Fara í efni

Erindi frá Náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2402029

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 4. fundur - 14.11.2024

Lagt fram erindi frá Náttúrustofu Vesturlands vegna útbreiðslu lúpínu og efnistöku við Smáhraunakúlu í Helgafellssveit.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar Náttúrustofu Vesturlands fyrir erindið, en hefur ekki forsendur, á þessu stigi máls, til að fjalla um þann hluta erindisins sem fjallar um efnistöku við Smáhraunakúlu. Umhverfis- og náttúrverndarnefnd óskar eftir því að forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands komi til fundar til að gera nánri grein fyrir erindinu. Nefndin vísar þeim hluta erindis sem snýr að útbreiðslu alaskalúpínu til Umhverfisstofnunar, með vísan til 67. gr. náttúruverndarlaga.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Lagt fram erindi frá Náttúrustofu Vesturlands vegna útbreiðslu lúpínu og efnistöku við Smáhraunakúlu í Helgafellssveit.



Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkaði, á 4. fundi sínum, Náttúrustofu Vesturlands fyrir erindið, en hafði ekki forsendur, á þessu stigi máls, til að fjalla um þann hluta erindisins sem fjallar um efnistöku við Smáhraunakúlu.



Umhverfis- og náttúrverndarnefnd óskaði eftir því að forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands komi til fundar til að gera nánri grein fyrir erindinu. Nefndin vísaði þeim hluta erindis sem snýr að útbreiðslu alaskalúpínu til Umhverfisstofnunar, með vísan til 67. gr. náttúruverndarlaga.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis-og náttuverndarnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?