Fara í efni

Bæjarráð

633. fundur 11. nóvember 2021 kl. 16:15 - 23:10 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason varamaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) varaformaður
  • Lárus Ástmar Hannesson áheyrnarfulltrúi
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulags- og bygginganefnd - 255

Málsnúmer 2111002FVakta málsnúmer

Lögð fram 255. fundargerð skipulags- og bygginganefndar.
Framlagt til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 17

Málsnúmer 2110001FVakta málsnúmer

Lögð fram 17. fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa.
Framlagt til kynningar.

3.Ungmennaráð - 18

Málsnúmer 2111001FVakta málsnúmer

Lögð fram 18. fundargerð ungmennaráðs Stykkishólmsbæjar.
Framlagt til kynningar.

4.Skóla- og fræðslunefnd - 187

Málsnúmer 2111003FVakta málsnúmer

Lögð fram 187. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísar lið 3 í fundargerð til umfjöllunnar á næsta bæjarráðsfundi.

5.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 29. október sl.
Framlagt til kynningar.

6.Fundargerðir Jeratúns ehf.

Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir hlutahafafunda Jeratúns ehf. frá ágúst og september sl.
Framlagt til kynningar.

7.Ágóðahlutagreiðsla 2021

Málsnúmer 2110024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Brunabótafélagi Íslands þar sem fram kemur að á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ hafi verið samþykkt að áfram muni hluti hagnaðar af starfsemi félagsins vera greiddur út til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Framlagt til kynningar.

8.Haustþing SSV 2021

Málsnúmer 2109005Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Haustþings SSV 2021 var haldið í Árbliki í miðvikudaginn 10. nóvember.

Þar voru m.a. saman komnir fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi, starfsfólk SSV, Þórdís KolbrúnR. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Bjarni Júlíusson fyrir hönd IceFuel, Einar Mathiesen framkvæmdastjóri vindorku og jarðvarmasviðs hjá Landsvirkjun og Gnýr Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsneti.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson, Jakob Björgvin Jakobsson og Erla Friðriksdóttir sóttu fundinn fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Þema fundarins voru orkumál.
Framlagt til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram 123. fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.

10.Starfsleyfi urðunarstaðar Stykkishólmsbæjar við Ögursveg

Málsnúmer 2111015Vakta málsnúmer

Lagt fram starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitir Stykkishólmsbæ vegna móttöku og meðhöndlunar úrgangs í landi við Ögursveg. Leyfið gildir til 11. nóvember 2037.
Framlagt til kynningar.

11.Lóðaframboð í Stykkishólmi (Víkurhverfi)

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, gerir grein fyrir stöðu máls, þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi og næstu skrefum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kom inná fundinn og kynnti gögn og svaraði spurningum. Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

12.Austurgata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2109021Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um framkvæmdarleyfi vegna útlistbreytingar á húsi við Aðalgötu 7, Hótel Fransiskus. Útlitsbreytingin fel í skiptingu á klæðningu á turni kapellunnar og efri hæð á suðurhluta byggingarinnar sbr. meðfylgjandi teikningu. Klætt verður með 2mm þykkum PVDF húðuðum álplötum í ljósum lit svipuðum þeim lit sem er á núverandi veggjum hússins.

Skipulags- og byggingarnefnd taldi, á 255. fundi sínum, að um sé að ræða óverulegar breytingar sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar vegna hugsanlegs minjagildis byggingarlistar.

Bæjarráð staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar og vísar umsögn Minjastofnunar til úrvinnslu hjá byggingafulltrúa. Bæjarráð bendir á að fyrirhugað er að skipta um klæðningu á Austurgötu 7 og hvetur til þess aðilar gæti samræmis.

13.Sjávarflöt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2109023Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Jóns Sævars Baldurssonar um leyfi fyrir byggingu bílskúrs við
Sjávarflöt 6, sem verður samtengdur núverandi einbýlishúsi. Auk nýs bílskúrs hyggst
eigandi einnig breyta núverandi útliti hússins með því að klæða það með báru og breyta jafnframt útliti glugga. Skipulagi innanhúss verður einnig breytt.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til
afgreiðslu í Skipulags- og byggingarnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 255. fundi sínum, að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 of Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslagna nrþ 132/2010.
Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulags- og byggingarnefndar að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 of Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslagna nr. 132/2010 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

14.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Á 630. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð umsögnum fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.

Umsagnir fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd voru lagðar fyrir 255. fund skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags og byggingarnefnd tók undir breytingartillögu umhverfis- og
náttureverndarnefndar, en benti á að hraðatakmarkandi aðgerðir sem hafa nú þegar verið gerðar, sýni góðan árangur og því sé ekki þörf á að lækka hámarkshraða fyrir utan Frúarstíg og Skólastíg að Hafnagötu, sem nefndin leggur til að verði breytt í 15km vistgötu.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði einnig til breytingu á umferðaröryggisáætlun sem felur í sér að koma fyrir gangstíg úr timbri meðfram smábátabryggju til móts við Súgandisey í stað gangstéttar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma þeim breytingum á framfæri við VSÓ.
Erindinu vísað til frekari vinnslu á næsta bæjarráðsfundi.

15.Bryggjustígur í norðuhluta hafnar (umferðaröryggi)

Málsnúmer 2111017Vakta málsnúmer

Í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju.

Lo¨gð eru fram dro¨g að tveimur u´tfærslum að sti´g meðfram Baldursbryggju sunnan Su´gandiseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Stykkisho´lmsbæjar og Vegagerðarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd tók, á 255. fundi sínum, vel í hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju og vísar þeim til umfjöllunar í Hafnarstjórn.
Bæjarráð tekur undir með skipulags- og bygginganefnd og staðfestirað vísa hugmyndunum til umfjöllunar í hafnarstjórn.

16.Deiliskipulag austan Aðalgötu

Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu.

Reiturinn afmarkast af Aðalgötu og Víkurgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa við Skúlagötu til austurs. Svæðið er um 1,7 ha að stærð og að mestu fullbyggt. Markmið tillögunnar að skilgreina nýjar lóðir og byggingarreiti sem styrkja gömlu byggðina sem fyrir og einstaka bæjarmynd.

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19. maí sl. með athugasemdafrest til og með 30. júní, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heimi Laxdal Jóhannssyni; Mílu ehf./Svanur Baldursson og Marz Sjávarafurðum/Erlu Björg Guðrúnardóttur; Hjalta Steinþórssyni; Sigurbjarti Loftssyni; og Y´suheiði ehf./Gesti Hólm.

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. júlí s.l. var farið yfir athugasemdirnar og tekin afstaða til þeirra. Málinu var síðan vísað til frekari úrvinnslu. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæinn þar sem að gamla kirkjan er felld út og hún færð innan marka þessarar skipulagstillögu (sbr. uppdrætti, skilmála og greinagerð frá Bæring Bjarnari Jónssyni, arkitekt).

Á 254. fundi 13. september sl. lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með breytingum vegna athugasemda sem bárust á innan athugasemdafrests:

- Byggingarreitur á lóð merkt Víkurgata 1a er færður til á lóð.
- Byggingarreitur fyrir bílskúr á lóð Víkurgötu 5 er færður aftar á lóð.
- Kvaðir verða á lóðum vegna lagnaleiða.
- Gönguleið upp á Sýslumannshól færist yfir á lóð Aðalgötu 7a, í stað áður á lóð Austurgötu 4a.
- Lóðin Víkurgata 7 breytist og stækkar og snúningsstæði við götu fellur út.
- Bætt verði við bílastæði við Aðalgötu 7.

Á 631. fundi bæjarráðs fól ráðið skipulagsfulltrúa að kanna frekar möguleika á minniháttar breytingum vegna athugasemda sem borist höfðu á auglýsingartímanum og vísaði nefndin erindinu til næsta bæjarráðfundar.

Lögð er fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu þar sem gerðar eru eftirfarandi minniháttar breytingar:

- Byggingarreit við Aðalgötu 5a er snúið og hluti hans sem áður var á lóð Aðalgötu 5 er aflagður.
- Bílskúrsreitur við Víkurgötu 3 er færðar ofar í lóð.
- Innkeyrsla að Víkurgötu 5 og Víkurgötu 1a er þrengd og einu bílastæði bætt við á bæjarlandi.
- Bílskúrsreitur við Víkurgötu 3 er færður örlítið aftar í lóð.
- Lóðarmörk milli Víkurgötu 3 og 5 eru færð örlítið til.
- Lóðarmörk milli Austurgötu 6 og Skúlagötu 2 eru færð örlítið til.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillagan sé óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar á nýjan leik, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag miðbæjar austan við Aðalgötu verði samþykkt með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma og felur skipulagsfulltrúa að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að svör við efni athugasemda og umsagna verði staðfest.
Bæjarráð visar erindinu til næsta bæjarráðsfundar.

17.Saunatunna í Móvík

Málsnúmer 2111007Vakta málsnúmer

Anna Sigríður Gunnarsdóttir og Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir óska eftir leyfi fyrir uppsetningu saunatunnu við bráðabirgðaaðstöðu Sjósundfélags Stykkishólms sem liggur í landi Stykkishólmsbæjar við Móvík.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 255. fundi sínum, fyrir sitt leyti að veita tímabundið leyfi fyrir saunatunnu við aðstöðu sjósundsfélagsins í Móvík með fyrirvara um athugasemdir byggingarfulltrúa og samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir til bráðbirgða að veita leyfi fyrir saunatunnu við aðstöðu sjósundsfélagsins í Móvík. Bæjarráð bendir á þetta svæði er skipulagt íbúðasvæði og staðsettningin verður að vera með samþykki Stykkishólmsbæjar.
Soffía Guðmundsdóttir frá Bríet ehf. kom til fundar.

18.Leigufélagið Bríet ehf.

Málsnúmer 2011018Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Bríet ehf. koma til fundar við bæjarráð.
Fulltrúi frá Bríet ehf. Soffía Guðmundsdóttir kom til fundar við bæjarráð í gegnum Teams. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Soffía Guðmundsdóttir vék af fundi.

19.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Lögð fram ástandsskýrsla fyrir Samkomuhúsið, Aðalgötu 6. Skýrslan er unnin af Verksýn að beiðni Stykkishólmsbæjar og gefin út 22. október 2021.

Skv. skýrslu er ljóst að ástand hússins er mjög slæmt og margir óvissuþættir varðandi hvernig ástand byggingarhluta er og einnig hvernig framtíðar- innra skipulag hússins á að vera m.t.t. notkunar og því er ógjörningur að vita kostnað við t.d. raflagnir, pípulagnir, tæki eða önnur frágangsefni s.s. gólfa, veggja og lofta.

Niðurstaða Verksýnar, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjun, er að heppilegast sé að rífa húsið, byggja upp nýja sökkla og botnplötu og byggja nýtt hús í upprunalegri mynd.
Málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

20.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynntu fyrir skóla- og fræðslunefnd, á 187. fundi nefndarinnar, tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði.

Var það mat húsnæðisnefndar að alltaf myndi vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í bókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Slíkt myndi ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými en áður.
Bæjarráð óskar eftir kynningu frá Grunnskólanum varðandi húsnæðismálin og að Fannar byggingafulltrúi komi á næsta bæjarráðsfund.

21.Ytra mat Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2111010Vakta málsnúmer

Sigrún, leikskólastjóri, gerði á 187. fundi skóla- og fræðslunefndar grein fyrir umsókn um ytra mat á leikskólanum í Stykkishólmi.

Skóla- og fræðslunefndi samþykkti að Leikskólinn í Stykkishólmi sæki um þátttöku í ytra mati Menntamálastofnunar árið 2022, sbr. Lög nr. 910/2008 um leikskóla og gildandi reglur um mat og eftirlit.

Lögð eru fram drög að umsókn ásamt auglýsingu menntamálastofnunnar varðandi málið.
Bæjarráð samþykkir að leikskólinn í Stykkishólmi sæki um að vera með í þátttöku á ytra mati leiksskóla hjá Menntamálastofnun.

22.Ábyrgð Stykkishólmsbæjar vegna láns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2111014Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um samþykki Stykkishólmsbæjar um einfalda ábyrgð sveitarfélagsins á lántöku Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. þar sem sveitarfélagið skuldbindur sig til þess að taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Félags og skólaþjónustu Snæfellinga frá Lánasjóði sveitarfélaga í samræmi við bókun 123. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs., ásamt undirritaðri yfirlýsingu Stykkishólmsbæjar og fundargerð 123. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkir að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Félag og skólaþjónustu Snæfellinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu þjónustuíbúðakjarna fatlaðs fólks á Snæfellsnesi, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Samkvæmt framangreindu samþykkir Stykkishólmsbær að taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Félags og skólaþjónustu Snæfellinga frá Lánasjóði sveitarfélaga í samræmi við bókun 123. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. og fyrirliggjandi gögn.

Bæjarstjórn veitir Jakob Björgvin Jakobssyni, kt. 0609825549, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Stykkishólmsbæjar að undirrita öll skjöl í samræmi við framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast fyrrgreindri lántöku eða ábyrgð sveitarfélagsins á lántöku Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs., en stjórn Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. hefur þegar veitt forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fullt og ótakmarkað umboð fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. til undirritunar lánsins og aðhafast annað það sem kann að tengjast umræddri lántöku, sbr. fyrirliggjandi bókun 123. fundar stjórnar.

23.Kerfisáætlun Landnets 2021-2030

Málsnúmer 2107004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.
Málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

24.Opnunartími leikskóla milli jóla og nýárs

Málsnúmer 2004053Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti, á 402. fundi sínum, tillögur leikskólastjórnenda um opnanir milli jóla og nýárs, dimbilviku og aðdraganda sumarleyfa.

Lagt er fram bréf leikskólastjóra til bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu Sigrúnar Þórsteinsdóttur leikskólastjóra um opnum leikskólans.

25.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2111009Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar frá 27. september til 4. október sl. Alls bárust 11 umsóknir sem lagðar eru fram.
Málinu vísað til frekari vinnslu á næsta bæjarráðsfundi.

26.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrám til frekari vinnslu í bæjarráði.

27.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 til frekari vinnslu í bæjarrráði.

28.Framlegngin lóðarúthlutunar - Móholt 14-16

Málsnúmer 2010034Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Ingveldar Eyþórsdóttur um framlengda úthlutun lóðar, Móholt 14-16, á grundvelli formsgalla og skorts á upplýsingagjöf við lóðarúthlutun.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Fundi slitið - kl. 23:10.

Getum við bætt efni síðunnar?