Fara í efni

Umhverfismál

Málsnúmer 2405007

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn unga fólksins - 1. fundur - 08.05.2024

Nefndarmenn kynna tillögur að leiðum til að bæta umhverfi og ásýnd sveitarfélagsins, t.d. með bættri götulýsingu og auknum sorptunnum.
Bæjarstjórn unga fólksins hvetur bæjarstjórn til að fjölga ljósastaurum samkvæmt fyrirliggjandi korti. Bæjarstjórn unga fólksins hvetur einnig bæjarstjórn til að skoða framlagaða tillögu um staðsetningu ruslatunna með möguleika á fjölgun
með tvískiptum tunnum.

Til máls tóku: Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir & Haukur Garðarsson.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 4. fundur - 14.11.2024

Á 1. fundi bæjarstjórnar unga fólksins var bæjarstjórn hvött til að skoða möguleika á tvískiptum sorptunnum á ljósastaura og gefa þannig gangandi vegfarendum kost á að flokka sorp.



Bæjarráð vísaði, á 24. fundi sínum, hugmyndum um tvískiptar tunnur á ljósastaurum til vinnslu hjá umhverfis-og náttúrverndarnefndar í samráði við bæjarritara.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd hvetur til þess að sveitarfélagið setji upp aðra flokkunartunnu, sambærilega því sem er við hafnarvog, í grennd við íþróttamannvirki sveitarfélagsins.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Á 1. fundi bæjarstjórnar unga fólksins var bæjarstjórn hvött til að skoða möguleika á tvískiptum sorptunnum á ljósastaura og gefa þannig gangandi vegfarendum kost á að flokka sorp.



Bæjarráð vísaði, á 24. fundi sínum, hugmyndum um tvískiptar tunnur á ljósastaurum til vinnslu hjá umhverfis-og náttúrverndarnefndar í samráði við bæjarritara.



Umhverfis- og náttúruverndarnefnd hvatti, á 4. fundi sínum, til þess að sveitarfélagið setji upp aðra flokkunartunnu, sambærilega því sem er við hafnarvog, í grennd við íþróttamannvirki sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að sett verði borgartunna í horni íþróttavallar við Aðalgötu og að koma þar með til móts við hugmyndir ungmennaráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?