Fara í efni

Fyrsti fundur bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags

09.06.2022
Fréttir

Miðvikudaginn 8. júní kom bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar saman í fyrsta sinn. Bæjarstjórn skipa nú Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Steinunn I. Magnúsdóttir, Ragnar Ingi Sigurðsson, Þórhildur Eyþórsdóttir, Haukur Garðarsson, Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir og Ragnar Már Ragnarsson.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar á fundinum, Ragnar I. Sigurðsson var kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Haukur Garðarsson annar varaforseti.

Kosnir voru fulltrúar í bæjarráð, skipulagsnefnd, skóla- og fræðslunefnd og fulltrúar sveitarfélagsins í Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Kjöri í aðrar nefndir var frestað til næsta fundar.

Lagðar voru fram hugmyndir að nafni sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar sem bárust í samráðsgátt. Samþykkt var að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Bæjarráð kemur saman 23. júní nk.

 
Getum við bætt efni síðunnar?