Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
1.Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6
Málsnúmer 2211013FVakta málsnúmer
2.Öldungaráð - 1
Málsnúmer 2211008FVakta málsnúmer
3.Hafnarstjórn (SH) - 1
Málsnúmer 2208004FVakta málsnúmer
4.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 1
Málsnúmer 2211006FVakta málsnúmer
5.Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 1
Málsnúmer 2211009FVakta málsnúmer
6.Skipulagsnefnd - 5
Málsnúmer 2211012FVakta málsnúmer
7.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1
Málsnúmer 2211005FVakta málsnúmer
8.Ungmennaráð - 1
Málsnúmer 2211011FVakta málsnúmer
9.Hamraendi 2 og 2A - Lóðaleigusamningar
Málsnúmer 2212006Vakta málsnúmer
10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
11.Leiðbeiningar og fyrirmynd varðandi stefnu um þjónustustig
Málsnúmer 2211042Vakta málsnúmer
12.Hrognkelsaveiðar - Staða og horfur
Málsnúmer 2208017Vakta málsnúmer
Á 1. fundi Hafnarstjórnar gerði hafnarvörður grein fyrir tekjum hafnarinnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár, en heildarafli á árinu 2019 sem landaður var í Stykkishólmshöfn var 1096 tonn, 420 tonn 2020, 1000 tonn 2021 og 600 tonn 2022. Tekjur vegna hrognkelsaveiða drógust saman um 33% frá 2021 til 2022.
Hafnarstjórn gerði á fundi sínum alvarlegar athugasemdir við ákvörðun matvælaráðherra og matvælaráðuneytisins við setningu reglugerðar nr. 267/2022 um að takmarka veiðidaga grásleppu við markaðsaðstæður en ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Virðist vera að sú ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga frá Landssambandi Smábátaeigenda og án samráðs við kaupendur/vinnsluaðila. Hafði þessi ákvörðun ráðherra í för með sér að grásleppusjómenn á þessu svæði hefðu getað veitt um a.m.k. 37% meira en raunin varð ef farið hefði verið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.
Bæjarráð tók, á 6. fundi sínum, undir afgreiðslu hafnarstjórnar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
13.Uppbygging hafnarmannvirkja og sjávarvarna í Stykkishólmi
Málsnúmer 2208019Vakta málsnúmer
Á fundinum var einnig rætt um umferðaröryggi á hafnarsvæði og nauðsyn innviðauppbyggingar með nýjum hafnarstíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar, en hafnarstjórn hafði á 91. fundi sínum bókað um brýna nauðsyn þeirra framkvæmdar til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Fyrir liggur jafnframt jákvæð afgreiðsla 255. fundar skipulags- byggingarnefndar og 633. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar varðandi verkefnið.
Hafnarstjórn lagði þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum á hafnarsvæðinu meðfram Súgandiseyjargötu, fyrst með vegkannti NV megin í höfninni og í framhaldinu að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.
Bæjarráð tók, á 6. fundi sínum, undir afgreiðslu hafnarstjórnar og lagði til við bæjarstjórna að staðfesta hana.
14.Erindi frá eigenda Gróttu 7811 - Ósk um rökstuðning og breytingu á fyrirkomulagi gjaldtöku Stykkishólmshafnar
Málsnúmer 2211023Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn tók málið fyrir á 1. fundi sínum og gat ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn fól hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.
Bæjarráð staðfesti, á 6. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
15.Gamli Stykkishólmsvegurinn - Opnun vegarins
Málsnúmer 1906008Vakta málsnúmer
Bæjarráð staðfesti, á 6. fundi sínum, afgreiðslu umhverfis- og náttúrunefndar og lagði til við bæjarstjórna að staðfesta hana.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
16.Tillaga um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum
Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 6. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Um er að ræða eftirtaldar lóðir:
Sundabakki 2
Laufásvegur 19
Hjallatangi 9
Hjallatangi 13
Hjallatangi 15
Hjallatangi 19
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
17.Betri vinnutími leikskólans
Málsnúmer 2211048Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 6. fundi sínum, tillögu er varðar lokun í dymbilviku. Bæjarráð samþykkti jafnframt að unnin verði skýrsla um styrkingu leikskólastarfs í sveitarfélaginnu strax á nýju ári til eflingar á starfsemi skólans með bættum starfsskilyrðum, stöðuleika og aðbúnaði starfsfólks að markmiði og þegar skýrslan liggi fyrir verði viðbótartillögur um betri vinnutíma teknar teknar til afgreiðslu samhliða öðrum tillögum.
18.Snjómokstur gatna og gönguleiða
Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd lagði til, á 4. fundi sínum, að Vatnsás yrði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkti að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.
Bæjarráð samþykkti, á 6. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir með fyrirvara um umfjöllun í dreifbýlisráði hvað varðar þjónustu í dreifbýli.
19.Stefnumarkmiðum og afstaða sveitarfélagsins varðandi Hamraenda 4 og Hamraenda 6-8 í kjölfar úrskurðar ÚUA nr. 992022
Málsnúmer 2211037Vakta málsnúmer
Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu óskar bæjarstjóri eftir staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar á þeim stefnumarkmiðum og afstöðu sem fram koma í minnisblaðinu með það að leiðarljósi að reyna að tryggja framgang mála að Hamraendum þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.
Ívar Pálsson, lögmaður, kom til fundar við bæjarráð vegna málsins á 6. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti, með vísan til minnisblaðs bæjarstjóra, þá málsmeðferð sem þar er gert ráð fyrir vegna lóða að Hamraendum 4 og Hamraendum 6-8. Felur það m.a. í sér að haldið verður áfram með áform lóðarhafa og að tilkynnt verður nærliggjandi lóðarhöfum um leið og byggingarleyfi verður gefið út með leiðbeiningum um kæruleiðir.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarsjórn.
Til máls tóku:HH,JBSJ,HG og RMR
Bókun Í-lista:
Undirrituð telja að óþarft hafi verið að vinna minnisblaðið með aðkeyptri vinnu lögmanns og fjármunum sveitarfélagsins ekki vel varið í slíka vinnu þegar þessar upplýsingar hefði verið hægt að fá með einu símtali við lögmann Skipulagsstofnunar. Undirrituð geta ekki fallist á texta sem fram kemur í minnisblaðinu og texta sem fylgir afgreiðslu þessa máls eins og "Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu". Undirrituð samþykkja afgreiðslu málsins að öðru leyti, þ.e. að nærliggjandi lóðarhöfum verði tilkynnt um leið og byggingarleyfi verður gefið út með leiðbeiningum um kærufrest og kæruleiðir.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Ragnarsson
20.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti á 5. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarheimild og byggingarleyfi í samræmi við gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 111/2012 m.s.br. samkvæmt framlagðri sneiðmynd, sem sýnir rauðmerktan byggingarreit með GK 11.00 og að fenginni skriflegri staðfestingu lóðarhafa Hamraenda 2.
Bæjarráð staðfesti, í umboði bæjarstjórnar, á 2. fundi sínum afgreiðslu 2. fundar skipulagsnefndar um að grenndarkynna byggingaleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með ákveðnum fyrirvörum og skilyrðum. Samkvæmt afgreiðslu skipulagsnefndar hefur þeim fyrirvörum og skilyrðum verið fullnægt. Á þeim grunni og með vísan til fyrri afgreiðslu ráðsins staðfestir bæjarráð fyrirliggjandi afgreiðslu skipulagsnefndar.
Afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
21.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis
Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer
Á 4. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu og leggja fyrir fund nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 5. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu, með minniháttar breytingum samkvæmt tillögum nefndarinnar, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna umsagnaraðila.
Bæjarráð samþykkti, á 6. fundi sínum, fyrirliggjandi fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni og að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og annarra lögboðinna umsagnaraðila.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Tillaga Í-lista:
Undirrituð leggja til að bætt verði í skipulagslýsinguna að heimilt verði að reisa þörungaverksmiðju með vinnslu allt að 5000 tonn á svæðinu.
Gert var fundarhlé.
Þrír greiddu atkvæði með og fjórir á móti.
Tillaga bæjarstjóra:
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með þeirri viðbót að skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til þess að útskýra frekar tiltekna starfsemi í deiliskipulagslýsingunni og tiltaka ákveðna flokka landnotkunar innan hafnarsvæðis í dæmaskyni þar sem minnst er á hafnsækna starfsemi, m.a. þangvinnslu og fleira.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarstjóra.
Bókun - Greinargerð með tillögu Í-lista:
Ljóst er að verið er að fara í deiliskipulag við Skipavík til að koma fyrir starfsemi þörungaverksmiðju Asco Harverster á svæðinu. Í skipulagslýsingunni er hinsvegar hvergi minnst á starfsemi þörungaverksmiðju með vinnslu allt að 5000 tonn. Undirrituð telja nauðsynlegt að allar upplýsingar sem liggja fyrir komi strax fram í skipulagslýsingunni. Komi fram upplýsingar um þá starfsemi sem deiliskipulagið á að gera ráð fyrir á seinni stigum getur það tafið skipulagsferlið. Umsagnaraðilar munu t.a.m. ekki veita umsögn um starfsemi þörungaTillaga. Undirrituð leggja til að bætt verði í skipulagslýsinguna að heimilt verði að reisa þörungaverksmiðju með vinnslu allt að 5000 tonn á svæðinu.rverksmiðju á svæðinu á þessu stigi og umsagnir um þörungaverksmiðju koma þá fram á seinni stigum og jafnvel ekki fyrr en sótt er um rekstrarleyfi fyrir verksmiðjuna.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Ragnarsson
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
H-listinn telur breytingartillögu bæjarstjóra fanga ágætlega þau markmið sem felast í tillögu Í-listans. Bæjarfulltrúar H-listans ítreka það að þeir telja að gríðarleg tækifæri séu í dag og til lengri framtíðar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu byggða á þeim möguleikum sem felast í þörungavinnslu og sjálfbærri nýtingu sjávarafurða úr Breiðafirði.
Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Viktoría Líf Ingibergsdóttir
Þórhildur Eyþórsdóttir
22.Hjallatangi 48 - Auglýsing lóðar
Málsnúmer 2105025Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti á 6. fundi sínum að auglýsa Hjallatanga 48 lausa til úthlutunar.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
23.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026
Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026, ásamt gjaldskrám sameinaðs sveitarfélags fyrir árið 2023.
Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2023-2026.
Fjárhagsáætlun ársins 2023-2026 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 115 milljónir króna á árinu 2023 og að áætlað veltufé frá rekstri aukist um 99,3 milljónir króna úr 222,6 milljónum 2022 í 321,9 milljónir árið 2023.
Markmið fjárhagsáætlunar 2023-2026 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði um 15%, að veltufjárhlutfall nálgist 0,7, handbært fé verði á bilinu 110 millj. í árslok 2023 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.
Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins nemi 728,9 millj. kr., lántaka nemi 300 millj. kr. og afborganir nemi 898,4 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 100,2% strax í lok árs 2023 og 82,4% í árslok 2026, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Í forsendum er gert ráð fyrir 5,6% verðbólgu yfir árið 2023, 3,5% árið 2024 og 2,6% 2025 og 2,5% árið 2026, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,8% á árunum 2022-2025. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 6,9-9,3% árið 2023, en 4,0% á hverju ári á tímabilinu 2024-2026.
Helstu breytingar á álagningu íbúa eru þær að álagningarstuðull fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði lækkar hjá sveitarfélaginu á árinu 2023 úr 0,42% í 0,38%. Á sama tíma lækkar álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 0,97% í 0,93% ásamt lækkun á álagningarprósenta holræsagjalds húseigna í A-flokki verði 0,15%. Þannig er komið til móts við íbúa til þess að tryggja að heildarfasteignagjöld hækki ekki óhóflega vegna hækkunar á fasteignamati.
Helstu breytingar á álagningu atvinnurekstur eru að álagningarstuðull fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði lækkar hjá sveitarfélaginu á árinu 2023 úr 1,57% í 1,54%. Á sama tíma lækkar álagningarprósenta lóðarleigu atvinnuhúsnæðis úr 2,00% í 1,92% ásamt lækkun á álagningarprósenta holræsagjalds lækkar úr 0,20 í 0,18%.
Álagningarhlutfall úrsvars verður óbreytt milli ára.
Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 728,9 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2023 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa og í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023 ber hæst hlutdeild sveitarfélagsins við uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun ljúka á árinu 2023 og gatnagerð í Víkurhverfi. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum en gert er ráð fyrir 300 milljónum kr. í lántökum á árunum 2023 til 2026. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 321,9 til 385,9 milljónum veltufé frá rekstri á árunum 2023-2026 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna.
Helstu fjárfestingar á árinu 2023 eru:
- Lokið verður við flutning hjúkrunarrýma frá Dvalarheimili Stykkishólms sem staðsett er á Skólastíg 14 yfir á nýtt Hjúkrunarheimili að Austurgötu 7, en Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) tók yfir rekstur heimilisins frá sveitarfélaginu frá 1. júní 2022.
- Hafist verður handa við gatnagerð í Víkurhverfi.
- Við flutning hjúkrunarrýma á HVE losnar rými við Skólastíg 14 og verður þá hafist handa við umbreytingar á húsnæðinu. Annars vegar verður um að ræða íbúðir og hins vegar þjónusturými fyrir íbúa í Stykkishólmi og Helgafellssveit í tengslum sið stofnun Miðstöðvar öldrunarþjónustu sem staðsett verður við Skólastíg 14.
- Húsnæði í Skógrækt fyrir salernis- og inniaðstöðu, nýtist m.a. fyrir útikennslu leikskólann, grunnskólanna og félagasamtökum.
Önnur framkvæmdarverkefni 2023
-Leiksvæði og lóð kláruð fyrir yngstu deild á leikskólanum.
- Haldið verður áfram í stígagerð og umhverfisverkefni.
-Stykkishólmsbær tók við ljósastaurum af Rarik á árinu 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum löppum og LED lappar settir í staðinn. Þessu verður haldið áfram á árinu 2023. Þetta sparar rekstarkostnað á götulýsingu í Stykkishólmi. Einnig verður byrjað að LED-væða stofnanir sveitarfélagsins.
- Haldið verður áfram uppbyggingu á Súgandisey.
Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2023-2026 eru eftirtaldar:
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2023:
Tekjur alls: 2.077.818.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.780.707.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 56.771.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 255.617.000 kr.
Afborganir langtímalána: 213.283.000 kr.
Handbært fé í árslok: 110.128.000 kr.
Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2023:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 16.062.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 20.478.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 28.471.000 kr.
Rekstrarniðurstaða eldhús Dvalarheimils: 7.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturétttaríbúða: -2.726.000 kr.
Rekstarniðurstaða Gagnaveitu Helgafells.:-4.909.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: -8.062.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 66.227.000 kr.
Afborganir langtímalána: 19.302.000 kr.
Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A B hluti 2023:
Tekjur alls: 2.283.287.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.889.844.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls:189.395.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 115.089.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 321.845.000 kr.
Afborganir langtímalána: 232.585.000 kr.
Handbært fé í árslok: 110.129.000 kr.
Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf, á sama tíma og þakkað er þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.
---------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2023 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Þá liggja fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins 2023, en gjaldskrár hafa verið til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins undanfarnar vikur. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gjaldskrár Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvar verði 14,52% á árinu 2023.
Tillaga samþykkt samhljóða.
Forseti bæjarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu um fasteignaskatta, lóðarleigu,holræsagjald og sorphirðugjöld:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,38%. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%. Fasteignaskattur C-flokkur 1,54%. Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,93%. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 1,92%.Lóðarleiga ræktunarland 6,00%. Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,15%. Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,18%. Úrgangshirðugjald pr. íbúð 69.900 kr. (fjórar tunnur)74.950 (þrjár tunnur ein tvískipt) Úrgangshirðugjald sumarhús 34.950
Gjalddagar fasteignagjalda verði 9 frá 1.febrúar til og með 1. október.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fasteignagjöld og aðrar álögur.
Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu að afslátt vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem felur í sér að elli- og örorkulífeyrisþegar fá lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Afslátturinn fer eftir tekjuupphæð og gildir vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða tillögu um afslátt vegna afsláttar af fasteignaskatti.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2023 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2023.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slátt árið 2023 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slátt árið 2023.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slökkvilið fyrir árið 2023 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slökkvilið árið 2023.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir fráveitu fyrir árið 2023 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu árið 2023.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2023 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald árið 2023.
Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir úrgangshirðu fyrir árið 2023 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá fyrir úrgangshirðu árið 2023.
Forseti bæjarstjórnar ber aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2023 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023.
Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum þrír sátu hjá.
Til máls tóku: HH,JBSJ og HG
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Undirrituð telja að núverandi fjárhagsáætlun skjóti fyrir ofan markið í fjárfestingum og í lántökum í ljósi efnahagsástandsins og munu því sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans á bæjarstjórnarfundi. Einnig þakkar undirrituð bæjarfulltrúum, starfsfólki og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 er unnin í mikilli og góðri samvinnu allra bæjarfulltrúa þó um hana hefur ekki myndaðist þverpólitísk samstaða. Við viljum þakka nefndarfulltrúum, starfsfólkinu í ráðhúsinu og endurskoðendum fyrir sína vinnu og bæjarfulltrúum og bæjarstjóra fyrir góða samvinnu.
H-listinn telur að áætlunin endurspegli þann metnað og sóknarhug sem býr í samfélaginu og þá þörf sem fyrir liggur til uppbyggingu samfélagsins. Á þeim grunni er stefnt er að því að fara í vel valdar og arðbærar fjárfestingar sem skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu. Ber þar að nefna uppbygginu hjúkrunarheimilisins, opnun á lóðum í Víkurhverfinu, stofnunar nýrrar Miðstöðvar öldrunarþjónustu og uppbyggingu á Skólastíg 14.
Með þessu teljum við okkur vera að vinna að því þjónustustigi sem við höfun stefnt að fyrir íbúa bæjarins. Með fyrirhugaðri uppbyggingu í Víkurhverfi vill H-listinn að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum í samræmi við nýundirritaðan rammasamnings milli ríkis og sveitarfélaga um að auka framboð íbúða á árunum 2023-2032, en tilgangur rammasamningsins er að auka framboð nýrra íbúða til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins til skemmri og lengri tíma og stuðla að auknum stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði á næstu tíu árum.
H-listinn leggur áherslu á að draga ekki úr grunnþjónustu, standa vörð um fjölskyldur og fyrirtæki, sækja af ábyrgð fram með mikilvægum fjárfestingum innviða á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka á tímabilinu.
H-listinn fagnar jafnframt þeim jákvæðu áhrifum sem farsæl sameining Stykkishólmbæjar og Helgafellssveitar hefur á fjárhag hins sameinaða sveitarfélags og samfélagið okkar í heild.
Bæjarfulltrúar H-listans vísa að öðru leyti til fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar, greinargerðar bæjarstjóra með henni og samantekt fjárfestingaráætlunar 2022-2025.
Undir þetta rita bæjarfulltrúa H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Viktoría Líf Ingibergsdóttir
24.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
25.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar - Nafn sveitarfélagsins
Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 21:16.