Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039
Málsnúmer 2502013Vakta málsnúmer
Grundarfjarðarbær óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Stykkishólms v/breytingar á aðalskipulagi í tengslum við heildarendurskoðun deiliskipulags, nr. 0233/2024 vegna Ölkeldudals.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039.
2.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagsgögn vegna breytingu á Aðalskipulagi Stykkishóms 2002-2022, vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar.
Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við gerð skipulagsgagna, þ.m.t. greinargerðar og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.
Fyrir skipulagsnefnd eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint, og lagt til samþykkt verði að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002-2022, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynntar verði vinnslutillögur deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraenda, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga,.
Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við gerð skipulagsgagna, þ.m.t. greinargerðar og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.
Fyrir skipulagsnefnd eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint, og lagt til samþykkt verði að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002-2022, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynntar verði vinnslutillögur deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraenda, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga,.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002-2022, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, samhliða verði kynntar vinnslutillögur deiliskipulagsáætlana fyrir Kallhamar og Hamraendar sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
3.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagsgögn vegna vinnu við ný deiliskipulög fyrir Kallhamar og Hamraenda.
Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við skipulagsgögn, þ.m.t. greinargerð og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.
Fyrir skipulagsnefnd eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint, og lagt til samþykkt verði að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishóms 2002-2022 vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd óskaði, á 25. fundi sínum, eftir því að skipulagshönnuður og VSÓ ráðgjöf ljúki við skipulagsgögn, þ.m.t. greinargerð og umhverfisskýrslu, í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 27. fundi sínum. Skipulagshönnuður kom til fundar og gerði grein fyrir fyrirligjandi vinnu skipulagshönnuðar og VSÓ á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin taldi þær áherslur sem fram komu í þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum og þau áform sem kynnt voru fyrir nefndinni í samræmi við áherslur nefndarinnar.
Fyrir skipulagsnefnd eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn, í samræmi við framangreint, og lagt til samþykkt verði að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishóms 2002-2022 vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Magnús Ingi kemur til fundar.
4.Uppbygging fyrir eldra fólk - Skipulagsvinna við svæði Tónlistarskólans
Málsnúmer 2501007Vakta málsnúmer
Lögð er fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem lagðar voru til hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms og framtíðarsýn fyrir uppbyggingu á því svæði sem myndi nýtast eldra fólki í tengslum við miðstöð öldrunarþjónustu við Skólastíg 14 (Höfðaborg). Á 26. fundi skipulagsnefndar óskaði nefndin eftir heimild bæjarráðs til þess að skoða málið áfram með skipulagsfulltrúa. Bæjarráð fól skipulagsnefnd, á 29. fundi sínum, að vinna málið áfram með skipulagsfulltrúa.
Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs óskaði skipulagsfulltrúi eftir því að Magnús Ingi Bæringsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem var starfsmaður framangreinds starfshóps um stefnumótun í málefnum eldra fólks, komi til fundar við skipulagsnefnd til að gera nefndinni nánari grein fyrir fyrirliggjandi tillögum sem liggja fyrir í skýrslunni og þeim umræðum sem fram fóru um framangreinda framtíðarsýn í uppbyggingu fyrir eldra fólk á svæði Tónlistaskóla Stykkishólms.
Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs óskaði skipulagsfulltrúi eftir því að Magnús Ingi Bæringsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem var starfsmaður framangreinds starfshóps um stefnumótun í málefnum eldra fólks, komi til fundar við skipulagsnefnd til að gera nefndinni nánari grein fyrir fyrirliggjandi tillögum sem liggja fyrir í skýrslunni og þeim umræðum sem fram fóru um framangreinda framtíðarsýn í uppbyggingu fyrir eldra fólk á svæði Tónlistaskóla Stykkishólms.
Skipulagsnefnd þakkar Magnúsi Inga fyrir kynningu á verkefninu sem starfsmaður starfshós um stefnumótun í málefnum eldra fólks og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og koma m.a. með hugmyndir að markmiði og vera í samskiptum við aðila sem málið varðar.
Magnús Ingi yfirgefur fundinn.
5.Framkvæmdaleyfi fyrir veg - Berserkjahraun
Málsnúmer 2411026Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna framkvæmdaleyfis fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarvegi.
Á 25. fundi sínum benti skipulagsnefnd á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þurfa fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áður en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.
Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og óskaði jafnframt eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn staðfesti jafnframt afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs á 30. fundi sínum.
Í samræmi við framangreint er lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarsvegi (nr. 557), ásamt umsögnum Vegagerðarinnar, Náttúruverndarstofnunar (áður Umhverfisstofnun), Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar.
Á 25. fundi sínum benti skipulagsnefnd á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þurfa fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áður en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.
Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og óskaði jafnframt eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn staðfesti jafnframt afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs á 30. fundi sínum.
Í samræmi við framangreint er lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarsvegi (nr. 557), ásamt umsögnum Vegagerðarinnar, Náttúruverndarstofnunar (áður Umhverfisstofnun), Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir akveg frá Berserkjahrauni að Helgafellssveitarvegi (nr. 557), sbr. 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með þeim tilmælum að allt rask verði afmáð ásamt því að áður ókunnar fornminjar finnast við framkvæmd verksins skal stöðva framkvæmd án tafar og láta Minjastofnun vita, skv. 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
6.Reitarvegur 2 - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2409023Vakta málsnúmer
Lagður er fram skipulagsuppdráttur sem felur í sér tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reitarvegs vegna Reitarvegar 2, en skipulagsnefnd veitti, á 24. fundi sínum, lóðarhafa heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Þá lagði nefndin einnig áherslu á að viðbygging og nýbygging verði í samræmi við núverandi byggingu hvað varðar hlutföll, gluggasetningu og efnisnotkun.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Reitarvegs 2, skv. 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012, sbr. 44. gr. sömu laga, og að tillagan skuli grenndarkynnt fyrir Reitarveg 4, 4a, 6, 6a og 18b.
7.Fundardagar skipulagsnefndar
Málsnúmer 2502014Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að fundaráætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2025.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagaða tillögu að fundardögum fyrir árið 2025.
Fundi slitið - kl. 17:45.