Fara í efni

Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2401019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Elmar Erlendsson kom inn á fundinn.
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Sveitarfélagsins Stykkishólmur um fjölgun íbúða og eflingu starfrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Fulltrúi HMS kemur til fundar og gerir grein fyrir markmiðum verkefnisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fullvinna og rita undir viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, eftir atvikum í samráði við oddvita.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Sveitarfélagsins Stykkishólmur um fjölgun íbúða og eflingu starfrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Fulltrúi HMS gerði grein fyrir markmiðum verkefnisins á 18. fundi bæjarráðs.



Bæjarráð fól bæjarstjóra að fullvinna og rita undir viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, eftir atvikum í samráði við oddvita.



Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?