Hinseginhátíð Vesturlands haldin í fyrsta sinn
Félagið Hinsegin Vesturland var stofnað 11. febrúar 2021. Tilgangur félagsins er að auka sýnileika, stuðning og fræðslu og efla tengslanet hinsegin fólks á Vesturlandi, auk aðstandenda þeirra og velunnara. Félagið stendur fyrir Hinseginhátíð Vesturlands sem fram fer í fyrsta sinn nú um helgina, 9. - 11. júlí, í Borgarnesi. Þeim sem vilja fræðast meira um Hinsegin Vesturland er bent á facebooksíðu félagsins.
Hinseginhátíð Vesturlands er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, Menningarsjóði Borgarbyggðar og félags- og barnamálaráðherra
Hátíðardagskránni var þjófstartað á fimmtudagskvöldi með tónleikum hljómsveitarinnar Drusla á bömmer.
Hér má sjá dagská fyrir hátíðina.