Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Opið fyrir umsóknir í Matsjána
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Matsjána

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi.
17.11.2021
Hundahreinsun í Stykkishólmi
Fréttir

Hundahreinsun í Stykkishólmi

Hin árlega hundahreinsun fer fram næstkomandi fimmtudag og föstudag, 18. og 19. nóvember, hjá dýralækninum að Höfðagötu 18, milli kl. 16 ? 18. Hólmarar eru hvattir til að mæta með hundana sína.
15.11.2021
Umhverfisvottun þrettán ár í röð
Fréttir

Umhverfisvottun þrettán ár í röð

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fagna nú EarthCheck umhverfisvottun 13. árið í röð ? til hamingju Snæfellingar! Sveitarfélögin fengu fyrst vottun frá vottunarsamtökunum árið 2008, fyrst allra samfélaga í Evrópu, og halda því áfram að vera leiðandi samfélag í úrbótum umhverfis- og samfélagsmála.
12.11.2021
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð
Fréttir

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 skv. 31. gr. skipulagslaga. Í tillögunni er skilgreint hvaða gististaðir geta talist minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmst getur búsetu á íbúðarsvæðum, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð.
12.11.2021
Farandmatarmarkaður í Stykkishólmi á laugardaginn
Fréttir

Farandmatarmarkaður í Stykkishólmi á laugardaginn

Helgina 13.-14. nóvember veður farandmatarmarkaður á ferðinni um Vesturland. Bílar hlaðnir vestlenskum matvörum fara um landshlutann og selja beint úr bíl. Markaðurinn verður á planinu við íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi laugardaginn 13. nóvember kl. 15:00 - 16:00.
12.11.2021
Aðventuhandbók Snæfellsness í smíðum
Fréttir

Aðventuhandbók Snæfellsness í smíðum

Líkt og síðustu ár verður margt í boði á Snæfellsnesi fyrir jólin og eins og í fyrra mun Svæðisgarðurinn gefa út aðventudagatal sem borið verður í hvert hús á Snæfellsnesi, dagatalið verður einnig aðgengilegt rafrænt
12.11.2021
Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi
Fréttir

Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

Framkvæmdir standa nú yfir á bílplani við íþróttamiðstöð Stykkishólms en þar mun rísa rafhleðslustöð fyrir bíla. Stykkishólmsbær hefur samið við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði.
04.11.2021
Influensubólusetning á Heilsugæslunni í Stykkishólmi
Fréttir

Influensubólusetning á Heilsugæslunni í Stykkishólmi

Bólusett verður gegn árlegri influensuá Heilsugæslunni í Stykkishólmi í dag, þriðjudaginn 2. nóv. kl. 13:00-14:30. Öllum er velkomið að mæta í bólusetningu en hvorki þarf að boða komu né bóka tíma.
02.11.2021
Körfuboltavöllur í litum Snæfells
Fréttir

Körfuboltavöllur í litum Snæfells

Framkvæmdir við nýjan körfuboltavöll á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi hafa staðið yfir undanfarið og fjöldi fólks lagt hönd á plóg. Stór áfangi náðist nú í þessari viku þegar undirlag vallarins var lagt niður. Við blasir nú fagurblár körfuboltavöllur með rauðum teigum.
29.10.2021
Óskað eftir ábendingum við gerð fjárhagsáætlunnar
Fréttir

Óskað eftir ábendingum við gerð fjárhagsáætlunnar

Íbúum Stykkishólmsbæjar er nú gefin kostur á að skila inn ábendingum og tillögum vegna fjárhagsáætlunargerðar bæjarins fyrir árið 2022 og hafa með því móti tækifæri til að hafa áhrif á aðgerðir bæjarstjórnar. Um getur verið að ræða ný verkefni, nýjar fjárfestingar, áhersluverkefni í starfsemi bæjarins eða tillögur til hagræðingar í starfsemi Stykkishólmsbæjar. Áhugasamir einstaklingar og aðilar í Stykkishólmi sem vilja koma fram tillögum eða ábendingum varðandi fjárhagsáætlun 2022, eru hvattir til að koma þeim til skila í síðasta lagi 10. nóvember 2021 á netfangið samrad@stykkisholmur.is, eða skriflega í Ráðhúsið í Stykkishólmi.
28.10.2021
Getum við bætt efni síðunnar?