Hrognkelsaveiðar á innanverðum Breiðafirði 2020
Málsnúmer 2005020
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 3. fundur - 22.05.2020
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd eru lögð fram ályktun 387. fundar bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 6 maí 2020, um hrognkelsaveiðar á innanverðum Breiðafirði 2020 og bókun 613. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar um sama efni, ásamt reglugerðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nr. 407/2020 og 455/2020 um hrognkelsaveiðar árið 2020.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundaði í framhaldi af ályktun bæjarstjórnar um fyrirkomulag hrognkelsaveiða sumarið 2020 með grásleppusjómönnum sem hafa leyfi til grásleppuveiða við innanverðan Breiðafjörð í sumar þann 13. maí 2020 í Stykkishólmi. Þá hvatti bæjarráð Stykkishólmsbæjar á fundi sínum þann 14. maí 2020 ráðherra til þess að útfæra fyrirkomulag grásleppuveiða sumarið 2020 í samræmi við vilja grásleppusjómanna á fundi þeirra með ráðherra þannig að ekki þurfi að koma til ólympískra veiða 20. maí nk.
Í framhaldi af fundi ráðherra í Stykkishólmi og hvatningu bæjarráðs gaf ráðherra út fyrirliggjandi breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar á árinu 2020, dags. 15. maí 2020.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundaði í framhaldi af ályktun bæjarstjórnar um fyrirkomulag hrognkelsaveiða sumarið 2020 með grásleppusjómönnum sem hafa leyfi til grásleppuveiða við innanverðan Breiðafjörð í sumar þann 13. maí 2020 í Stykkishólmi. Þá hvatti bæjarráð Stykkishólmsbæjar á fundi sínum þann 14. maí 2020 ráðherra til þess að útfæra fyrirkomulag grásleppuveiða sumarið 2020 í samræmi við vilja grásleppusjómanna á fundi þeirra með ráðherra þannig að ekki þurfi að koma til ólympískra veiða 20. maí nk.
Í framhaldi af fundi ráðherra í Stykkishólmi og hvatningu bæjarráðs gaf ráðherra út fyrirliggjandi breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar á árinu 2020, dags. 15. maí 2020.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 4. fundur - 10.09.2020
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd er lögð fram drög að breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu o.fl.). Í drögunum er m.a. lagt til að ráðherra sé með reglugerð heimilt, að ákveða staðbundin veiðisvæði við grásleppuveiðar, þannig að aðeins geti þar stundað veiðar bátar sem skráðir séu frá byggðarlagi við hlutaðeigandi veiðisvæði og útgerð bátsins eigi þar heimilisfesti. Setja skal skipum aflahlutdeild í aflamarki og krókaaflamarki í grásleppu. Þá er í drögunum gert ráð fyrir að aflahlutdeild einstakra skipa skuli ákveðin á grundvelli veiðireynslu sem fengin hefur verið á leyfi sem skráð er á skipið. Við mat á veiðireynslu skal miða við þrjú bestu veiðitímabil viðkomandi skips frá og með árinu 2013 til og með árinu 2018. Þau skip ein eiga kost á að fá úthlutað aflahlutdeild sem höfðu rétt til leyfis til grásleppuveiða. Í drögunum er lagt til að samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, megi aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild í grásleppu en 2%.
Einnig er lögð fram ályktun SSV um endurskoðun á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða.
Valentínus Guðnason, fulltrúi Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, í nefnd Landssambands smábátaeigenda um grásleppuveiðar, mætir til fundarins.
Einnig er lögð fram ályktun SSV um endurskoðun á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða.
Valentínus Guðnason, fulltrúi Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, í nefnd Landssambands smábátaeigenda um grásleppuveiðar, mætir til fundarins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því ákvæði í drögum að breytingu á lögum um fiskveiðar þar sem lagt er til að ráðherra geti með reglugerð ákveðið staðbundin veiðisvæði við grásleppuveiðar, þannig að aðeins geti þar stundað veiðar bátar sem skráðir séu frá byggðarlagi við hlutaðeigandi veiðisvæði og útgerð bátsins eigi þar heimilisfesti. Nefndin fagnar einnig því ákvæði í fyrrnefndum drögum þar sem kveðið er á um að setja skuli skipum aflahlutdeild í aflamarki og krókaaflamarki í grásleppu á grundvelli veiðireynslu. Þá fagnar nefndin að í drögunum er lagt til að samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, megi aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild í grásleppu en 2%.
Loks fagnar nefndin ályktun SSV um endurskoðun á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða.
Loks fagnar nefndin ályktun SSV um endurskoðun á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar um að breyta þurfi fyrirkomulagi hrognkelsaveiða á Íslandi enda sé óboðleg sú staða sem blasir við sjómönnum og vinnslum í dag við Breiðafjörð. Nefndin hvetur ráðherra að hefja nú þegar vinnu við að útfæra fyrirkomulag grásleppuveiða með þeim hætti sem endurspeglaðist í vilja grásleppusjómanna á fundi sjómanna með ráðherra þannig að sú staða sem kom upp í lok apríl sl. geti ekki komið upp aftur.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að núverandi lagaumhverfi sem gildir um stjórn grásleppuveiða skapi sjómönnum og vinnslum erfiðari rekstrarskilyrði, skekki samkeppnistöðu og grafi undan greininni til lengri tíma. Nauðsynlegt sé að skapa greininni stöðuleika og fyrirsjáanleika sem er grunnþáttur í öllum rekstri. Þá eru núverandi starfsskilyrði ekki til þess fallin að auka nýliðun í greininni. Undanfarin ár hefur verið innt af hendi undirbúningsvinna við breytingar á núverandi kerfi sem ekki hefur hlotið umfjöllun á Alþingi. Mikilvægt er að Alþingi taki til umfjöllunar fyrirliggjandi frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stefni að því bæta rekstrarumhverfi sjómanna og vinnslna með langtíma hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi sem og samfélagsins í heild sinni.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á Hafrannsóknastofnun, m.a. í ljósi framkominnar gagnrýni á reiknistuðul stofnunarinnar, að styrkja gagnagrunn sinn og fara yfir forsendur stofnsmats sem ráðgjöf stofnunarinnar til ráðherra um veiðar hrognkelsa byggir á.