Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Engin ný smit í Stykkishólmi þriðja daginn í röð ? 12 sýnatökur í morgun
Fréttir

Engin ný smit í Stykkishólmi þriðja daginn í röð ? 12 sýnatökur í morgun

Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í Stykkishólmi síðasta sólahring. Staðan er því enn óbreytt frá því um helgina. Í dag fóru 12 einstaklingar sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun. Enn sem komið er enginn skráður í sýnatöku á morgun. ?
29.09.2020
Íbúakönnun landshlutanna í fullum gangi
Fréttir

Íbúakönnun landshlutanna í fullum gangi

Íbúakönnun landshlutanna er í gangi þessar vikurnar og verður hægt að svara henni út október
29.09.2020
Auglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð
Fréttir

Auglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð. Skólaráð sinnir því hlutverki að vera samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið er skipað níu einstaklingum, til tveggja ára í senn, og saman stendur af tveimur kennurum, starfsmanni skóla, tveimur nemendum, tveimur foreldrum, skólastjóra og fulltrúa grenndarsamfélags.
29.09.2020
Enn er óbreytt staða smita í Stykkishólmi
Fréttir

Enn er óbreytt staða smita í Stykkishólmi

Engar skimanir fóru fram í gær og er staða smitaðra í Stykkishólmi því óbreytt enn sem komið er. Í dag fóru 11 einstaklingar sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun. Þá eru jafnframt fyrirhugðar sýnatökur á morgun.
28.09.2020
Óbreytt staða í Stykkishólmi (sunnudag)
Fréttir

Óbreytt staða í Stykkishólmi (sunnudag)

Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í Stykkishólmi síðasta sólahring. Staðan er því óbreytt frá því í gær þar sem tvö ný smit greindust tengd Stykkishólmi, en hvorugur einstaklinganna sem greindust í gær voru í skráðri sóttkví. Á föstudag greindust tvö ný smit tengd Stykkishólmi sem og tveir á fimmtudag.
27.09.2020
Tvo ný smit greindist í dag (laugardag) - UPPFÆRÐ FRÉTT
Fréttir

Tvo ný smit greindist í dag (laugardag) - UPPFÆRÐ FRÉTT

Tvö ný smit greindist síðasta sólarhring í Stykkishólmi. Hvorugur einstaklinganna voru í sóttkví. Nú eru því 12 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af eru tveir einstaklingar sem taka út einangrun í Reykjavík. Um 18 eru í sóttkví en smitrakningateymi almannavarna er að störfum og vinnur að því að hafa samband við þá einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví.
26.09.2020
Hvorki tilefni til að herða né slaka á aðgerðum
Fréttir

Hvorki tilefni til að herða né slaka á aðgerðum

Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með aðgerðarstjórn almannavarna á Vesturlandi í dag í ljósi vaxandi smita COVID-19 síðustu daga. Síðasta sólarhring hafa greinst tvö ný smit tengd Stykkishólmi, annar einstaklingurinn var í sóttkví í Stykkishólmi en hinn er með lögskráningu í Stykkishólmi en dvelur í Reykjavík. Í Stykkishólmi eru nú 11 skráðir með staðfest smit og í einangrun, þar af eru tveir sem taka úr einangrun í Reykjavík. Í dag fóru 11 einstaklingar í sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun.
25.09.2020
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Þessi vika hefur verið heldur betur viðburðarík. Við þurftum eins og þið vitið að hólfaskipta skólanum með mjög stuttum fyrirvara. Í stuttu máli gekk það eins og í sögu.
25.09.2020
Tvö ný smit tengd Stykkishólmi - annar aðilinn er í Reykjavík
Fréttir

Tvö ný smit tengd Stykkishólmi - annar aðilinn er í Reykjavík

Síðasta sólahring hafa greinst tvö ný smit tengd Stykkishólmi, annar einstaklingurinn var í sóttkví í Stykkishólmi en hinn er með lögskráningu í Stykkishólmi en dvelur í Reykjavík. Nú eru því 11 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af eru tveir einstaklingar sem taka út einangrun í Reykjavík.
25.09.2020
Íbúafundur bíður betri tíma
Fréttir

Íbúafundur bíður betri tíma

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðum íbúafundi sem til stóð að halda nk. mánudag, 28. september vegna stöðunar sem upp er komin í samfélginu. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til, á fundi sínum þann 14. september, að íbúafundur vegna kynningar á deiliskipulagstillögu austan við Aðalgötu yrði haldinn mánudaginn 28. september n.k. kl. 18:00, í sal Amtbókasafnsins. Þar að auki var lagt til að fundinum yrði steymt jafnhliða á samfélagsmiðla.
24.09.2020
Getum við bætt efni síðunnar?