Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Öskudagurinn 2020
Fréttir

Öskudagurinn 2020

Næstkomandi miðvikudag, 26. febrúar, verður öskudagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Í Stykkishólmi stendur foreldrafélag grunnskólans fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá.
21.02.2020
Hans klaufi í Stykkishólmi
Fréttir

Hans klaufi í Stykkishólmi

Fjölskyldusöngleikurinn Hans klaufi frá leikhópnum Lottu verður sýndur í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:30. Leikhópurinn Lotta er Hólmurum vel kunnur enda komið hér áður með sýningar og hlotið góðar móttökur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast um land allt með sýningar sínar.
21.02.2020
Hönnunarkeppnin Stíll
Fréttir

Hönnunarkeppnin Stíll

Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþrótthúsinu Digranesi laugardaginn 1. febrúar. Í ár skráðu sig til leiks hópur frá Stykkishólmi þau Helga María Elvarsdóttir, Birgitta Mjöll Magnúsdóttir, Sara Jónsdóttir, Jóhanna María Ægisdóttir, Metúsalem Páll Sigurbjargarson með stuðningi frá starfsmanni félagsmiðstöðvar Guðbjörgu Halldórsdóttur og grunnskólans Kristbjörgu Hermannsdóttur. Mikil vinna fór í undirbúning og var afraksturinn glæsilegur.
20.02.2020
Beinar útsendingar bæjarstjórnarfunda hefjast að loknum framkvæmdum
Fréttir

Beinar útsendingar bæjarstjórnarfunda hefjast að loknum framkvæmdum

Til stendur að hefja upptökur og beinar útsendingar frá fundum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar á næstunni. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að upptökur og útsendingar funda hefjist að loknum breytingum á Ráðhúslofti en þar stendur til að færa fundaraðstöðu bæjarstjórnar og auka skrifstofurými.
13.02.2020
Minningarskjöldur um Guðmund Kristinsson afhjúpaður
Fréttir

Minningarskjöldur um Guðmund Kristinsson afhjúpaður

Á aðra miljón króna safnaðist til minningar um Guðmund Kristinsson, um er að ræða frjáls framlög sem gefin voru slökkviliðinu til kaupa á tækjum í minningu Guðmundar. Þetta kom fram í ávarpi Álfgeirs Marinóssonar, slökkviliðsstjóra, við athöfn í slökkviliðsstöðinni í gær. Í athöfninni var afhjúpaður skjöldur til minningar um Guðmund ásamt því að tækin sem keypt voru fyrir gjafaféð voru kynnt.
12.02.2020
HVE gerir ráðstafanir vegna kórónaveirunnar
Fréttir

HVE gerir ráðstafanir vegna kórónaveirunnar

Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar á Vesturlandi fengið fræðslu um kórónaveiruna og leiðbeiningar verið settar upp fyrir almenning innan stofnanna. Sjúkrahúsið á Akranesi og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi hafa fundið úrræði varðandi skoðunaraðstöðu og fyrir einangrun ef svo bæri að.
03.02.2020
Græna ljósið í Stykkishólmi
Fréttir

Græna ljósið í Stykkishólmi

Magnús Ingi Bæringsson tók nú á dögunum við Græna ljósinu frá Orkusölunni fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Græna ljósið staðfestir og vottar að sveitarfélagið notar í rekstri sínum 100% endurnýjanlega raforku með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.
03.02.2020
Umsögn Stykkishólmsbæjar um samgönguáætlun
Fréttir

Umsögn Stykkishólmsbæjar um samgönguáætlun

Dapurt ástand Skógarstrandarvegar hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarið. Í kjölfar þess að frestur til að senda umsagnir til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna samgönguáætlunar rann út. Um er að ræða umsagnir um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 en auk þess 15 ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 ? 2034.
31.01.2020
Guðbjörg Halldórsdóttir fyrsti formaður ungmennaráðs Vesturlands
Fréttir

Guðbjörg Halldórsdóttir fyrsti formaður ungmennaráðs Vesturlands

Í gær var haldinn stofnfundur ungmennaráðs Vesturlands þar sem fulltrúar fimm ungmennaráða komu saman og stofnuðu ráðið. Á fundinum var kosinn formaður Gubjörg Halldórsdóttir frá ungmennaráði Stykkishólmsbæjar, varaformaður Guðjón Snær Magnússon hjá ungmennaráði Akraneskaupstaðar og ritari Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir hjá ungmennaráði Snæfellsbæjar.
30.01.2020
Auglýst eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul
Fréttir

Auglýst eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Í þjóðgarðinum fer starfsemin fram á utanverðu Snæfellsnesi, á gestastofu á Malarrifi, ströndinni við Stapa, og í Búðahrauni. Gert er ráð fyrir að ráða í þrjú störf sem geta varað í 6-24 vikur en flestir landvarðanna starfa yfir sumartímann. Landverðir hafa búsetu á Malarrifi.
30.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?