Sumarstörf fyrir námsmenn með lögheimili í Stykkishólmi ? átaksverkefni vegna COVID-19
Í undirbúningi eru umsóknir Stykkishólmsbær í aðgerðarpakka tvö frá ríkisstjórninni þar sem gert er ráð fyrir framlagi til úrræða í atvinnu fyrir námsmenn á aldrinum 18-25 ára.
Til stendur að koma til móts við þennan hóp með auknum sumarstörfum á vegum bæjarins. Vinna við að forgangsraða og móta störfin stendur nú yfir, en til að auðvelda vinnuna og skipuleggja umfang verkefna er æskilegt að fá viðbrögð sem allra fyrst frá áhugasömum námsmönnum með lögheimili í Stykkishólmi um reynslu, áhugasvið og nám sem stundað er.
Námsmenn eru því hvattir til að láta vita af sér og senda viðbrögð og fyrirspurnir á Magnús Inga Bæringsson, magnus@stykkisholmur.is.