Aukin þjónusta atvinnuráðgjafa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)
Málsnúmer 2005049
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 3. fundur - 22.05.2020
Lagður var fram tölvupóstur frá atvinnuráðgjöfum SSV, dags. 15. maí sl., til Stykkishólmsbæjar, þar sem spurst er fyrir um hvort bæjarfélagið telji þörf á viðveru atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi í sumar, líkt og Grundarfjarðarbær hefur óskað eftir. Aftur á móti hyggst Snæfellsbær auglýsa þjónustu atvinnuráðgjafa og hvetja fólk til að nýta þjónustu þeirra án þess þó að vera með sérstaka viðveru í bænum.
Í venjulegu ári hafa atvinnuráðgjafarnir viðveru einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina frá sept. - maí í hverju sveitarfélagi og ráðgjöf og viðtöl veitt eftir þörfum utan viðveru. Ráðgjafarnir fara líka reglulega í fyrirtækjaheimsóknir á Vesturlandi og fylgja eftir verkefnum. SSV ætlar á næstu dögum að kynna þjónustu atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa.
Í venjulegu ári hafa atvinnuráðgjafarnir viðveru einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina frá sept. - maí í hverju sveitarfélagi og ráðgjöf og viðtöl veitt eftir þörfum utan viðveru. Ráðgjafarnir fara líka reglulega í fyrirtækjaheimsóknir á Vesturlandi og fylgja eftir verkefnum. SSV ætlar á næstu dögum að kynna þjónustu atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við Stykkishólmsbæ að óska eftir viðveru atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi allt að tvisvar í mánuði yfir sumarmánuðina, júní - ágúst, í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Viðverutímar atvinnuráðgjafanna verði auglýstir á vef Stykkishólmsbæjar.