Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Tveir greindust í Stykkishólmi í dag - báðir í sóttkví
Fréttir

Tveir greindust í Stykkishólmi í dag - báðir í sóttkví

Af þeim 42 sem fóru í skimun í Stykkishólmi í gær reyndust tveir smitaðir, en báðir einstaklingar voru í sóttkví. Nú eru því 9 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af er einn einstaklingur sem tekur út einangrun í Reykjavík, en 23 eru skráðir í sóttkví.
24.09.2020
Fjölgun smita í Stykkishólmi
Fréttir

Fjölgun smita í Stykkishólmi

Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með sóttvarnaryfirvöldum á Vesturlandi í dag. Fram kom að COVID-19 faraldurinn hefur á síðustu dögum færst í aukana. Á Vesturlandi eru nú 11 með staðfest smit og í einangrun. Á fundinum var ákveðið að grípa til varúðarráðstafana vegna fjölgunar smita í Stykkishólmi.
22.09.2020
Smit greint í Stykkishólmi
Fréttir

Smit greint í Stykkishólmi

Nýtt smit hefur greinst í Stykkishólmi og er viðkomandi einstaklingur kominn í einangrun. Þegar smit greinist fer af stað markvisst ferli og er nú unnið að því að rekja ferðir þess smitaða, um það sér teymi á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis.
19.09.2020
Framkvæmdasjóðður ferðamannastaða opinn fyrir umsóknir
Fréttir

Framkvæmdasjóðður ferðamannastaða opinn fyrir umsóknir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað var fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október.
17.09.2020
Heilsuefling 60+ hefst á ný
Fréttir

Heilsuefling 60+ hefst á ný

Þriðjudaginn 15. september kl. 9:00 hefst heilsuefling 60+ á ný með tímum í íþróttasal. Í samráði við stjórn Aftanskins var ákveðið að ekki væri tímabært að bjóða uppá tíma í ræktinni að svo stöddu.
14.09.2020
Umhverfisverðlaun Stykkishólmsbæjar veitt í fyrsta sinn á næsta ári
Fréttir

Umhverfisverðlaun Stykkishólmsbæjar veitt í fyrsta sinn á næsta ári

Gísli Pálsson, formaður umhverfis- og náttúruverndarnefndar, lagði fram tillögu á 53. fundi nefndarinnar þess efnis að Stykkishólmsbær veiti umhverfisverðlaun annað hvert ár.
07.09.2020
Vikupóstur stjórnenda grunnskólans
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda grunnskólans

Kæru vinir Við höfum fengið ábendingar frá fólki úti í bæ að nemendur á rafhlaupahjólum keyri allt of hratt á þeim og jafnvel á götunum. Á síðasta skólaári fengum við lögregluþjónana Jón Þór Eyþórsson, Björn Ásgeir Sumarliðason og Hafþór Inga Þorgrímsson til þess að koma og ræða við nemendur í 7. - 10. bekk um vespur og rafhlaupahjól.
04.09.2020
Viðvera atvinnuráðgjafa
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa

Regluleg viðvera atvinnuráðgjafa í Stykkishólmi hefst á ný n.k. mánudag. Atvinnuráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður með skipulagða viðtalstíma í Ráðhúsinu í Stykkishólmi fyrsta mánudag hvers mánaðar í allan vetur. Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi verður með fyrsta viðtalstíma næstkomandi mánudag, 7. september, kl. 13:00 - 15:00, ásamt Helgu verður Sigursteinn Sigurðsson, verkefnastjóri menningar, einnig með ráðgjöf.
04.09.2020
Félagsleg íbúð til úthlutunnar
Fréttir

Félagsleg íbúð til úthlutunnar

Stykkishólmsbær tilkynnir hér með að laus er til úthlutunar 82 fm. félagslega íbúð að Skúlagötu 9, Stykkishólmi. Fundur velferðarnefndar sem tekur afstöðu til umsókna verður haldinn mánudaginn 7. september n.k. kl. 17.00. Á fundinum verður afstaða tekin til gildra umsókna sem þá liggja fyrir og vilji menn koma að nýjum umsóknum ?þurfa þær ?að berast á skrifstofu Stykkishólmsbæjar eigi síðar en kl. 15.00 þann dag á þar til gerðu eyðublaði.
02.09.2020
Nýjar íbúðahúsalóðir kynntar
Fréttir

Nýjar íbúðahúsalóðir kynntar

Íbúum í grend við fyrirhugaðar nýjar lóðir í Áskinn og við Borgarflöt hafa fengið kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir skipulagi lóðanna. Bréfinu er ætlað að upplýsa íbúa um fyrirhugaðar lóðir og gefa kost á að skila inn athugasemdum ef einhverjar eru en verði lóðum úthlutað mun skipulags- og bygginganefnd grenndarkynna byggingarleyfisumsóknir fyrir hagsmunaaðilum á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.08.2020
Getum við bætt efni síðunnar?