Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir að ráða yfirlækni

17.01.2020
Fréttir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir að ráða yfirlækni til starfa á heilsugæslusviði HVE á Snæfellsnesi, þar sem eru þrjár starfsstöðvar, þ.e. í Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi.
Um er að ræða nýja stöðu yfirlæknis starfsstöðvanna þriggja og þarf viðkomandi að vera leiðandi í þróun og þverfaglegri samvinnu á svæðinu. Í auglýsingu Heilbrigðisstofnunar er tekið fram að Snæfellsnes sé góður staður til að búa á, fjölskylduvænt umhverfi og stutt í mikla náttúrufegurð.

Umsóknarfrestur er til 24.febrúar

Nánari upplýsingar um verkefni, ábyrgð og hæfnikröfur má finna hér.

Stykkishólmur

Getum við bætt efni síðunnar?