Fara í efni

Stykkishólmsbær hvetur til umsókna í Nýsköpunarsjóð námsmanna 2020

04.05.2020
Fréttir

Stykkishólmsbær, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi og Náttúrustofa Vesturlands vekja athygli á því að frestur til að sækja um styrki í Nýsköpunarsjóð námsmanna rennur út 8. maí nk. Styrkveiting felst í því að sjóðurinn greiðir námsmanni mánaðarlega styrki á meðan samstarfsaðili útvegar viðeigandi aðstöðu. 

Námsmönnum gefst kostur á að fá aðstöðu í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar, þar sem Rannsóknasetrið og Náttúrustofan eru jafnframt til húsa, til að vinna að sínum verkefnum ef óskað er eftir því og verkefnin tengjast sveitarfélaginu eða starfsemi rannsóknastofnananna á einhvern hátt.  

Frekari upplýsingar um Nýsköpunarsjóð námsmanna er að finna hér. 

Áhugasömum nemendum er bent á að hafa samband við Jón Einar Jónsson, forstöðumann Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi (joneinar@hi.is), Róbert A. Stefánsson, forstöðumann Náttúrustofu Vesturlands (robert@nsv.is) eða Ráðhús Stykkishólmsbæjar (433-8100) ef óskað er eftir aðstoð eða samstarfi.

Getum við bætt efni síðunnar?