Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

1. fundur 23. júní 2022 kl. 17:00 - 19:25 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) aðalmaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Axelsdóttir (BA) skólastjóri grunnskóla
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Elísabet Lára Björgvinsdóttir - (ELB) skólastjóri leikskóla
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir fulltrúi frá regnbogalandi
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
  • Kristjón Daðason skólastjóri tónlistarskóla
  • Ólöf Edda Steinarsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Erindisbréf skóla- og fræðslunefndar

Málsnúmer 1902031Vakta málsnúmer

Erindisbréf skóla- og fræðslunefndar lagt fram.
Agnes kynnti helstu hlutverk og verkefni nefndarinnar fyrir fundarmönnum.

2.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Rætt var sérstaklega um leikskólaráðgjafa og hlutverk hans. Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til að ráða leikskólaráðgjafa til starfa í leikskólann.

3.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lagt fram til kynningar. Einnig var skóladagatal tónlistarskólans kynnt.

5.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.
Lagt fram til kynningar.

7.Skóladagatal Grunnskólans í Stykkishólmi (starfsáætlun)

Málsnúmer 2006025Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar drög að skóladagatali Grunnskólans í Stykkishólmi 2022-2023
Nefndin samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti.

8.Skólastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri skólastefnu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Ingvar Sigurgeirsson, sem unnið hefur að stefnunni í samráði við starfshóp, gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi.
Ingvar telur upp þau verkefni í skólastefnunni sem hann telur æskilegt að lögð sé sérstök áhersla á, en þau eru: Að efla leikskólastigið með því að auka hlutfall fagmenntaðs starfsfólks í leikskólanaum. Bæta húsnæði grunnskólans, bæta viðhorf samfélagsins til skólanna, þá sérstaklega foreldra og bæta trú nemenda á eigin getur.

Í framhaldi ræddi nefndin um mismunandi starfsaðstæður í leikskóla og grunnskóla og hvernig hægt væri að efla leikskólastigið.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að skólastefnu Stykkishólmsbæjar.

Eftir erindið viku Ingvar og Lilja af fundi.
Eftir lok fundar fór skólastjóri með fundarmenn í skoðunarferð um neðstu hæð skólans þar sem fyrirhugaðar eru breytingar í sumar og útskýrði fyrir fundarmönnum hvað stendur til að gera.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?