Skipavík - deiliskipulag
Málsnúmer 1502036
Vakta málsnúmerHafnarstjórn (SH) - 3. fundur - 20.03.2023
Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi Skipavíkur, ásamt afgreiðslu 8. fundar skipulagsnefndar varðandi áherslur nefndarinnar við að fullvinna tillögu að tillögu að deiliskipulagi. Þá er lagt fram svar skipulagsstofnunar varðandi túlkun á hlutverki hafnarstjórnar við vinnslu skipulagstillögu, sbr. 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003. Samkvæmt því áliti er samkvæmt orðanna hlóðann hlutverk hafnarstjórnar að gera formlega tillögu að skipulagi hafnarsvæðis. Á síðasta fundi hafnarstjórnar óskaði hafnarstjórn eftir að fá tillöguna að nýju fyrir nefndina eftir að tillagan hefði verið auglýst, en á fundinum var ekki bókað sérstaklega um að hafnarstjórn feli skipulagsnefnd eða bæjarráði fyrir sína hönd að gera formlega tillögu að deiliskipuli svæðisins til bæjarstjórnar.
Til að taka af allan vafa er lagt til að hafnarstjórn staðfesti umboð til handa skipulasnefnd eða bæjarráði, til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um skipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Til að taka af allan vafa er lagt til að hafnarstjórn staðfesti umboð til handa skipulasnefnd eða bæjarráði, til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um skipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023
Lögð fram gögn vegna vinnu við deiliskipulag Skipavíkur, ásamt afgreiðslu 8. fundar skipulagsnefndar varðandi áherslur nefndarinnar við að fullvinna tillögu að tillögu að deiliskipulagi og afgreiðsla 3. fundar hafnarstjórnar þar sem hafnarstjórn staðfesti umboð til handa skipulasnefnd eða bæjarráði, til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um deiliskipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Afgreiðslur skipulagsnefndar og hafnarstjórnar eru lagðar fram til staðfestingar.
Afgreiðslur skipulagsnefndar og hafnarstjórnar eru lagðar fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnarstjórnar.
Bæjarráð - 10. fundur - 27.03.2023
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi og Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir tillögunni.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt drögum að greinargerð, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. 123/2010.
Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með nánari útfærslu á eftirfarandi: 1. Að athuguð verði þörf fyrir stækkun á þjónustubyggingu í samráði við hafnarstjórn. 2. Að fundin verði staðsetning fyrir spennistöð á svæðinu í samráði við RARIK. 3. Að kvöð um umferð á lóð á Nesvegi 20a verði tímabundin þar til að ný aðstaða fyrir upptöku báta verður tilbúin. 4. Að útfæra þurfi betur hugmyndir um bátasafn á lóð Skipavíkur. Nefndin tók vel í hugmyndir um uppbyggingu bátasafns. Nefndin fól skipulagsfulltúa að vinna að ofangreindum uppfærslum í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, og Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi, koma til fundar og gera grein fyrir tillögunni.
Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með nánari útfærslu á eftirfarandi: 1. Að athuguð verði þörf fyrir stækkun á þjónustubyggingu í samráði við hafnarstjórn. 2. Að fundin verði staðsetning fyrir spennistöð á svæðinu í samráði við RARIK. 3. Að kvöð um umferð á lóð á Nesvegi 20a verði tímabundin þar til að ný aðstaða fyrir upptöku báta verður tilbúin. 4. Að útfæra þurfi betur hugmyndir um bátasafn á lóð Skipavíkur. Nefndin tók vel í hugmyndir um uppbyggingu bátasafns. Nefndin fól skipulagsfulltúa að vinna að ofangreindum uppfærslum í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, og Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi, koma til fundar og gera grein fyrir tillögunni.
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi og Bæring Bjarnar Jónsson skipulagsráðgjafi, komu til fundar og gerðu grein fyrir tillögunni.
Bæjarráð samþykkir að fella lóðir Nessveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögu og deiliskipulagsreiturinn verði minnkaður samkvæmt því og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögunni í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, verði auglýst 1. mgr. 41. gr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir að fella lóðir Nessveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögu og deiliskipulagsreiturinn verði minnkaður samkvæmt því og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögunni í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, verði auglýst 1. mgr. 41. gr. 123/2010.
Kristín og Bæring véku af fundi.
Bæjarstjórn - 11. fundur - 30.03.2023
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. 123/2010. Þá eru lagðar fram afgreiðslur 8. fundar skipulagsnefndar og 3. fundar hafnarstjórnar til staðfestingar, sem staðfestar voru á 9. fundi bæjarráðs.
Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með nánari útfærslum sem endurspeglast m.a. í fyrirliggjandi tillögu.
Þá samþykkti bæjarráð á 10. fundi sínum að fella lóðir Nesveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögu og deiliskipulagsreiturinn verði minnkaður samkvæmt því og fela skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögunni í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, verði auglýst 1. mgr. 41. gr. 123/2010.
Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með nánari útfærslum sem endurspeglast m.a. í fyrirliggjandi tillögu.
Þá samþykkti bæjarráð á 10. fundi sínum að fella lóðir Nesveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögu og deiliskipulagsreiturinn verði minnkaður samkvæmt því og fela skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögunni í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, verði auglýst 1. mgr. 41. gr. 123/2010.
Bæjarstjórn staðfestir með fjórum atkvæðum H-lista afgreiðslu 8. fundar skipulagsnefndar og 3. fundar hafnarstjórnar. Fulltrúar Í-lista sátu hjá.
Breytingartillaga H-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að fela formanni skipulagsnefndar, í samráði við skipulagsfulltrúa, að boða til fundar í skipulagsnefnd, þar sem jafnframt aðalmönnum í bæjarstjórn er boðið til fundarins, þar sem þeim gefst tækifæri til þess að fara yfir tillöguna með nefndarmönnum. Í kjölfarið verði tillögunni vísað aftur til aukafundar bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista, en þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá.
Til máls tóku:HH,JBSJ,HG,RIS,HG og RMR
Fundarhlé.
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Fyrir liggur tillaga til afgreiðslu til auglýsingar vegna deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, með áorðnum breytingum. Byggir hún á mati hönnuða undir stjórn skipulagsfulltrúa sem unnið hafa að tillögunni á grunni fyrirliggjandi skipulagslýsingar í samræmi við samtöl við hagaðila og ábendingar sem hafa borist til sveitarfélagsins með það að markmiði að skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru á skipulagi fyrir svæðið með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Þá hafa umsagnir opinberra stofnana verið hafðar til hliðsjónar við mótun tillögunnar. Hefur tillagan fengið umfjöllun í hafnarstjórn, skipulagsnefnd og bæjarráði og tekið breytingum í samræmi við áherslur fastanefnda. H-listinn vill þakka öllum þeim sem hafa komið að vinnu þessarar tillögu til þessa og íbúum fyrir þeirra áhuga og ábendingar.
H-listinn telur að tillagan, eins og hún liggur fyrir fundinum, með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á tillögunni á vinnslutímanum og heimild skipulagfulltrúa til frágangs á tillögunni, m.a. könnun á lögmæti hennar, sé tilbúin til auglýsingar. Við getum ekki sætt okkur við það að starfsfólk sveitafélagsins sitji undir ámælum um röng vinnubrögð og viljum í ljósi þess sem fram hefur komið að þessu máli sé frestað og það afgreitt sem fyrst á auka fundi
Bæjarfulltrúar H-lista:
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsddóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir
Þórhildur Eyþórsdóttir
Fundarhlé.
Tillaga Í-lista
Fulltrúar íbúalistans leggja til að málinu sé vísar frá grundvelli þess að ný gögn hafa borist sem bæjarfulltrúar hafa ekki náð að kynna sér.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Tillaga felld með fjórum atkvæðum H-hlista gegn þremur atkvæðum Í-lista.
Bókun Í-lista.
Fulltrúar Íbúalistans hafna því alfarið að þær athugasemdir sem þeir gerðu við deiliskipulag í Skipavík snúi að faglegu starfi þeirra sem komu að skipulaginu. Í fundarboðinu sem kom fyrir 2 sólarhringum síðan var deiliskipulagið enn í vinnslu og ýmislegt enn óklárað. Í dag var bætt við lokatillögu af deiliskipulagi sem fulltrúar hafa ekki náð að kynna sér. Það er skýrt í samþykktum bæjarins að öll gögn skulu liggja fyrir 2 sólarhringum fyrir fund. Þar sem deiliskipulagið sem til stendur að samþykkja kom aðeins fram í dag er málið ótækt og förum við fram á að málinu verði vísað frá.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Fundarhlé.
Bókun bæjarstjóra:
Vegna tillögu og bókun bæjarfulltrúa Í-listans vekur bæjarstjóri athygli á að fyrir lá grunnskjal til afgreiðslu sem sent var með fundarboði. Það skjal lá fyrir fundinum til afgreiðslu. Ekki kom hins vegar til þess að greiða þurfti atkvæði um umrætt gunnskjal eða hið lagfærða skjal, sem hefði þá verið tekið til afgreiðslu með breytingartillögu, í ljósi afgreiðslu málsins sem liggur nú fyrir, enda var málinu vísað til skipulagsnefndar til umfjöllunar og kemur því næst til afgreiðslu að nýju í bæjarstjórn. Á þeim grunni getur bæjarstjóri ekki fallist á að fyrir hendi séu forsendur til frávísunar málsins eða að málið sé ótækt til afgreiðslu á grundvelli formsatriða eins og fram kom í máli bæjarfulltrúa Í-lista.
Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri.
Breytingartillaga H-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að fela formanni skipulagsnefndar, í samráði við skipulagsfulltrúa, að boða til fundar í skipulagsnefnd, þar sem jafnframt aðalmönnum í bæjarstjórn er boðið til fundarins, þar sem þeim gefst tækifæri til þess að fara yfir tillöguna með nefndarmönnum. Í kjölfarið verði tillögunni vísað aftur til aukafundar bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista, en þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá.
Til máls tóku:HH,JBSJ,HG,RIS,HG og RMR
Fundarhlé.
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Fyrir liggur tillaga til afgreiðslu til auglýsingar vegna deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, með áorðnum breytingum. Byggir hún á mati hönnuða undir stjórn skipulagsfulltrúa sem unnið hafa að tillögunni á grunni fyrirliggjandi skipulagslýsingar í samræmi við samtöl við hagaðila og ábendingar sem hafa borist til sveitarfélagsins með það að markmiði að skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru á skipulagi fyrir svæðið með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Þá hafa umsagnir opinberra stofnana verið hafðar til hliðsjónar við mótun tillögunnar. Hefur tillagan fengið umfjöllun í hafnarstjórn, skipulagsnefnd og bæjarráði og tekið breytingum í samræmi við áherslur fastanefnda. H-listinn vill þakka öllum þeim sem hafa komið að vinnu þessarar tillögu til þessa og íbúum fyrir þeirra áhuga og ábendingar.
H-listinn telur að tillagan, eins og hún liggur fyrir fundinum, með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á tillögunni á vinnslutímanum og heimild skipulagfulltrúa til frágangs á tillögunni, m.a. könnun á lögmæti hennar, sé tilbúin til auglýsingar. Við getum ekki sætt okkur við það að starfsfólk sveitafélagsins sitji undir ámælum um röng vinnubrögð og viljum í ljósi þess sem fram hefur komið að þessu máli sé frestað og það afgreitt sem fyrst á auka fundi
Bæjarfulltrúar H-lista:
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsddóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir
Þórhildur Eyþórsdóttir
Fundarhlé.
Tillaga Í-lista
Fulltrúar íbúalistans leggja til að málinu sé vísar frá grundvelli þess að ný gögn hafa borist sem bæjarfulltrúar hafa ekki náð að kynna sér.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Tillaga felld með fjórum atkvæðum H-hlista gegn þremur atkvæðum Í-lista.
Bókun Í-lista.
Fulltrúar Íbúalistans hafna því alfarið að þær athugasemdir sem þeir gerðu við deiliskipulag í Skipavík snúi að faglegu starfi þeirra sem komu að skipulaginu. Í fundarboðinu sem kom fyrir 2 sólarhringum síðan var deiliskipulagið enn í vinnslu og ýmislegt enn óklárað. Í dag var bætt við lokatillögu af deiliskipulagi sem fulltrúar hafa ekki náð að kynna sér. Það er skýrt í samþykktum bæjarins að öll gögn skulu liggja fyrir 2 sólarhringum fyrir fund. Þar sem deiliskipulagið sem til stendur að samþykkja kom aðeins fram í dag er málið ótækt og förum við fram á að málinu verði vísað frá.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Fundarhlé.
Bókun bæjarstjóra:
Vegna tillögu og bókun bæjarfulltrúa Í-listans vekur bæjarstjóri athygli á að fyrir lá grunnskjal til afgreiðslu sem sent var með fundarboði. Það skjal lá fyrir fundinum til afgreiðslu. Ekki kom hins vegar til þess að greiða þurfti atkvæði um umrætt gunnskjal eða hið lagfærða skjal, sem hefði þá verið tekið til afgreiðslu með breytingartillögu, í ljósi afgreiðslu málsins sem liggur nú fyrir, enda var málinu vísað til skipulagsnefndar til umfjöllunar og kemur því næst til afgreiðslu að nýju í bæjarstjórn. Á þeim grunni getur bæjarstjóri ekki fallist á að fyrir hendi séu forsendur til frávísunar málsins eða að málið sé ótækt til afgreiðslu á grundvelli formsatriða eins og fram kom í máli bæjarfulltrúa Í-lista.
Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri.
Hafnarstjórn (SH) - 4. fundur - 15.06.2023
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík eftir auglýsingu, en deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega nýtingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu. Þá er lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík ásamt drögum að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar við athugasemdum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, sbr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003.
Hafnarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við skipulagsnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá staðfestir hafnarstjórn fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir. Hafnarstjórn felur skipulagsnefnd-, bæjarráði/bæjarstjórn ljúka við endanlega afgreiðslu málsins þ.m.t. við umsögn um athugasemdir og lagfæringar á skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd - 12. fundur - 19.06.2023
Lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt samantekt athugasemda sem bárust á auglýsingartímanum og drögum að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar við þeim.
Samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar var lögð fyrir hafnarstjórn 15. júní sl. og var samþykkt samhljóða.
Samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar var lögð fyrir hafnarstjórn 15. júní sl. og var samþykkt samhljóða.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum sem snúa að breytingum á almennum landnotkunarskilmálum og sérskilmálum fyrir lóðir 20 og 20a, og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023
Lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík, með áorðnum breytingum, eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt samantekt athugasemda sem bárust á auglýsingartímanum og drögum að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar við þeim. Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega ny´tingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu.
Hafnarstjórn samþykkti samhljóða á 4. fundi sínum skipulagstillöguna fyrir sitt leyti og lagði til við skipulagsnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá staðfesti hafnarstjórn fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir. Hafnarstjórn fól skipulagsnefnd-, bæjarráði/bæjarstjórn ljúka við endanlega afgreiðslu málsins þ.m.t. við umsögn um athugasemdir og lagfæringar á skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða á 12. fundi sínum skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum sem snúa að breytingum á almennum landnotkunarskilmálum og sérskilmálum fyrir lóðir 20 og 20a, og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Hafnarstjórn samþykkti samhljóða á 4. fundi sínum skipulagstillöguna fyrir sitt leyti og lagði til við skipulagsnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá staðfesti hafnarstjórn fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir. Hafnarstjórn fól skipulagsnefnd-, bæjarráði/bæjarstjórn ljúka við endanlega afgreiðslu málsins þ.m.t. við umsögn um athugasemdir og lagfæringar á skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða á 12. fundi sínum skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum sem snúa að breytingum á almennum landnotkunarskilmálum og sérskilmálum fyrir lóðir 20 og 20a, og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum fulltrúum H-lista afgreiðslur hafnarstjórnar og skipulagsnefndar og þar með samþykkir skipulagstillöguna með þeim breytingum sem samþykktar voru í skipulagsnefnd og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt samþykkir bæjarráð með tveimur atkvæðum H-lista samantekt athugasemda og afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á skipulagsfundi. Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ragnheiður Harpa situr hjá.
Ragnheiður Harpa situr hjá.
Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023
Guðmundur Kolbeinn víkur af fundi og Kári Geir tekur sæti á fundinum.
Lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík, með áorðnum breytingum, eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt samantekt athugasemda sem bárust á auglýsingartímanum og drögum að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar við þeim. Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega ny´tingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu.
Hafnarstjórn samþykkti samhljóða á 4. fundi sínum skipulagstillöguna fyrir sitt leyti og lagði til við skipulagsnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá staðfesti hafnarstjórn fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir. Hafnarstjórn fól skipulagsnefnd-, bæjarráði/bæjarstjórn ljúka við endanlega afgreiðslu málsins þ.m.t. við umsögn um athugasemdir og lagfæringar á skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða á 12. fundi sínum skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum sem snúa að breytingum á almennum landnotkunarskilmálum og sérskilmálum fyrir lóðir 20 og 20a, og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Á 12. fundi sínum samþykkti bæjarráð skipulagstillöguna með þeim breytingum sem samþykktar voru í skipulagsnefnd og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt samþykkti bæjarráð samantekt athugasemda og afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á skipulagsfundi. Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkti samhljóða á 4. fundi sínum skipulagstillöguna fyrir sitt leyti og lagði til við skipulagsnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá staðfesti hafnarstjórn fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir. Hafnarstjórn fól skipulagsnefnd-, bæjarráði/bæjarstjórn ljúka við endanlega afgreiðslu málsins þ.m.t. við umsögn um athugasemdir og lagfæringar á skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða á 12. fundi sínum skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum sem snúa að breytingum á almennum landnotkunarskilmálum og sérskilmálum fyrir lóðir 20 og 20a, og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Á 12. fundi sínum samþykkti bæjarráð skipulagstillöguna með þeim breytingum sem samþykktar voru í skipulagsnefnd og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt samþykkti bæjarráð samantekt athugasemda og afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á skipulagsfundi. Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og þar með samþykkir skipulagstillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samantekt athugasemda og afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á skipulagsfundi og liggja fyrir fundinum.
Samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum bæjarfulltrúa H-listans (Hrafnhildur, Steinunn Ingibjörg, Ragnar Ingi og Kári Geir). Bæjarfulltrúar Í-lista (Ragnheiður Harpa, Erla og Kristján) greiða atkvæði á móti.
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Undirrituð fagna því að unnið sé að deiliskipulagi fyrir svæðið við Skipavík. Þegar deiliskipulag er unnið þarf að gera ráð fyrir þeirri starfsemi sem þegar hefur verið áformuð að verði á svæðinu þannig að hægt sé að veita umsagnir í samræmi við það. Í framlagðri deiliskipulagstillögu er ekki tekið fram hvaða starfsemi er áformuð við Nesveg 25, annað en þar skuli „hýsa hafnsækna starfsemi. Til dæmis móttöku og vinnslu þörunga.“ Hins vegar kom fram á íbúafundi þann 24. maí s.l. að á lóðinni er áformuð þörungavinnsla á vegum Asco Harvester. Heppilegra hefði verið að auglýsa deiliskipulagið með lýsingu á þeirri starfsemi sem nú þegar er áformuð. Þannig að fagaðilum sem nú hafa veitt umsagnir við skipulag án þörungaverksmiðju hefði gefist færi á að veita umsagnir við skipulag þar sem gert er ráð fyrir áformaðri verksmiðju. Að geta þess ekki að innan skipulagsins sé áformuð þörungaverksmiðja getur hugsanlega tafið fyrir mögulegu starfsleyfi og á versta veg fengið neitun þar sem vinnslan stæðist ekki kröfur.
Undirrituð telja að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til athugasemda íbúa og rekstraraðila á svæðinu svo sem hvað varðar hávaða-, lykt-, loft- og sjónmengun auk kvaða á lóðarhafa sem fyrir eru á svæðinu. Að teknu tilliti til umsagna telja undirrituð að setja eigi takmarkanir á hávaða t.d. í samræmi við verksmiðju sem getið er um í skýrslu ráðgjafarnefndar vegna áhuga á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi frá apríl 2019, en þar er krafa um að hávaðamörk fari ekki yfir 35 db að næturlagi í íbúðarhverfi.
Þá benda undirrituð á að í ofangreindri skýrslu er það mat ráðgjafarnefndarinnar að heppilegasta staðsetning þörungavinnslu sé suðvestan flugvallar. Í skýrslunni er miðað við töluvert meira magn til vinnslu árlega eða allt að 30.000 tonn en Asco Harvester gerir ráð fyrir að vinna 5.000 tonn árlega. Til að tryggja að íbúar í nágreninu verði fyrir sem minnstu ónæði af þörungaverksmiðju á svæðinu telja undirrituð að miða eigi hámarks vinnslu þörunga á svæðinu við þau 5.000 tonn sem er það magn sem fyrirtækið áformar að vinna árlega og er í samræmi við tillögu fulltrúa Íbúalistans á fyrri stigum. Ljóst að samkvæmt skipulagstillögunni verða engar takmarkanir á vinnslumagni á svæðinu.
Ein megin rök meirihlutans fyrir því að þörungaverksmiðja innan skipulagsins muni ekki valda ónæði hafa verið þau að á svæðinu er lítil þangverksmiðja sem ekki hefur valdið íbúum í nágreninu ónæði, en þess ber að geta að samkvæmt fyrirspurn bæjarfulltrúa til bæjarstjóra hefur afar litlum sjávargróðri verið landað við höfn í Stykkishólmi.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Fulltrúar H-listans fagna því að lokið sé vinnu við deiliskipulag í Skipavík og að skipulagið hafi verið samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd og hafnarstjórn þó ekki hafi verið einhugur um skipulagið á meðal bæjarfulltrúa.
Atvinnustarfsemi við Skipavík á sér langa sögu og hefð í Hólminum en umfangsmesta starfsemin hefur í gegnum tíðina verið tengd skipasmíði og viðhaldi skipa. Það fylgja því tækifæri að geta fangað framtíðarsýn fyrir svæðið í deiliskipulagi, en skipulagið gerir ráð fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi á svæðinu og góðri og hagkvæmri nýtingu þeirra innviða og mannvirkja sem fyrir eru. Jafnframt er lögð áhersla á ásýnd svæðisins og aðlögun þess að íbúðarbyggðinni í grennd og bæjarmyndinni í heild sinni. Er þetta skipulag einn liður í því að byggja jafnt og þétt grunn að enn fjölbreyttara og sterkara samfélagi í Stykkishólmi.
Bæjarfulltrúar H-lista,
Ragnar Ingi Sigurðsson
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Hrafnildur Hallvarðsdóttir
Kári Geir Jensson
Samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum bæjarfulltrúa H-listans (Hrafnhildur, Steinunn Ingibjörg, Ragnar Ingi og Kári Geir). Bæjarfulltrúar Í-lista (Ragnheiður Harpa, Erla og Kristján) greiða atkvæði á móti.
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Undirrituð fagna því að unnið sé að deiliskipulagi fyrir svæðið við Skipavík. Þegar deiliskipulag er unnið þarf að gera ráð fyrir þeirri starfsemi sem þegar hefur verið áformuð að verði á svæðinu þannig að hægt sé að veita umsagnir í samræmi við það. Í framlagðri deiliskipulagstillögu er ekki tekið fram hvaða starfsemi er áformuð við Nesveg 25, annað en þar skuli „hýsa hafnsækna starfsemi. Til dæmis móttöku og vinnslu þörunga.“ Hins vegar kom fram á íbúafundi þann 24. maí s.l. að á lóðinni er áformuð þörungavinnsla á vegum Asco Harvester. Heppilegra hefði verið að auglýsa deiliskipulagið með lýsingu á þeirri starfsemi sem nú þegar er áformuð. Þannig að fagaðilum sem nú hafa veitt umsagnir við skipulag án þörungaverksmiðju hefði gefist færi á að veita umsagnir við skipulag þar sem gert er ráð fyrir áformaðri verksmiðju. Að geta þess ekki að innan skipulagsins sé áformuð þörungaverksmiðja getur hugsanlega tafið fyrir mögulegu starfsleyfi og á versta veg fengið neitun þar sem vinnslan stæðist ekki kröfur.
Undirrituð telja að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til athugasemda íbúa og rekstraraðila á svæðinu svo sem hvað varðar hávaða-, lykt-, loft- og sjónmengun auk kvaða á lóðarhafa sem fyrir eru á svæðinu. Að teknu tilliti til umsagna telja undirrituð að setja eigi takmarkanir á hávaða t.d. í samræmi við verksmiðju sem getið er um í skýrslu ráðgjafarnefndar vegna áhuga á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi frá apríl 2019, en þar er krafa um að hávaðamörk fari ekki yfir 35 db að næturlagi í íbúðarhverfi.
Þá benda undirrituð á að í ofangreindri skýrslu er það mat ráðgjafarnefndarinnar að heppilegasta staðsetning þörungavinnslu sé suðvestan flugvallar. Í skýrslunni er miðað við töluvert meira magn til vinnslu árlega eða allt að 30.000 tonn en Asco Harvester gerir ráð fyrir að vinna 5.000 tonn árlega. Til að tryggja að íbúar í nágreninu verði fyrir sem minnstu ónæði af þörungaverksmiðju á svæðinu telja undirrituð að miða eigi hámarks vinnslu þörunga á svæðinu við þau 5.000 tonn sem er það magn sem fyrirtækið áformar að vinna árlega og er í samræmi við tillögu fulltrúa Íbúalistans á fyrri stigum. Ljóst að samkvæmt skipulagstillögunni verða engar takmarkanir á vinnslumagni á svæðinu.
Ein megin rök meirihlutans fyrir því að þörungaverksmiðja innan skipulagsins muni ekki valda ónæði hafa verið þau að á svæðinu er lítil þangverksmiðja sem ekki hefur valdið íbúum í nágreninu ónæði, en þess ber að geta að samkvæmt fyrirspurn bæjarfulltrúa til bæjarstjóra hefur afar litlum sjávargróðri verið landað við höfn í Stykkishólmi.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Fulltrúar H-listans fagna því að lokið sé vinnu við deiliskipulag í Skipavík og að skipulagið hafi verið samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd og hafnarstjórn þó ekki hafi verið einhugur um skipulagið á meðal bæjarfulltrúa.
Atvinnustarfsemi við Skipavík á sér langa sögu og hefð í Hólminum en umfangsmesta starfsemin hefur í gegnum tíðina verið tengd skipasmíði og viðhaldi skipa. Það fylgja því tækifæri að geta fangað framtíðarsýn fyrir svæðið í deiliskipulagi, en skipulagið gerir ráð fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi á svæðinu og góðri og hagkvæmri nýtingu þeirra innviða og mannvirkja sem fyrir eru. Jafnframt er lögð áhersla á ásýnd svæðisins og aðlögun þess að íbúðarbyggðinni í grennd og bæjarmyndinni í heild sinni. Er þetta skipulag einn liður í því að byggja jafnt og þétt grunn að enn fjölbreyttara og sterkara samfélagi í Stykkishólmi.
Bæjarfulltrúar H-lista,
Ragnar Ingi Sigurðsson
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Hrafnildur Hallvarðsdóttir
Kári Geir Jensson
Guðmundur Kolbeinn kemur aftur á fund og Kári Geir víkur af fundi.
Undirrituð leggja til að Hafnarstjórn og skipulagsnefnd sveitarfélagsins geri í sameiningu tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðisins til bæjarstjórnar á sameiginlegum fundi.
Breytingartillögunni er hafnað með 3 atkvæðum fulltrúa H-lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa Í-lista.
Gengið til atkvæðagreiðlu um fyrirliggjandi tillögu samkvæmt fundarboði:
Hafnarstjórn staðfestir umboð til handa skipulasnefnd eða bæjarráði, til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um deiliskipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Að lokinni auglýsingu verður tillagan lögð fram að nýju fyrir í hafnarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Viðbótartillaga hafnarstjóra:
Fulltrúar í hafnarstjórn eru reiðubúnir til þess að funda með skipulagsnefnd á vinnufundi komi til þess að slíkur vinnufundur verði haldinn.
Samþykkt samhljóða.
Bókum Í-lista:
Í 1. mgr. 5. gr. hafnalaga nr. 61/2023 segir að skipulag hafnarsvæðis skuli miðast við þarfir hafnar. Hafnarstjórn geri tillögu um skipulag hafnarsvæðis til skipulagsnefndar eða sveitarstjórnar að höfðu samráði við Vegagerðina um gerð þess.
Íbúalistinn
Unnur María Rafnsdóttir
Kristján Lár Gunnarsson