Ágangur sauðfjár - Svelgsá
Málsnúmer 2208039
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022
Lagt fram erindi Vilhelmínu Þórdísar Salbergsdóttur og Jóhanns Guðmundar Hálfdánarsonar þar sem er óskað eftir því formlega að sveitarfélagið sinni skyldu sinni og sjái til þess að sauðfé verði smalað af jörðum í þeirra eigu hið fyrsta vegna ágangs sauðfjár (Svelgsá) á grundvelli 33. gr. laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl. frá árinu 1986, eins og nánar er tilgreint í erindinu.
Bæjarráð þakkar erindið. Bæjarráð bendir á að fyrir liggur leiðbeiningar og álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN2007003 þar sem tekin var efnisleg afstaða til ágreiningsefnisins. Bæjarráð telur, með vísan til framangreindrar niðurstöðu ráðuneytisins og lögfræðilegum rökstuðningi í því máli, þar sem fjallað var um skörun lagaákvæða á grundvelli forgangsreglna réttarheimildafræðinnar, að ekki séu forsendur til þess að sveitarfélagið gangi gegn fyrirliggjandi leiðbeiningum og áliti ráðuneytisins í þessum efnum. Með vísan til niðurstöðu áðurnefnds úrskurðar telur sveitarfélagið rétt að líta til ákvæða 8. gr. og 9. gr. laga um búfjárhald og að þau ákvæði gangi framan ákvæðum IV. kafla afréttarlaga. Af þessum sökum og með vísan til niðurstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN-20070003 sér bæjarráð sér ekki fært að fallast á erindið.