Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

191. fundur 08. mars 2022 kl. 17:00 - 18:30 í Leikskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Björn Sverrisson (BS) formaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Agnes Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Einar Jónsson (JEJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Lára Björg Björgvinsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Greta María Árnadóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans
Fundargerð ritaði: Jón Einar Jónsson ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrslan lögð fram

2.Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2101020Vakta málsnúmer

Páll Vignir Þorbergsson kemur til fundar við nefndina og greinir frá framkvæmdunum við leikskólann og sýnir nefndarmönnum viðbygginguna.
Nefndin skoðaði nýju bygginguna, sem er lokaáfangi skv. upprunalegri teikningu af leikskólanum, og var fólk ánægt með nýja Bakka.

3.Skólastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður starfshóps um skólastefnu Stykkishólmsbæjar, kemur til fundar við skóla- og fræðslunefnd og gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi og sem framundan er vegna skólastefnunnar.
Vinnan er nýhafin en fer vel af stað. Áætlað er að fyrstu drög liggi fyrir í apríl.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?