Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.
Kristrún, Jakob og Sigrún víkja af fundi.
2.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.
Rætt var um starf vetrarins.
Rætt var um starf vetrarins.
3.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda
Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Búið er að fara í viðhaldsverkefni í tónlistarskólanum.
4.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.
Rætt var um vatnsskemmdir og lagfæringar á rými Regnbogalands í kjölfar þeirra.
Stefnt er að því að færa opnunartíma Regnbogalands í fyrra horf í haust.
Rætt var um vatnsskemmdir og lagfæringar á rými Regnbogalands í kjölfar þeirra.
Stefnt er að því að færa opnunartíma Regnbogalands í fyrra horf í haust.
5.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er áhersla lögð á að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir grein fyrir áætlunum sveitarfélagsins í þeim efnum.
Jakob fór yfir áætlun sveitarfélagsins í húsnæðismálum grunnskólans.
Skóla- og fræðslunefnd fagnar áætlunum sveitarfélagsins. Löngu tímabært er að skólinn fái aukið rými. Með auknum húsakosti skapast spennandi tækifæri m.a. til skólaþróunar.
Skóla- og fræðslunefnd fagnar áætlunum sveitarfélagsins. Löngu tímabært er að skólinn fái aukið rými. Með auknum húsakosti skapast spennandi tækifæri m.a. til skólaþróunar.
Fundi slitið - kl. 18:10.
Rætt var um viðmið kennslumagns, stoðþjónustu, aðstoð við kennara og aðstoð við nemendur inn í bekk. Einnig var rætt um innra mat skólans. Að lokum var rætt um aukin aðkoma Ásgarðs skólaráðgjafar að leikskólanum.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir tvær neðan greindar tillögur.
1. Lagt er til að skóla- og fræðslunefnd samþykki meðfylgjandi viðmið um úthlutun á kennslumagni. Úthlutun á grunnkennslumagni fari framvegis fram samkvæmt þeim. Úthlutun á kennslumagni til grunnskólans byggi á áætlun skólastjóra um nemendafjölda frá 1. mars ár hvert.
2. Lagt er til að skóla- og fræðslunefnd stofni starfshóp um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu allra barna í sveitarfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu til skóla- og fræðslunefndar 1. nóvember 2025. Í hópnum verði deildarstjóri stoðþjónustu grunnskólans og sérkennslustjóri leikskólans auk verkefnastjóra frá skólaráðgjafarþjónustunni Ásgarði. Skólastjórnendur skólanna verði til samráðs.