Fara í efni

Lántaka hjá lánasjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 2303045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 10. fundur - 27.03.2023

Lagður fram lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Sveitarfélagsins Stykkishólms sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 100.000.000
Bæjarráð Sveitarfélagsins Skykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lá fyrir á fundinum og sem bæjarráð hafði kynnt sér. Bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. Til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta,dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr.
68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt var Jakob Björgvini S. Jakobssyni kt. 060982-5549 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari,þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

Bæjarstjórn - 11. fundur - 30.03.2023

Lagður fram lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Sveitarfélagsins Stykkishólms sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 100.000.000
Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista gen þremur atkvæðum Í-lista hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista gen þremur atkvæðum Í-lista að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 060982-5549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Til máls tóku:HH,HG og JBSJ

Bókun.

Undirrituð telja að nýta eigi framlag vegna sameiningar til fjárfestinga án þess að fara í Lántökur. Vegna sameiningar framlagsins er tækifæri nú til að fjárfesta eins og gert hefur verið undanfarið og greiða samhliða niður skuldir. Að öðru leyti vísum við í bókun undir lið 20 um uppbyggingu Víkurhverfis.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Getum við bætt efni síðunnar?