Fara í efni

Áskorun til sveitarfélaga

Málsnúmer 2103037

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 398. fundur - 29.04.2021

Lögð fram áskorun frá Bændasamtökum Íslands um að nýta innlend matvæli eins og kostur er, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk í skólamáltíðum barna.
Lagt fram til kynningar.

Undirrituð taka undir hvatningu grænmetisbænda og benda á að umfjöllunarefnið á við hvort sem um er að ræða skólamáltíðir eða máltíðir fyrir aðra. Undirrituð hvetja mötuneyti Stykkishólmsbæjar til þess að leitast við að bjóða upp á sem mest af svæðisbundnu hráefni, hvort sem um ræðir grænmeti, fisk eða annað. Þar sem leita þarf lengra skyldi leggja áherslu á íslenskt í hvívetna.
Ferskt svæðisbundið hráefni gefur starfsmönnum einnig tækifæri á að vinna matvælin frá grunni og losna því við að kaupa inn unnin og forsteikt matvæli með tilheyrandi aukaefnum.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Til máls tóku:HH,LÁH og EF
Getum við bætt efni síðunnar?