Fara í efni

Bæjarstjórn

21. fundur 25. janúar 2024 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Jón Sindri Emilsson
  • Hrefna Gissurardóttir
Fundargerð ritaði: Hrefna Gissurardóttir fundarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Forseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:

- 2401035 - Samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og öðrum afbrotum

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 19 á dagskrá fundarins.

1.Skipulagsnefnd - 18

Málsnúmer 2312001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tók RMR

2.Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 3

Málsnúmer 2401003FVakta málsnúmer

Lögð fram 3. fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarráð - 18

Málsnúmer 2401004FVakta málsnúmer

Lögð fram 18. fundargerð bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

4.Vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 2401016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til allra sveitarstjórna frá innviðaráðuneytinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur.
Lagt fram til kynningar.

5.Ársskýrsla Brunavarna Stykkishólms og nágrennis 2023

Málsnúmer 2401017Vakta málsnúmer

Lögð fram ársskýrsla Brunavarna Stykkishólms og nágrennis fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tók RMR

6.Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2401019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Sveitarfélagsins Stykkishólmur um fjölgun íbúða og eflingu starfrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Fulltrúi HMS gerði grein fyrir markmiðum verkefnisins á 18. fundi bæjarráðs.



Bæjarráð fól bæjarstjóra að fullvinna og rita undir viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, eftir atvikum í samráði við oddvita.



Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

7.Samkomulag um aukið framboð íbúðarhúsnæðis & fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða

Málsnúmer 2401020Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi Innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við Sveitarfélagið Stykkishólm um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu á tímabilinu 2023-2028 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félgaslegs húsnæðis.



Bæjarráð samþykkti á 18. fundi sínum að fela bæjarstjóra að fullvinna og rita undir samkomulag milli sveitarfélagsins, Innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, eftir atvikum í samráði við oddvita.



Bæjarráð vísaði málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

8.Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð húsnæðisáætlun fyrir árið 2024. Bæjarráð samþykkti Húsnæðisáætlun 2024 á 18. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

9.Reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lagðar fram að nýju til afgreiðslu nýjar reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða.



Bæjarráð samþykkti, á 18. fundi sínum, reglur um úthlutun lóða, með áorðnum breytingum, og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta þær.
Bæjarstjórn samþykkir nýjar reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi.


Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að stefna að sameiginlegum fundi til að taka reglurnar til lokayfirlesturs fyrir næsta bæjarráðsfund.

10.Úthlutun lóða í Víkurhverfi

Málsnúmer 2312009Vakta málsnúmer

Lagt er til að auglýsa lóðir lausar til úthlutunar í Víkurhverfi.



Bæjarráð samþykkti, á 18. fundi sínum, að fela bæjarsstjóra, í samráði við skipulagsfulltrúa, að auglýsa lausar lóðir í Víkurhverfi til úthlutunar, með fyrirvara um frágang endanlegra lóðarblaða og hæðarkvóta og þeirra skipulagsbreytinga sem unnið er að í Víkurhverfi.



Um er að ræða eftirtaldar lóðir:

A-lóð

B-lóð

D-lóð

Ð-lóð

E-lóð

F-lóð

G-lóð

J-lóð

K-lóð

L-lóð

N-lóð

O-lóð



Lagt er til að afgreiðsla bæjarráðs verði staðfest með þeirri viðbót að bæjarstjóri fullvinni endanlega útfærslu og fyrirkomulag auglýsingar í samráði við oddvita á grundvelli nýrra úthlutunarreglna áður en lóðirnar verði auglýstar lausar til úthlutunar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og er bæjarstjóra falið að fullvinna endanlega útfærslu og fyrirkomulag auglýsingar í samráði við oddvita á grundvelli nýrra úthlutunarreglna áður en lóðirnar verði auglýstar lausar til úthlutunar, en þó þannig að beitt skuli útdrætti við úthlutun lóða, en þar sem um nýjar reglur er að ræða verður forgangsröðun í 2. og 3. mgr. í gr. 4.1.2. ekki fylgt í þessari úthlutun. Bæjarstjórn veitir jafnframt heimild að krefjast staðgreiðslu á gjöldum við útdrátt við auglýsingu, sbr. gr. 3.1.4., og/eða fyrirframgreiðslu gjalda samkvæmt fyrirmælum í auglýsingu.

11.Erindi frá UMFÍ

Málsnúmer 2312015Vakta málsnúmer

Lagt fram þakkarbréf frá UMFÍ til sveitarfélagsins og HSH. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Stykkishólms þakkar hlýjar kveðjur og vill færa þakkir til UMFÍ og HSH fyrir traustið sem sveitarfélaginu var sýnt, með því að halda Landsmót UMFÍ 50 á árinu 2023 í Stykkishólmi. Sérstakar þakkir eru færðar öllu því góða fólki sem sat í undirbúningsnefnd og kom að undirbúningi og framkvæmd mótsins, með óeigingjörnu starfi á öllum stigum. Án þess að gera upp á milli þeirra fjölmörgu sem komu að framkvæmd mótsins þá vill bæjarstjórn þó þakka sérstaklega Gunnhildi Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra HSH, Hjörleifi Kristni Hjörleifssyni formann Snæfells og HSH og Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra landsmóta UMFÍ, sérstaklega fyrir þeirra framlag til mótsins.

12.Sæmundarreitur 8 - DSK óv br

Málsnúmer 2306044Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar, f.h. lóðarhafa Sæmundarreits 8, um óv. br. á deiliskipulagi ásamt ljósmynd sem sýnir hornstiku sólskálans. Einnig er lagt fram álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála, en húsið nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012.



Á 16. fundi skipulagsnefndar var umsóknin tekin fyrir aftur með uppfærðum uppdrætti þar sem sólskálinn hefur verið færður að húshorni í kjölfar þess að athugasemd við fyrri uppdrætti barst úr grenndarkynninu. Nefndin frestaði þá afgreiðslu málsins og fól skipulagsfulltrúa að láta setja út horn skálans þar sem staðsetning stígs kunni að vera ónákvæm.



Skipulagsnefnd samþykkti svo á 18. fundi sínum framlagða tillögu á óv. br. á deiliskipulagi og fól skipulagsfulltrúa að senda skipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta auglýsingu um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.



Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 18. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tók RMR
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir víkur af fundi

13.Aðalgata 16 - Stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2307005Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt athugasemda úr grenndarkynningu vegna tillögu að óv. br. á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna Aðalgötu 16 ásamt svörum skipulagsnefndar. Einnig er lagður fram uppfærður uppdráttur (dags. 09.01.2023) með stækkun á byggingarreit um 5,2 m2 vegna lagnarýmis og stækkun á lóð Aðalgötu 14 að stíg.



Á 18. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti fyrirliggjandi svör við athugasemdum og að heimila minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir lagnarými og þar með framlagða tillögu að óv. br. á deiliskipulagi. Nefndin fólskipulagsfulltrúa að tilkynna þeim sem gerðu athugasemdir um niðurstöðu nefndarinnar.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 18. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.


Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir kemur aftur á fund

14.Birkilundur - br á aðalskipulagi

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Birkilunds í landi Saura.



Breytingin tekur til 2,8 ha svæðis sem tekur til sameinaðra lóða nr. 21, 21a, 22, 22a og 23 í Birkilundi og felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu. Á svæðinu stendur til að reisa allt að fimmtán 35 m2 rekstrarleyfisskyld útleiguhús. Samhliða þessari breytingu er verið að vinna ny´tt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.



Á 14. fundi skipulagsnefndar, þann 11.10.2023, samþykkti nefndin að sameina lóðirnar í eina lóð og að lóðin verði hluti deiliskipulags í vinnslu. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs.



Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum, að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 18. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

15.Saurar 9 (Vigraholt) - stofnun lóða

Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer

Lagt fram umsókn um stofnun fjögurra íbúðarhúsa og þriggja frístundahúsa í landi Saura 9 (Vigraholti) með breyttri staðsetningu frístundahúsa.



Á 14. fundi skipulagsnefndar þann 11. október sl. samþykkti nefndin umsókn Vigraholts ehf. um stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 (Vigraholts) á grunni gildandi aðalskipulags í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt bókaði nefndin að liggi ekki fyrir undirritað samþykki eigenda aðliggjandi jarða og/eða landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs og 18. fundi bæjarstjórnar.



Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum að grenndarkynna stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í samræmi við framlagðan uppdrátt. Grenndarkynna skal íbúðarhúsalóðir fyrir landeigendum Saura og Norðuráss og frístundahúsalóðir fyrir landeigendum Þingskálaness í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 18. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

16.Staða byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer

Lögð fram starfslýsing byggingarfulltrúa. Lagt er til að staðan verði auglýst laus til umsóknar og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá auglýsingu um stöðuna í samráði við ráðgjafa sveitarfélagsins í starfsmannamálum.



Bæjarráð samþykkti, á 18. fundi sínum að forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra yrði í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar byggingarfulltrúa, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, með hliðsjón af áætlun um ráðningu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu. Bæjarráð samþykkti jafnframt að uppfæra verklagsreglur um ráðningar til samræmis við samþykktar skipulagsbreytingar.



Bæjarráð vísaði afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn, ásamt tillögu að áætlun um ráðningu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka við gerð endanlegs erindisbréfs og áætlunar um ráðningu í samráði við rágjafa.

17.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. .gr. laganna og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reitinn í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna ásamt breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir miðbæ, austan Aðalgötu.



Í gildandi aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem athafnasvæði en verður eftir breytingu skilgreindur sem verslun og þjónusta. Ekki er til deiliskipulag sem tekur til Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 en Austurgata 2 er innan deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.



Bæjarráð fól skipulagsfulltrúa, á 18. fundi sínum, að uppfæra og fullvinna skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og í framhaldinu að auglýsa skipulagslýsinguna.



Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

18.Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar fyrri huta árs 2024



Bæjarráð samþykkti fundaáætlun og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

19.Samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og öðrum afbrotum

Málsnúmer 2401035Vakta málsnúmer

Undanfarið hafa Ríkislögreglustjóri og Lögreglustjórinn á Vesturlandi í samstarfi við SSV unnið að mótun svæðisbundins samráðs gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi. Lögð er fram formleg beiðni um samstarf gegn heimilisofbeldi á Vesturlandi til að fylgja verkefninu eftir.
Bæjarstjórn samþykkir samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Vesturlandi í því skyni að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúanna og tryggja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á svæðinu og felur bæjarstjóra að undirritana hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

20.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?