmdir í Víkurhverfi væru ekki tímabærar þar sem lántaka fyrir húsnæði hefur verið mjög dýr undanfarið en nú hafa framkæmdir að auki að fara fram úr áætlunum sem og rekstur virðist skila minna inn í efnahag sveitarfélagsins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Undirritaðir sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Kristján Hildibrandsson
Steindór Hjaltalín Þorsteinsson

10.Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs tekin fyrir.
Bæjarstjórn samþykkir fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs með áorðnum breytingum.


Til máls tóku: HH og JBSJ

11.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 17:44.

Getum við bætt efni síðunnar?