Fara í efni

Tilslakanir í Stykkishólmi

04.05.2020
Fréttir

Í dag tók gildi fyrsta tilslökun á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins en það felur m.a. í sér að fjöldamörk samkomubanns eru hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar.

Töluverðar breytingar urðu á starfsemi stofnanna Stykkishólmsbæjar vegna COVID-19 og er í dag fyrsta skref tekið í átt að eðlilegri starfsemi.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Amtsbókasafn

Bókasafnið mun opna fyrir almenning 4. maí. Tveggja metra reglan og hreinlæti verða áfram höfð í heiðri. Til að byrja með verður kaffivélin, dagblöðin og bangsarnir í barnadeildinni ekki aðgengileg til að tryggja hreinlæti.

Engar sektir reiknast fyrr en 14. maí, þeir sem eru í sóttkví geta setja sig í samband við starfsfólk til að framlengja lán.

Dvalarheimili aldraðra

Heimsóknarreglur verða rýmkaðar á dvalarheimilinu en mikilvægt að hafa í huga að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Takmarkaður fjöldi fær að koma inn á heimilið í einu. Vonir eru bundnar við að reglur við heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní.  Aðstandendum heimilismanna og aðstandendum íbúa í þjónustuíbúðunum verður sent bréf/tölvupóstur þar sem fyrirkomulagið verður kynnt betur.

Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin X-ið mun opna aftur mánudaginn 4. maí þar sem farið verður yfir stöðu mála og samráð verður haft um uppsetningu á dagskrá út maí.

Skólahald

Í dag er starfsdagur í Tónlistarskóla, Leikskóla og Grunnskóla Stykkishólms þar sem m.a. unnið er að skipulagi í tengslum við tilslakanir samkomubanns. Skólahald frá og með 5. maí færist nær hefðbundnu sniði en þó enn með einhverjum takmörkunum. Áfram verður unnið eftir tilmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna og sérstaklega hvatt til hreinlætis. Skólastjórnendur upplýsa nemendur og foreldra nánar um næstu skref.

Sundlaugin

Sundlaugin í Stykkishólmi verður áfram lokuð en unnið er nú að því að stækka búningsklefa og bæta aðstöðu þeirra.

Söfnin

Sumaropnun safnanna hefst 1. júní en lokað verður fram að því.

Ærslabelgur

Lofti verður hleypt í ærslabelginn í dag, 4. maí. Skv. tilmælum frá almannavörnum eru ærslabelgir eingöngu fyrir 16 ára og yngri að svo stöddu.

Getum við bætt efni síðunnar?