Fara í efni

Þjóðhátíðardagurinn í Stykkishólmi

15.06.2022
Fréttir

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt næstkomandi föstudag, 17. júní. Hátíðardagskráin í Stykkishólmi er ekki af verri endanum en hægt er að kynna sér hana hér að neðan.

Kl. 08:00    Fánar dregnir að húni
Kl. 10:00    Fjöskylduhlaup frá Hólmgarði - Opin Crossfit æfing í Reitnum
Kl. 10:00    Frítt í sund til kl. 18
Kl. 11:00    Norska hús og Vatnasafn, frítt inn til kl. 16
Kl. 13:00    Skrúðganga frá Tónlistarskóla Stykkishólms

Kl. 13:30 -15:00 Hátíðardagskrá í Hólmgarði

    Kaffisala kvenfélagsins við Freyjulund
    Kór Stykkishólmskirkju
    Ritningalestur
    Ávarp Fjallkonu
    Ræðumaður dagsins
    Söngkonan Embla

Kl. 15:00 - 17:00 Túnið bakvið Árnasetur

    Karnival stemmning í boði Royal Rangers
    Tunnulest
    Hestamenn teyma undir börnum

Kl. 17:00    Froðufjör í Hótelbrekkunni
Kl. 20:00    Gleði í Hólmgarði

    Kubbkeppni (16+)
    Tónlist
    Grill fyrir þá sem vilja grilla sykurpúða
    

Þjóðhátíðarnefndin hvetur fólk til að mæta í þjóðbúningum, með stúdentshúfur eða önnur höfuðföt. Verði tvísýnt með veður flytjast hátíðarhöld inn í íþróttamiðstöð.

Getum við bætt efni síðunnar?