Bæjarráð
1.Skipulagsnefnd - 9
2.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2023
Málsnúmer 2302024Vakta málsnúmer
3.Auglýsing um styrki til orkuskipta
Málsnúmer 2303043Vakta málsnúmer
4.Erindi frá Royal Rangers skátastarfinu í Stykkishólmi
Málsnúmer 2303042Vakta málsnúmer
5.Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál
Málsnúmer 2303036Vakta málsnúmer
6.Skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi
Málsnúmer 2303033Vakta málsnúmer
Fjölbreytt atvinnustarfsemi við Breiðafjörð nýtir sjávarauðlindir í og við strendur hans. Bæjarráð telur að efnahagslegur og samfélagslegur ábati af lagaeldi sé augljós, bæði fyrir svæðið og íslenskt samfélag, sem og framtíðar vaxtarmöguleikar og nýsköpun í kringum sjálfbæra auðlindanýtingu í kringum lagaeldi.
Bæjarráð leggur áherslu á að með auknu rannsóknar- og vísindastarfi getum við enn betur tryggt svæðisbundin tækifæri til verðmætasköpunar á grunni sjálbærrar nýtingar. Á sama tíma er mögulegt að horfa til möguleika svæðisins til aukinnar bindingar gróðurhúsalofttegunda og til langvarandi áhrifa sem loftlagsbreytingar hafa á hafið og vistkerfi þess með áherslu á lífríki Breiðafjarðar, þ.m.t. breytileika í straumum, hita og seltu hafsins og þau áhrif sem það getur haft á eiginleika til sjávar og stranda. Bæjarráð telur á þessum grunni að mikilvægt sé að víkka út rannsóknir á sjávarfangi og öðrum auðlindum við Breiðafjörð með það í huga að efla þar atvinnurekstur á grundvelli sjálfbærrar nýtingar.
7.Drög að hvítbók um samgöngumál og umhverfismatsskýrsla
Málsnúmer 2303032Vakta málsnúmer
8.Drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu
Málsnúmer 2303031Vakta málsnúmer
9.Drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók)
Málsnúmer 2303030Vakta málsnúmer
10.Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir)
Málsnúmer 2303002Vakta málsnúmer
Á níunda fundi sínum fól bæjarráð bæjarstjóra að útbúa umsögn og leggja fyrir næsta bæjarráðfund.
11.Styrkumsóknir
Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer
Tíu umsóknir bárust en umsóknarfrestur var til og með 14. mars.
Lögð fram tillaga að úthlutun í samræmi við umræður á 9. fundi bæjarráðs.
Félag atvinnulífs í Stykkishólmi 100.000, prentun og uppfærsla á götukorti af Stykkishólmi.
Heimatónleikar í Stykkishólmi 2023 200.000, heimatónleikar í Stykkishólmi 2023.
Menningardagskrá Eyrbyggjasögufélags 100.000, vegna gönguleiða Óska eftir því að umsókn til lista- og menningasjóðs 2022 verði tekin fyrir aftur.
Sólveig Benjamínsdóttir 100.000, sýning á listaverkum eftir Árna Pál Jóhannsson í Norska húsinu.
Aftanskin / Halldóra F. Sverrisdóttir 100.000, vegleg kaffiveisla á Stundarfrið.
Sigmundur Ernir Rúnarsson 200.000, afmælisþáttur um Júlíönu - hátíð sögu og bóka í umsjá Sigmundar Ernirs.
12.Úttekt á Slökkviliði Stykkishólms 2021
Málsnúmer 2107011Vakta málsnúmer
Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri sendi viðbrögðum við erindinu.
13.Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin lagði áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.
Aðgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar.
14.Umsókn um stöðuleyfi - Hafnarvagninn
Málsnúmer 2303038Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd kallaði eftir umsögn hafnarstjórnar.
15.Umsókn um stöðuleyfi - Fish&chips
Málsnúmer 2303039Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd kallaði eftir umsögn hafnarstjórnar.
16.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa - Hólar
Málsnúmer 2303017Vakta málsnúmer
Málið var tekið fyrir á 8. fundi skipulagsnefndar en afgreiðslu frestað vegna óvissu um túlkun á merkingu skipulagsskilmála í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 þ.m.t. kafla 4.1 um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. í kjölfar fundarins óskaði skipulagsfulltrúi eftir áliti Skipulagsstofnunar á byggingarheimildum fyrir jörðina Hóla.
Á níunda fundi sínum benti Skipulagsnefnd á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
17.Umsókn um byggingarheimild - Hólar 7
Málsnúmer 2302028Vakta málsnúmer
Lóðin Hólar 7 er á svæði sem skilgreint er sem "frístundabyggð" í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024. Vísað er til skipulagsskilmála í kafla 4.1. um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. Engar fasteignir eru skráðar á lóðinni í dag.
Á níunda fundi sínum benti Skipulagsnefnd á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.
Minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt fram fyrir bæjarráð.
18.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Bæjarráð fagnar yfirlýsingu framkvæmdastjóra Sæferða um að línur séu að skýrast og vilji Sæferða standi til þess að tryggja samfellu í ferjusiglingum með núverandi skipi þar til nýtt skip hefji siglingar um 15. október 2023, enda leggur bæjarráð þunga áherslu á stöðuleika í ferjusiglingum samfellu í þjónustu þar til nýtt skip hefur siglingar yfir Breiðafjörð. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að Vegagerðin bjóði út rekstur nýrrar ferju sem fyrst.
19.Gatnagerð og lagnir í Víkurhverfi - Útboðsgögn
Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer
20.Lántaka hjá lánasjóð sveitarfélaga
Málsnúmer 2303045Vakta málsnúmer
68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt var Jakob Björgvini S. Jakobssyni kt. 060982-5549 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari,þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
21.Ráðning skólastjóra - Skipun hæfninefndar
Málsnúmer 2102042Vakta málsnúmer
Eyþór Benediktsson
Sigrún Þórsteinsdóttir
Sigurlína Sigurbjörnsdóttir
22.Gróðursetning við Borgarbraut
Málsnúmer 2303046Vakta málsnúmer
23.Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík
Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með nánari útfærslu á eftirfarandi: 1. Að athuguð verði þörf fyrir stækkun á þjónustubyggingu í samráði við hafnarstjórn. 2. Að fundin verði staðsetning fyrir spennistöð á svæðinu í samráði við RARIK. 3. Að kvöð um umferð á lóð á Nesvegi 20a verði tímabundin þar til að ný aðstaða fyrir upptöku báta verður tilbúin. 4. Að útfæra þurfi betur hugmyndir um bátasafn á lóð Skipavíkur. Nefndin tók vel í hugmyndir um uppbyggingu bátasafns. Nefndin fól skipulagsfulltúa að vinna að ofangreindum uppfærslum í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, og Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi, koma til fundar og gera grein fyrir tillögunni.
Bæjarráð samþykkir að fella lóðir Nessveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögu og deiliskipulagsreiturinn verði minnkaður samkvæmt því og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögunni í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, verði auglýst 1. mgr. 41. gr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 17:43.