Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
2.Ytra mat Leikskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2111010Vakta málsnúmer
Leikskólinn í Stykkishólmi sótti um, undir lok síðasta árs, þáttöku á ytra mati hjá Menntamálastofnun. Lagt er fram svar Menntamálastofnunar þar sem leikskólanum er þakkaður sýndur áhugi en ekki reyndist unnt að verða við umsókninni að þessu sinni.
Nefndin lýsir ánægju með umsóknina og hvetur til þess að reynt verði aftur á næsta ári.
3.Starfsemi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer
Á 187. fundi skóla- og fræðslunefndar gerði Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, grein fyrir þeirri sérfræðiþjónustu, t.a.m. talmeina- og sálfræðiþjónustu, sem FSSF býður Leikskólanum í Stykkishólmi og Grunnskólanum í Stykkishólmi og það verklag sem snýr að úthlutun tíma þjónustunnar. Þá voru lögð fram fram tölvupóstsamskipti milli stjórnenda leikskólans og forstöðumanns FSSF um málið. Á fundi skóla- og fræðslunefndar svaraði Sveinn Þór Elínbergsson spurningum um skiptingu heimsókna talmeinafræðings og sálfræðings milli sveitarfélaga, en í bókun fundarins kom fram að miðað við nemendafjölda eru heimsóknir þeirra í Stykkishólm tiltölulega fáar.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar lagði, á 634. fundi sínum, þunga áherslu á að Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga veiti jafna þjónustu með tilliti til nemendafjölda hverju sinni milli skólastofnanna sveitarfélaganna og fagnaði því að Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga hafi brugðist við fyrirliggjandi ábendingum stjórnenda Leikskólans í Stykkishólmi með því að fjölga heimsóknardögum í Leikskólann í Stykkishólmi.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar lagði, á 634. fundi sínum, þunga áherslu á að Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga veiti jafna þjónustu með tilliti til nemendafjölda hverju sinni milli skólastofnanna sveitarfélaganna og fagnaði því að Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga hafi brugðist við fyrirliggjandi ábendingum stjórnenda Leikskólans í Stykkishólmi með því að fjölga heimsóknardögum í Leikskólann í Stykkishólmi.
Nefndin er ánægð með að tekið hefur verið skref í rétta átt og að miðað sé við nemendafjölda en ekki fjölda skólaeininga innan hvers sveitarfélags.
4.Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2101020Vakta málsnúmer
Lagt fram skjal frá Byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar sem skýrir frá stöðu mála og framvindu við stækkun Leikskólans í Stykkishólmi.
Nefndin er ánægð með gang mála og sýnir töfum skilning í ljósi Covid ástandsins.
5.Skólastefna Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer
Óskað er eftir tilnefningu á einum fulltrúa Skóla- og fræðslunefndar í starfshóp vegna vinnu við endurskoðun á Skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ.
Agnes Helga er tilnefnd sem fulltrúi skólanefndar í starfshóp um endurskoðun skólastefnu Stykkishólmsbæjar.
Fundi slitið - kl. 17:53.
Málinu er vel tekið og nefndarmenn áhugasamir. Ákveðið að safna frekari upplýsingum um hvernig þessum málum er háttað í öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi, en þekkt er að heilsdags og/eða frístundastarf í Reykjavík og Árborg er er ekki lokað alla daga í jóla- eða páskafríum, eða á skertum dögum og starfsdögum. Jafnframt vill nefndin vekja athygli íþrótta- og tómstundanefndar á málinu sökum þess að málið varðar frístundastarf eftir skóla.
Dagafjöldinn sem um ræðir vekur auðvitað athygli enda er leikskólinn búinn að koma til móts við foreldra með breytingum á sumarleyfi og lengd þess.