Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Skóla- og fræðslunefnd - 19
Málsnúmer 2503002FVakta málsnúmer
Lögð fram 19. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Skipulagsnefnd - 28
Málsnúmer 2503001FVakta málsnúmer
Lögð fram 28. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
3.Bæjarráð - 31
4.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 972. fundar stjórnar Sambandsins frá 11. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 229. fundar breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
6.Samúðarkveðja til Örebro
Málsnúmer 2503004Vakta málsnúmer
Lögð fram samúðarkveðja sem bæjarstjóri sendi fyrir hönd bæjarstjórnar til Örebro, sem er vinabær sveitarfélagsins, í kjölfar voðaverkanna sem áttu sér stað í byrjun febrúar, ásamt þakkarbréfi frá Örebro.
Lagt fram til kynningar.
7.Fyrirspurn um samstarf
Málsnúmer 2503005Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn um samstarf frá samtökunum Landsbyggðin lifi.
Lagt fram til kynningar.
8.Gjaldskrá - Salerni
Málsnúmer 2503010Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir salerni á hafnarsvæði.
Bæjarráð samþykkti, á 31. fundi sínum, gjaldskrá fyrir salerni á hafnarsvæði og vísaði málinu til samþykktar í bæjarstjórn
Bæjarráð samþykkti, á 31. fundi sínum, gjaldskrá fyrir salerni á hafnarsvæði og vísaði málinu til samþykktar í bæjarstjórn
Bæjarstjórn samþykkir nýja gjaldskrá fyrir salerni á hafnarsvæði.
9.Skipulagsbreytingar
Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer
Skipurit sveitarfélagsins var tekið til umræðu á 31. fundi bæjarráðs og lögð fram tillaga bæjarstjóra að breytingum á skipuriti.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum tillögu bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum tillögu bæjarstjóra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra fullnaðarumboð til frágangs á fyrirliggjandi starfslýsingum og öðru því sem tengist umræddum breytingum.
Til máls tóku: RMR, JBSJ.
Til máls tóku: RMR, JBSJ.
10.Samþykkt fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Málsnúmer 2501015Vakta málsnúmer
Lögð fram ný samþykkt fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Bæjarstjórn vísaði, á 32. fundi sínum, samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Þá vísaði bæjarráð samþykktinni, á 31. fundi sínum, einnig til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn vísaði, á 32. fundi sínum, samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Þá vísaði bæjarráð samþykktinni, á 31. fundi sínum, einnig til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir nýja samþykkt fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
11.Nýrækt - deiliskipulagsbreyting 2025
Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Nýræktar. Skipulagsfulltrúi leggur fram óverulega breytingu þar sem byggingarreitur á skógræktarlóð er færður til og bílastæði til samræmis vegna byggingar á lóðinni.
Á 24. fundi skipulagsnefndar 17. sept. 2024 var veitt heimildi til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Nýræktar 2015 m.s.br. vegna fyrirhugaðar byggingu allt að 120 m2 þjónustuhúss á skógræktarlóð.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum 2. sept. 2024.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 28. fundi sínum, óverulega breytingu á deiliskipulagi Nýræktar og í ljósi þess að framlögð tillaga að breytingu deiliskipulaginu er samvinnuverkefni sveitarfélagsins og Skógræktarfélags Stykkishólms telur nefndin ekki þörf á að grenndarkynna tillöguna enda taldi nefndin að henni fylgi ekki skerðing eða röskun á grenndarhagsmunum annarra. Með vísan til þessa samþykkti skipulagsnefnd framlagða deiliskipulagsbreytingu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 31. fundi sínum.
Á 24. fundi skipulagsnefndar 17. sept. 2024 var veitt heimildi til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Nýræktar 2015 m.s.br. vegna fyrirhugaðar byggingu allt að 120 m2 þjónustuhúss á skógræktarlóð.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum 2. sept. 2024.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 28. fundi sínum, óverulega breytingu á deiliskipulagi Nýræktar og í ljósi þess að framlögð tillaga að breytingu deiliskipulaginu er samvinnuverkefni sveitarfélagsins og Skógræktarfélags Stykkishólms telur nefndin ekki þörf á að grenndarkynna tillöguna enda taldi nefndin að henni fylgi ekki skerðing eða röskun á grenndarhagsmunum annarra. Með vísan til þessa samþykkti skipulagsnefnd framlagða deiliskipulagsbreytingu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 31. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.
12.Breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða
Málsnúmer 2408034Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt eigendum Skólastígs 8 og 10. Eigendur Skólastígs 10 gerðu ekki athugasemdir við breytinguna en eigendur Skólastígs 8 gerðu athugasemd varðandi breytinguna.
Skipulagsfulltrúi lagði, á 28. fundi skipulagsnefndar, fram tillögu að bókun/svari v/athugasemdarinnar.
Skipulagsnefnd taldi ekki þörf á að bregðast við framlagðri athugasemd/ábendingu við afgreiðslu málsins og samþykkti fyrirliggjandi tillögu að svari sveitarfélagsins. Með vísan til þessa samþykkti skipulagsnefnd framlagða deiliskipulagsbreytingu eins og hún liggur fyrir að lokinni grenndarkynningu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Bæjarráð staðfesti, á 31. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu jafnframt til bæjarstjórnar.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt eigendum Skólastígs 8 og 10. Eigendur Skólastígs 10 gerðu ekki athugasemdir við breytinguna en eigendur Skólastígs 8 gerðu athugasemd varðandi breytinguna.
Skipulagsfulltrúi lagði, á 28. fundi skipulagsnefndar, fram tillögu að bókun/svari v/athugasemdarinnar.
Skipulagsnefnd taldi ekki þörf á að bregðast við framlagðri athugasemd/ábendingu við afgreiðslu málsins og samþykkti fyrirliggjandi tillögu að svari sveitarfélagsins. Með vísan til þessa samþykkti skipulagsnefnd framlagða deiliskipulagsbreytingu eins og hún liggur fyrir að lokinni grenndarkynningu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Bæjarráð staðfesti, á 31. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu jafnframt til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.
13.Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer
Á 19. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.
Farið var yfir skýrslu Ásgarðs skólaráðgjafarþjónustu og rætt var um viðmið kennslumagns, stoðþjónustu, aðstoð við kennara og aðstoð við nemendur inn í bekk. Einnig var rætt um innra mat skólans og aukina aðkomu Ásgarðs skólaráðgjafar að leikskólanum.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkti tvær neðan greindar tillögur.
1. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti meðfylgjandi viðmið um úthlutun á kennslumagni og að úthlutun á grunnkennslumagni fari framvegis fram samkvæmt þeim. Úthlutun á kennslumagni til grunnskólans skal byggja á áætlun skólastjóra um nemendafjölda frá 1. mars ár hvert.
2. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti að stofna starfshóp um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu allra barna í sveitarfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu til skóla- og fræðslunefndar 1. nóvember 2025. Í hópnum verði deildarstjóri stoðþjónustu grunnskólans og sérkennslustjóri leikskólans auk verkefnastjóra frá skólaráðgjafarþjónustunni Ásgarði. Skólastjórnendur skólanna verði til samráðs.
Bæjarráð staðfesti, á 31. fundi sínum, afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og vísað henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Farið var yfir skýrslu Ásgarðs skólaráðgjafarþjónustu og rætt var um viðmið kennslumagns, stoðþjónustu, aðstoð við kennara og aðstoð við nemendur inn í bekk. Einnig var rætt um innra mat skólans og aukina aðkomu Ásgarðs skólaráðgjafar að leikskólanum.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkti tvær neðan greindar tillögur.
1. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti meðfylgjandi viðmið um úthlutun á kennslumagni og að úthlutun á grunnkennslumagni fari framvegis fram samkvæmt þeim. Úthlutun á kennslumagni til grunnskólans skal byggja á áætlun skólastjóra um nemendafjölda frá 1. mars ár hvert.
2. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti að stofna starfshóp um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu allra barna í sveitarfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu til skóla- og fræðslunefndar 1. nóvember 2025. Í hópnum verði deildarstjóri stoðþjónustu grunnskólans og sérkennslustjóri leikskólans auk verkefnastjóra frá skólaráðgjafarþjónustunni Ásgarði. Skólastjórnendur skólanna verði til samráðs.
Bæjarráð staðfesti, á 31. fundi sínum, afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og vísað henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.
Til máls tóku: RMR og SIM.
Til máls tóku: RMR og SIM.
14.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er áhersla lögð á að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerði á 19. fundi skóla- og fræðslunefnar grein fyrir áætlunum sveitarfélagsins í þeim efnum. Skóla- og fræðslunefnd fagnaði áætlunum sveitarfélagsins og taldi tímabært að skólinn fengi aukið rými. Með auknum húsakosti skapast spennandi tækifæri m.a. til skólaþróunar.
Lagður er fram kaupsamningur og afsal um kaup á húseiningum til staðfestingar, en sveitarfélagið átti hæsta boð í lausar húseiningar sem Reykjavíkurborg var að selja við Dalskóla í Úlfarsárdal.
Bæjarráð tók, á 31. fundi sínum, undir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og staðfesti fyrirliggjandi kaupsamning og afsal um kaup á lausum húseiningum, fyrirliggjandi staðsetningar þeirra (við grunnskóla, við íþróttahús, í skógrækt, við flugstöð og á Stykkishólmshöfn) og fól starfsfólki sveitarfélagsins að halda áfram með þann undirbúning sem nauðsynlegur er til þess að tryggja eftir fremsta megni að hægt verði að að hefja starfsemi í mannvirkjunum sem tengjast skólastarfi við upphaf næsta skólaárs.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lagður er fram kaupsamningur og afsal um kaup á húseiningum til staðfestingar, en sveitarfélagið átti hæsta boð í lausar húseiningar sem Reykjavíkurborg var að selja við Dalskóla í Úlfarsárdal.
Bæjarráð tók, á 31. fundi sínum, undir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og staðfesti fyrirliggjandi kaupsamning og afsal um kaup á lausum húseiningum, fyrirliggjandi staðsetningar þeirra (við grunnskóla, við íþróttahús, í skógrækt, við flugstöð og á Stykkishólmshöfn) og fól starfsfólki sveitarfélagsins að halda áfram með þann undirbúning sem nauðsynlegur er til þess að tryggja eftir fremsta megni að hægt verði að að hefja starfsemi í mannvirkjunum sem tengjast skólastarfi við upphaf næsta skólaárs.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Þórhildar Eyþórsdóttur, Ragnars Inga Sigurðssonar og Þrastar Inga Auðunssonar, bæjarfulltrúa H-listans.
Ragnar Már Ragnarsson, Haukur Garðarsson og Heiðrún Höskuldsdóttir, bæjarfulltrúar Í-lista, sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Til máls tóku: RMR, JBSJ, ÞE, SIM og HG.
Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Undirrituð fagna því að til standi að bæta þann húsnæðisvanda sem Grunnskólinn hefur staðið frammi fyrir í fjölda mörg ár. Hins vegar gerum við alvarlegar athugasemdir við hvernig stað var að undirbúning verksins. Engin þarfagreining hefur verið gerð varðandi húsnæðisþörf skólans, engar teikningar af fyrirhuguðu húsnæði liggja fyrir né kostnaðaráætlun vegna þessarar útfærslu sem er ekki í samræmi við fjárhagsáætlun sem samþykkt var í desember. Undirrituð vita ekki til þess að sótt hafi verið um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Haukur Garðarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Bókun vegna húsnæðismála Grunnskólans í Stykkishólmi:
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, sem aðeins bæjarfulltrúar H-listans samþykktu, var forgangsatriði að mæta brýnni húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Hafa bæjarfulltrúar Í-listans fylgt afstöðu sinni til fjárfestinga sveitarfélagsins á þessu ári með því að samþykkja ekki viðauka við fjárhagsáætlun og greiða atkvæði gegn lántöku sveitarfélagsins, sem er jú forsenda fjárfestinga af hálfu sveitarfélagsins.
Þrátt fyrir að bæjarfulltrúar Í-listans telji í orði að nauðsynlegt sé að koma til móts við húsnæðisþörf grunnskólans, líkt og flestar þær fjárfestingar sem eru á áætlun, þá sýna þeir það þó ekki á borði.
Bæjarfulltrúar H-listans lýsa vonbrigðum með afstöðu bæjarfulltrúa Í-lista gagnvart fjárfestingum og lántökum sveitarfélagsins, þ.m.t. framgöngu þeirra við að mæta húsnæðisþörf grunnskólans, m.a. kaupum sveitarfélagsins á umræddum húseiningum. Fulltrúar H-listans vilja að lokum þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góð störf við að tryggja framgang þessa verkefnis og harma gagnrýni bæjarfulltrúa Í-listans á störfum starfsmanna sveitarfélagsins.
Steinunn Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þröstur Auðunsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson, Haukur Garðarsson og Heiðrún Höskuldsdóttir, bæjarfulltrúar Í-lista, sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Til máls tóku: RMR, JBSJ, ÞE, SIM og HG.
Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Undirrituð fagna því að til standi að bæta þann húsnæðisvanda sem Grunnskólinn hefur staðið frammi fyrir í fjölda mörg ár. Hins vegar gerum við alvarlegar athugasemdir við hvernig stað var að undirbúning verksins. Engin þarfagreining hefur verið gerð varðandi húsnæðisþörf skólans, engar teikningar af fyrirhuguðu húsnæði liggja fyrir né kostnaðaráætlun vegna þessarar útfærslu sem er ekki í samræmi við fjárhagsáætlun sem samþykkt var í desember. Undirrituð vita ekki til þess að sótt hafi verið um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Haukur Garðarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Bókun vegna húsnæðismála Grunnskólans í Stykkishólmi:
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, sem aðeins bæjarfulltrúar H-listans samþykktu, var forgangsatriði að mæta brýnni húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Hafa bæjarfulltrúar Í-listans fylgt afstöðu sinni til fjárfestinga sveitarfélagsins á þessu ári með því að samþykkja ekki viðauka við fjárhagsáætlun og greiða atkvæði gegn lántöku sveitarfélagsins, sem er jú forsenda fjárfestinga af hálfu sveitarfélagsins.
Þrátt fyrir að bæjarfulltrúar Í-listans telji í orði að nauðsynlegt sé að koma til móts við húsnæðisþörf grunnskólans, líkt og flestar þær fjárfestingar sem eru á áætlun, þá sýna þeir það þó ekki á borði.
Bæjarfulltrúar H-listans lýsa vonbrigðum með afstöðu bæjarfulltrúa Í-lista gagnvart fjárfestingum og lántökum sveitarfélagsins, þ.m.t. framgöngu þeirra við að mæta húsnæðisþörf grunnskólans, m.a. kaupum sveitarfélagsins á umræddum húseiningum. Fulltrúar H-listans vilja að lokum þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góð störf við að tryggja framgang þessa verkefnis og harma gagnrýni bæjarfulltrúa Í-listans á störfum starfsmanna sveitarfélagsins.
Steinunn Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þröstur Auðunsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
15.Tillaga um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum
Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri leggur til að veittur verði tímabundinn annars vegar 90% afsláttur og hins vegar 25% afsláttur skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, sbr. og 6. gr. samþykkta um gatnagerðargjald í Stykkishólmi, á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2025 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2025.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra.
16.Kjör nefnda í samræmi við samþykkt um stjórn sveitarfélagsins
Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer
Lagðar eru fram tillögur að nýjum fulltrúum H-listans í fastanefndir sveitarfélagsins, sbr. 48. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar á fastanefndum sveitarfélagsins:
Skipulagsnefnd:
Páll Aðalsteinsson verður varamaður H-listans í stað Ásgeirs Gunnars Jónssonar.
Stjórn Náttúrustofu Vesturlands:
Orri Þorkell Arason verður varamaður H-listans í stað Ásgeirs Gunnars Jónssonar.
Skipulagsnefnd:
Páll Aðalsteinsson verður varamaður H-listans í stað Ásgeirs Gunnars Jónssonar.
Stjórn Náttúrustofu Vesturlands:
Orri Þorkell Arason verður varamaður H-listans í stað Ásgeirs Gunnars Jónssonar.
17.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundi slitið - kl. 18:13.
Varaforseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:
- 2205039 - Kjör nefnda í samræmi við samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 16 á dagskrá fundarins.