Tillögur að aðhaldsaðgerðum í Leikskóla Stykkishólms
Málsnúmer 2004029
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 3. fundur - 22.05.2020
Lagðar fram tillögur að aðhaldsaðgerðum vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar í kjölfar COVID-19. M.a. er lagt til að fresta styttingu sumarlokunar Leikskólans.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 4. fundur - 10.09.2020
Lagðar fram athugasemdir leikskólastjórnenda um bókun Atvinnu- og nýsköpunarnefndar Stykkishólmsbæjar vegna sumarlokunar í Leikskólanum í Stykkishólmi, sbr. fund nefndarinnar 22. maí 2020.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar athugasemdir leikskólastjórnenda og vill taka fram að í bókun frá 22. maí 2020 var nefndin ekki að taka afstöðu eða gagnrýna fagleg störf leikskólans og leikskólastjórnenda enda er það ekki hlutverk nefndarinnar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn að framfylgja fyrirhuguðum áætlunum um að stytta sumarlokun leikskólans til að styðja við atvinnulífið og mæta þörfum fjölskyldna.